Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis var á mánudag
falið að fylgja eftir tafarlausum úr-
bótum í umgengni um sorpgeymslu
veitingastaða að Garðatorgi 4 og 6 í
Garðabæ.
Slæm umgengni um geymsluna
var til umfjöllunar á fundi heil-
brigðisnefndar, en þar var lagt
fram afrit af erindi til Regins fast-
eignafélags vegna umgengninnar.
„Rekstraraðilar eða húseigendur
hafa ekki lagt fram tillögu að
lausn,“ segir í fundargerðinni.
„Þessi fyrirtæki eru með ákveð-
inn farveg fyrir sinn úrgang. Það
kallar á að vel sé gengið um sorp-
geymslur, ílát og viðeigandi. Málið
snýst bara um umgengni,“ segir
Guðmundur H. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
„Þetta gerist þegar margir eru um
sömu ílátin og við viljum ná stjórn á
því. Þetta er bókað þarna því það
vefst fyrir mönnum að ná valdi á
sínum málum,“ segir hann.
Gera kröfu um úrbætur
Spurður til hvaða aðgerða eftir-
litið grípi í málinu segir hann að
fyrst um sinn geri það kröfu um úr-
bætur. „Yfirleitt koma menn bara
með tillögu um að þeir bæti úr mál-
um strax þannig að einhver verði
ábyrgur, þannig gerast hlutirnir. Í
þessu tilfelli þarf bara að vera með
eftirrekstur. Þetta er ekkert sem
menn geta ekki leyst, þeir verða
bara að koma sér niður á verklag,“
segir hann. Margir lögaðilar hafa
atvinnustarfsemi á Garðatorgi, en
sjónir beinast að veitingastöðum og
ísbúð á Garðatorgi vegna sorp-
hirðunnar. „Fyrirferðin í úrgangi
er fyrst og fremst frá veitingastöð-
unum og ísbúðinni, það segir sig
eiginlega sjálft,“ segir Guðmundur.
jbe@mbl.is
Umhirðu
ábótavant
Krefjast betri um-
gengni á Garðatorgi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Garðatorg Nokkrir veitingastaðir
á torginu nota sömu sorpgeymslu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla
í dag að leggja fram tillögu í borg-
arráði Reykjavíkur þess efnis að
ekki verði mokað yfir steinbryggj-
una sem kom í ljós við fram-
kvæmdir í Tryggvagötu. Um merk-
ar menningarminjar sé að ræða
sem ættu að vera sýnilegar.
„Steinbryggjan er eitt þekktasta
mannvirki Reykjavíkurhafnar og
var hliðið að Reykjavík,“ segir í
greinargerð með tillögunni. Rætur
hennar liggi í gömlu Bæjarbryggj-
unni, frá 1884, en núverandi gerð
Steinbryggjunnar sé í grunninn frá
því um 1905, en endurbætur á yfir-
borði hennar voru unnar um 1916.
Þessar merku menningarminjar
fóru undir landfyllingu árið 1940
og komu nýverið í ljós við fram-
kvæmdir við Tryggvagötu. Forn-
leifafræðingar frá Fornleifastofnun
Íslands hafi haft eftirlit með fram-
kvæmdum þar sem staðsetning
Steinbryggjunnar var kunn en ekki
vitað um ástand hennar. „Komið er
í ljós að ástand Steinbryggjunnar
er gott og að stéttin og hleðslan sé
afar vönduð. Að beiðni Minjastofn-
unar verður ekki mokað yfir þá
hluta Steinbryggjunnar sem nú hef-
ur verið grafið ofan af. Með þá stað-
reynd í huga er vert að huga að því
hvort hægt verði að gera bryggj-
una sýnilega og hvernig útfærsla
og hönnun svæðisins gæti litið út án
þess að mikill kostnaður hljótist af
fyrir borgina. Ljóst er að sýnileiki
Steinbryggjunnar myndi hafa mik-
ið gildi fyrir hafnarsvæðið,“ segir í
greinargerðinni.
sisi@mbl.is
Steinbryggja verði sýnileg
Morgunblaðið/sisi
Steinbryggjan Hún varð sýnileg nýlega vegna endurbóta í Tryggvagötu.
Sjálfstæðismenn vilja ekki að mokað sé yfir minjar
12
AFMÆLISTILBOÐ ALLA VIKUNA Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYR
27.Á
gúst
-
2.Septem
ber
2018
-
B
irt
m
eð
fyrirvara
um
breytingar,prentvillur
og
m
yndabrengl
POKI
Fyrstu 5
0 viðski
pta-
vinir á d
ag fá flo
ttan
gjafapok
a
GJAFA
VEISLAFimmtudag og föstudag10:00 - 18:00Laugardag og sunnu12:00 - 18:00
AFMÆLIS
A
Fyrir upphæð
allt
að
35
0.
00
0
KA
UP
IR
NÚ
NA
OG
GRE
IÐIR 1. NÓV 2018
AF
MÆ
LISGREITT
2.95%
lántökugjaldoggreiðslu-ogtilky
nni
ng
ar
gj
al
d
kr
.1
95
DROTTNINGSettu símanúmerið þittí Nova Diskó kúlunaog þú gætir unniðNokia 7+ síma
MÆTIRSérfræðingar frá Nokiaverða á staðnum ogveita góð ráðlaugardag
NOKIA
DISKÓ
NOVA
MÆTIR
Sérfræð
ingar frá
Trust
verða á
staðnum
og
veita gó
ð ráð
laugarda
g
Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undir
I
dag GEGGJUÐ
TILBOÐ
AFMÆLIS
BÆKLING
UR
Allt um
sjávarútveg