Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Megi raforkan verameð þér. 4.250.000 kr. Verð frá e-Golf á betra verði. Góð ástæða til að skipta um orkugjafa. Volkswagen e-Golf dregur allt að 300 km* og er fyrsti rafmagnsbíllinn með hreyfistýrðu upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Þú þarft aldrei aftur að fara inn í kaldan bíl eða leita að honum á bílastæðinu. Komdu og finndu kraftinn í þessum magnaða bíl sem gengur 100% fyrir rafmagni. www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. *Skv. NEDC staðlinum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Rúmur fimmtungur þátttakenda í þolendakönnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislög- reglustjóra varð fyrir tilraun til net- brots árið 2016 og 1,5 prósent töp- uðu fé vegna slíkra brota. Einn svarenda kvaðst hafa tapað yfir einni milljón króna. Könnunin var lögð fyrir 4.000 íbúa, 18 ára og eldri, gegnum net- panel Félagsvísindastofnunar, 11. maí til 21. júní 2017. Helmingur var af höfuðborgarsvæðinu og helming- urinn af landsbyggð. Svarhlutfall var 63%. Munur eftir menntun svarenda Marktækur munur var á milli ald- urshópa og menntunar, en hlutfalls- lega flestir sem urðu fyrir netbroti eða tilraun til þess voru á aldrinum 36-45 ára. Tæplega þrjú prósent höfðu orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og 35% greindu frá því að gerð hafi verið tilraun til að svíkja eða kúga af þeim fé á netinu. Um tvö og hálft prósent þátttakenda sem lokið höfðu námi á háskólastigi sögðust hafa orðið fyrir fjárhagslegu stjóni vegna netbrota árið 2016, samanborið við 0,4% í flokki grunnskólamenntaðra. Rúmlega fjórðungur hafði orðið fyr- ir tilraun, samanborið við 17,3% grunnskólamenntaðra. Í könnuninni var spurt sér- staklega um tegundir netbrota, ann- ars vegar um fjársvik eða tilraunir til svika, hins vegar um fjárkúgun, eða tilraun til kúgunar. Flestir urðu fyrir því að tilraun var gerð til að svíkja af þeim fé gegnum net eða síma af hálfu einhvers ókunnugs, 18,2%. 0,3% urðu fyrir því að tapa fjármunum vegna slíkra brota. 4,4% urðu fyrir tilraun til netbrots þannig að kreditkortanúmer viðkomandi væri notað á ólögmætan hátt. 0,6% töpuðu fé vegna slíkra brota. 1,8% urðu fyrir tilraun til brots þegar þeir voru að kaupa vöru/r á netinu og 1% varð fyrir fjártjóni af slíku broti. 5% sögðu að tilraun hefði verið gerð til að kúga af þeim fé til þess að valda þeim fjárhagslegu tjóni með tölvuvírusi/um. 0,1% urðu fyrir fjár- tjóni af þeim sökum. 0,2% sögðu að tilraun hefði verið gerð til kúgunar með hótun um dreifingu klámfeng- inna mynda eða myndbanda gegnum netið. Enginn varð fyrir fjártjóni vegna slíks brots. 0,1% sögðu að þeir hefðu orðið fyrir annars konar net- broti. Ástæða til að fylgjast vel með Í umræðukafla niðurstöðu rann- sóknarinnar segir að undanfarin ár hafi einstaklingar og fyrirtæki í auknum mæli orðið vör við ýmis brot þar sem net eða sími eru notuð til að svíkja út fé eða gera tilraun til þess. Fyrirtæki voru þó ekki hluti rann- sóknarinnar. Jafnframt segir að um- hverfi netsins bjóði upp á aukna möguleika til að villa á sér heimildir og beita blekkingum. Brotamenn hafi nýtt sér þessa nýju leið. Íslend- ingar séu almennt miklir netnot- endur í samanburði við margar Evr- ópuþjóðir og nær allir fullorðnir Íslendingar séu virkir notendur, en það auki jafnframt líkur á brotum á netinu. „Líklegt má ætla að brota- menn muni halda áfram að reyna að finna nýjar leiðir til að nýta upplýs- ingatækni til að svíkja og kúga fé af fólki. Það er því mikilvægt að fylgst sé vel með þróun í þessum brota- flokki. Þá er ekki síður mikilvægt að forvarnir gegn þessum tegundum brota nái til notenda, að notendur séu upplýstir jafnóðum um nýjar að- ferðir brotamanna við að ná pen- ingum af einstaklingum gegnum net og síma,“ segir í niðurstöðunni. Netþrjótar reyndu við fimmtung fólks  Lögreglan rannsakar fjársvik og fjárkúgun á netinu  21% varð fyrir tilraun til netbrota árið 2016  Einn svarenda kvaðst hafa tapað yfir einni milljón króna  Flestir létu til leiðast við kaup á vörum Netbrot Lögreglan telur mikilvægt að forvarnir nái til netnotenda og að þeir séu upplýstir um nýjar aðferðir brotamanna gegnum net eða síma. Þolendakönnun um netbrot árið 2016 Fjárhagslegt tjón Fjöldi þolenda H ei m ild : E m bæ tt i r ík is lö gr eg lu st jó ra og lö gr eg la n á hö fu ðb or ga rs væ ði nu Urðu fyrir netbroti með fjárhagslegu tjóni Urðu fyrir tilraun til netbrots Urðu ekki fyrir netbroti 0,9% 0,3% 0,3% 1,5% 20 þús. kr. eða minna 21-100 þús. kr. Yfir 100 þús. kr. Fjöldi þolenda netbrota 21,4% 77,1%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.