Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 0. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 203. tölublað 106. árgangur
FÓLK ÓHRÆTT
VIÐ AÐ
SÆKJA FRAM HANDALAUST LÍFSHLAUP
MISTÖK STJÓRN-
ENDA OLLU
MILLJARÐATJÓNI
HEIMILDARMYND 68 VIÐSKIPTAMOGGINNFRIÐRIK HJÁ TJARNARBÍÓI 66
Svissneski úraframleiðandinn Lum-
inox hefur efnt til samstarfs við
Slysavarnafélagið Landsbjörg um
framleiðslu úralínu sem mun bera
merki félagsins. Úrin verða seld af
dreifingaraðilum um heim allan á
komandi árum. Samningurinn
tryggir Landsbjörg umtalsverða
fjármuni að sögn framkvæmda-
stjóra samtakanna. Áður hefur
Luminox efnt til samstarfs við
bandarísku strandgæsluna og hina
heimsþekktu sérsveit bandaríska
sjóhersins, Navy SEALs, um svipaða
framleiðslu. »ViðskiptaMogginn
Samstarf um
björgunarúr
Úr Sala mun hefjast í september.
Verið er að byggja nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkur-
höfn, austan við Höfða á Sæbrautinni í Reykjavík. Hann á að
koma í stað vita í turni Sjómannaskólans sem var í notkun allt
þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Auk þess
að auðvelda siglingu inn í höfnina er reiknað með því að vit-
inn muni laða að sér ferðamenn.
„Þegar verkinu lýkur verður leiðarmerkingin í innsigling-
unni til Reykjavíkur aftur eins og á að vera,“ sagði Gísli Gísla-
son hafnarstjóri um verkið. »53
Morgunblaðið/Eggert
Nýr innsiglingar-
viti rís við Sæbraut
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vísitala lífmassa makríls hefur lækk-
að um 40% ef miðað er við sama tíma
í fyrra. Kemur þetta fram í saman-
tekt úr uppsjávarleiðangri er farinn
var í sumar. Markmið hans var að
meta magn uppsjávarfiska í Norð-
austur-Atlantshafi að sumarlagi.
Mældist þéttleiki mestur í Noregs-
hafi en mun minna mældist á haf-
svæðinu við Ísland en hefur verið
undanfarin ár.
Að sögn Önnu Heiðu Ólafsdóttur,
sérfræðings í uppsjávarfiskum á
Hafrannsóknastofnun, komu niður-
stöðurnar á óvart, þar sem ekkert
benti til slíkrar þróunar í leiðangr-
inum sem farinn var í fyrra. Í
skýrslu um niðurstöður leiðangurs-
ins kemur fram að auk þess sem vísi-
tala lífmassa makrílsins hafi mælst
40% lægri sé heldur minni lækkun í
vísitölu fjölda fiska. Anna Heiða seg-
ir að munurinn skýrist af fækkun í
öllum eldri árgöngum makríls. Þá sé
minnkunin í Noregshafi mun minni
en við Ísland og Grænland, þar sem
makríllinn halli sér nú í átt að Noregi
í stað þess að dreifast yfir stærra
svæði.
Spurð hvað útskýri hreyfingarnar
segir Anna Heiða að þær megi að
hluta til skrifa á umhverfisaðstæður,
t.a.m. þurfi að horfa til þess að
óvenjukalt hafi verið vestan við Ís-
land í sumar. Hins vegar þurfi meiri
tíma til að greina ástæðurnar.
Einnig mælist magn norsk-ís-
lenskrar síldar minna en á síðasta
ári, en þar lækkaði vísitalan um 24%
milli ára. Vísitala kolmunna sem er
ársgamall og eldri var 11% lægri.
Niðurstöður leiðangursins eru
hluti af yfirstandandi vinnu við mat á
stofnstærð makríls og mun Alþjóða-
hafrannsóknarráðið birta ráðgjöf um
aflamark síldar, makríls og kol-
munna 28. september, en þá er einn-
ig von á ráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unar um veiðar við Ísland.
Makríllinn flyst frá
Íslandi til Noregs
Stórfelld lækkun á vísitölu makríls við landið milli ára
MMinna af makríl .... »18
Keahótelin hafa opnað nýtt hótel
í Tryggvagötu, Exeter-hótel. Það
er ellefta hótelið hjá keðjunni. Með-
al nýjunga á hótelinu er ný kynslóð
af bjórdælum. Rennur bjórinn þá
upp í móti í glasið. Munu slíkar dæl-
ur vera að ryðja sér til rúms erlend-
is.
Gylfi Freyr Guðmundsson, hótel-
stjóri á Exeter-hótelinu, segir horft
til vinsælla hótela í Evrópu við
hönnun hótelsins, m.a. í Þýskalandi.
»24
Bjórinn rennur upp
í móti á nýju hóteli
Guðbergur Rósi Kristjánsson er
25 ára og á sér marga drauma.
Hann er með Downs-heilkenni og
frá því að hann útskrifaðist af starfs-
námsbraut FB fyrir þremur árum
hefur hann haft lítið fyrir stafni, þar
sem fá tækifæri eru fyrir fötluð ung-
menni í starfi og námi. Foreldrar
hans segja hann nú einangraðan og
að hann hafi staðnað í þroska. »28
Rósi hefur lítið haft
fyrir stafni í þrjú ár