Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
3ja laga Gore-tex filma.
Stillanleg hetta.
9 geymsluvasar.
Verð 74.900
Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is
G3 Guide
Tactical jakki
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Akureyrarbær hefur lagt fram tillögu
að áætlun vegna mats á umhverfis-
áhrifum landmótunar og stækkunar
golfvallarins að Jaðri.
Golfvöllurinn er nálægt vaxandi
byggð á Akureyri og felur fram-
kvæmdin í sér haugsetningu og land-
mótun á jarðvegi sem fellur til vegna
gatna- og húsagerðar við fram-
kvæmdir í nágrenninu og nýtingu hans
við stækkunina.
Gert er ráð fyrir haugsetningu á um
500.000 rúmmetrum af ómenguðum
jarðvegi. Framkvæmdatíminn er áætl-
aður um 20-30 ár, allt eftir hraða fram-
kvæmda í bænum.
Nýr níu holu golfvöllur
Framkvæmdasvæðið er um 8,5
hektarar og er allt svæðið ætlað undir
stækkun núverandi 18 holu golfvallar
og nýs níu holu golfvallar. Hinn nýi
völlur verður vestan megin við núver-
andi golfvöll. Landsvæðið er í eigu
Akureyrarbæjar en rekstraraðili
Jaðarsvallar er Golfklúbbur Akur-
eyrar.
Golfvallarsvæðið afmarkast af reið-
götu í vestri og suðri, við Naustaborgir,
Miðhúsabraut í norðri og verslunar- og
íbúðalóðum í austri. Lóð Golfklúbbs
Akureyrar er um 90 hektarar að stærð.
Gildandi deiliskipulag fyrir Jaðars-
völl gerir ráð fyrir stækkun golfvall-
arins en unnið er að breytingu á því
sem tekur tillit til haugsetningar og
landmótunar. Allt frá árinu 2007 hafa
verið áform um stækkun Jaðarsvallar
samkvæmt samningi milli Akureyrar-
bæjar og GA.
Á Jaðri hefur verið starfræktur golf-
völlur frá 1970 en áður var svæðið nýtt
undir landbúnað. Akureyrarbær eign-
aðist jörðina Jaðar árið 1964 og tveim-
ur árum síðar var byrjað að breyta tún-
um og bithögum í golfvöll. Dregur
golfvöllurinn nafn sitt af bænum. Auk
þess eru á svæðinu æfingasvæði, fé-
lagsheimili og vélageymslur. Stefnt er
að því að stækka félagsheimilið í fram-
tíðinni.
Drög að matsáætluninni, sem unnin
er af verkfræðistofunni Eflu, voru
kynnt almenningi í sumar. Engar at-
hugasemdir bárust. Í samræmi við lög
hefur matsáætlunin verið til kynn-
ingar hjá Skipulagsstofnun, sem sendi
hana ýmsum stofnunum til umsagnar.
Samkvæmt upplýsingum frá Skipu-
lagsstofnun hafa umsagnir borist frá
Náttúrufræðistofnun Íslands, sem
gerir ekki athugasemdir, og Minja-
stofnun Íslands, sem kom með ábend-
ingu um að mikilvægt væri að útlínur
fornleifa sæjust á korti. Beðið er um-
sagna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands
eystra, Umhverfisstofnunar og Ak-
ureyrarbæjar. Að lokinni yfirferð og
að fengnum umsögnum tekur Skipu-
lagsstofnun ákvörðun um matsáætlun-
ina.
Áforma að stækka Jaðarsvöll
Akureyrarbær hefur kynnt matsáætlun vegna stækkunar á golfvelli Landið mótað úr jarðvegi
sem fellur til vegna gatna- og húsagerðar Gert er ráð fyrir 500.000 rúmmetrum af jarðvegi
Jaðarsvöllur Gula línan sýnir fyrirhugaða stækkun vestan við núverandi golfvöll að Jaðri. Þarna er m.a. stefnt að því að komi nýr níu holu golfvöllur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Miðnætursól Golfkeppnin Arctic Open hefur farið fram á Jaðarsvelli um
árabil. Mótið hefur verið mjög vinsælt meðal innlendra og erlendra golfara.
Dýralíf á svæðinu er mjög háð gróðri og öðrum náttúruskilyrðum, að því
er fram kemur í matsáætluninni, sem unnin er af Eflu.
Þar kemur ennfremur fram að fuglalíf er einstaklega fjölbreytt og auð-
ugt á og við Akureyri vegna fjölbreyttra aðstæðna. Þar sé að finna ýmis
kjörlendi fugla, svo sem hólma, tjarnir, ár, móa og skóglendi. Með endur-
gerð tjarna og aukinni tjárækt á golfvallarsvæðinu megi búast við að
fuglalíf aukist með tímanum.
Gróðurfar svæðisins er að mestu leyti tún og graslendi sem hafa í
gegnum tíðina verið notuð til landbúnaðar og fuglalíf taki mið af því.
Ljóst sé að haugsetning og landmótunin muni hafa áhrif á núverandi
gróður, vistlendi og fuglalíf á svæðinu. Því þurfi að huga vel að frágangi
haugsetningarinnar. Ástæða þyki því til þess að skoða nánar þau um-
hverfisáhrif, sem framkvæmdin muni hafa á gróður og vistlendi, fuglalíf,
landslag og ásýnd lands.
Skoða þarf nánar umhverfis-
áhrif framkvæmdarinnar
FUGLALÍF ER EINSTAKLEGA FJÖLBREYTT OG AUÐUGT