Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 LAUGAVEGI 91 ÚTSÖLULOK allt að 50%afsláttur af úsöluvörum um helgina Geir Ágústsson segir réttilegaað húsbændur markaðarins og ríkisrekstrar séu æði ólíkir. Sá fyrri harður í horn að taka en hinn meðvirkur:    Fyrirtæki í sam-keppnisrekstri fæðast og deyja eins og neytendum hentar. Þau þurfa sífellt að haga seglum eftir vindi. Sum uppskera vel og önnur fara á hausinn. Sum eru skammlíf og önnur langlíf. Svona er lífið á hinum frjálsa markaði þar sem kröfuhörðum neytendum er þjónað.    Á hinum ófrjálsa markaði blasirannar veruleiki við. Þar er hið opinbera með allan sinn ríkis- rekstur, hlutafélagarekstur og af- skiptasemi af rekstri annarra. Það kemur varla fyrir að ríkið losi sig við rekstur jafnvel þótt hann gangi illa ár eftir ár.    Ríkisforstjórar standa af sérumframkeyrslu, klúður, skipulagsleysi og aðhaldsleysi ár eftir ár. Opinberar stofnanir og rekstrareiningar geta sent skjól- stæðinga sína á biðlista sem end- ast í mörg ár. Þær geta ýtt sam- keppnisaðilum í burtu með lögum og niðurgreiðslum. Starfsfólk þeirra fær ekki borgað eftir getu og verðmætasköpun heldur fær það meðaltalslaun þeirra bestu og lélegustu innan síns verkalýðs- félags.    Þegar einhver talar um að lokaríkisstofnun eða einkavæða þann hluta hennar sem einhver hefur not fyrir fer samfélagið á hliðina af deilum. Ríkið er linur húsbóndi en klappstýrur ríkis- rekstrar eru harður húsbóndi sem vill aldrei missa spón úr aski sín- um sama hvað gengur á.“ Geir Ágústsson Klappliðið og sá með svipuna STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.8., kl. 18.00 Reykjavík 11 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 9 heiðskírt Nuuk 9 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 18 skúrir Dublin 17 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 18 skýjað París 17 alskýjað Amsterdam 15 skúrir Hamborg 25 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 27 heiðskírt Moskva 26 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 24 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 25 alskýjað New York 29 þoka Chicago 22 rigning Orlando 29 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:05 20:53 ÍSAFJÖRÐUR 6:02 21:06 SIGLUFJÖRÐUR 5:45 20:49 DJÚPIVOGUR 5:33 20:24 Atvinna Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að funda með for- svarsmönnum Skógræktarinnar, sem munu heimsækja Vestfirði í næstu viku. Ætlunin er að skoða jarðir og svæði sem kæmu til greina fyrir stofnsetningu þjóðskógar þar á komandi árum. Slíkir þjóðskógar finnast um allt Ísland að Vestfjörðum einum undanskildum. Miklu munar á þjón- ustu og aðgengileika skóganna. Eru þeir opnir almenningi allan ársins hring og sums staðar hægt að tjalda þar. Í bréfi Þórdísar Sifjar Sigurðar- dóttur, starfandi bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar, til bæjarráðsins stendur að Sæmundur Þorvaldsson, verkefnastjóri Skógræktarinnar, hafi haft samband við hana vegna heimsóknarinnar. „Samkvæmt Sæmundi væri nær- tækast að horfa til jarða í eigu ríkis- ins, sem ekki eru í ábúð, svo fremi að þær henti almennt til skógrækt- ar af öðrum ástæðum og að aðgengi að þeim sé gott,“ stóð í bréfinu. „Fá- ar ríkisjarðir (eða engar) eru norð- an Arnarfjarðar í Ísafjarðarbæ en í hinum forna Auðkúluhreppi eru nokkrar sem eru í eigu ríkis eða ríkisstofnana. Einnig gæti Skóg- ræktin hugsað sér að gera langtíma samninga um heppilega jörð í eigu sveitarfélags og þá eru einhverjar innan Ísafjarðarbæjar s.s. Sandar í Dýrafirði og Kirkjuból í Engidal og ef til vill fleiri.“ Stefna að þjóðskógi  Áætlanir uppi um skóg á Vestfjörðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðskógur Hér má sjá Suðureyri í Ísafjarðarbæ á Vestfjörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.