Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 28

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla fullu að kynnast nýju fólki og tengjast því. Frá því að Rósi útskrifaðist árið 2015 var hann um tíma í hæfingarstöð fyrir fatlaða í Hamraborg í Kópavogi en þeirri hæfingu var lokað. Einnig fékk vinnu á vinnustofunni Ási en fann sig ekki þar. „Það átti ekki við Rósa að líma miða á dósir og hann spurði mig oft þegar ég keyrði hann á Ás hvenær hann fengi alvöruvinnu. Honum fannst gaman að hitta vinnufélaganna en hafði ekki ástríðuna fyrir starfinu. Eins og hann orðaði það sjálfur „Mamma ég finn ekki eldinn inni í mér.“ Á lista yfir draumastörf Rósa er m.a. að vinna á bókasafni, þjónn, á kaffihúsi, vinna hjá Domino’s, í leik- húsi, eitthvað tengt tónlist, að vinna hjá lögreglunni og í slökkviliðinu. „Það væri æðislegt ef honum yrði boðið á rúntinn með lögreglu- eða slökkviliði. Hann myndi lifa á því lengi, segir Ída. Ída og Kristján segja bæði að Rósi hafi staðnað í þroska þau ár sem hann hefur verðir einangraður heima. „Hann er hættur að læra eitthvað nýtt, og þráir að taka þátt í lífinu,“ segir Ída. Hún segir að foreldar þroskahamlaðra hafi ekki orkuna til þess að berjast fyrir börn sín. „Ég er búin að berjast við tvenns konar krabbamein á síðustu árum og afleiðingar þess, en er núna að skríða saman. Kristján sem er flugmaður breytti um vinnustað og flýgur nú styttri flugferðir en áður vegna veik- indanna og þess að Rósi er einangr- aður heima,“ segir Ída og bætir við að það bæti ekki ástandið að hafa áhyggjur af framtíðinni og hvað verði um þroskahamlaðan son þeirra ef annaðhvort þeirra eða bæði látast. „Rósi er búinn að bíða mörg ár eft- ir íbúð í Hafnarfirði en hann er mjög neðarlega á lista og lítur ekki út fyrir að hann komist í sjálfstæða búsetu á næstu árum,“ segir Ída og Kristján bætir við að hann vilji að það komi skýrt fram að það fólk sem vinnur við málefni fatlaðra vinni ótrúlega gott starf með allt of lítið fjármagn. Kristján og Ída eru sammála því að þjóðfélagið allt tapi miklu á úrræða- leysinu sem ríkir í náms- og atvinnu- málum fatlaðra. „Það væri hægt að spara heilbrigð- iskerfinu fjármuni vegna veikinda foreldra sem eru útsettari fyrir því að veikjast vegna langtímaálags við umönnum. Einnig vegna heilsufars- vandamála þroskahamlaðra sem daga uppi einangraðir heima,“ segir Ída og bendir á að aðstandendur þorskahamlaðra, mæður í meirihluta með góða menntun, fari í störf sem séu minna krefjandi og ekki í sam- ræmi við menntun eða getu vegna að- stæðna heima fyrir. „Hvað kostar slík atvinnulífið og efnahaginn? Ef við mældum efnahag- inn líka í velsæld en ekki eingöngu í krónum og aurum þá myndi okkur sem þjóð farnast betur,“ segir Ída. Draumarnir teknir frá Rósa „Rósi átti stóra drauma, leit aldrei á sig sem fatlaðan og hagaði sér held- ur ekki þannig. Í bili er búið að taka draumanna frá honum og hann er að átta sig á því að tilveran er svolítið öðruvísi en hann hélt. Í stað þess að þjóðfélagið fái að njóta starfskrafta einstaklings sem elskar að læra eitthvað nýtt, er sterk- ur í félagslegum samskiptum, með góða nærveru, glaður, húmorískur, góður hlustandi, einlægur með mikla samhygð og næmur á líðan fólks, sit- ur hann heima í tilgangsleysi eins og svo margir þroskahamlaðir ein- staklingar,“ segja Ida og Kristján sem bera þá von í brjósti að sam- félagið vakni og fari að hugsa út fyrir kassann. Finnur ekki eldinn inni í sér  Lítið haft fyrir stafni í þrjú ár  Langar að vinna á bókasafni, Domino’s, sem kaffiþjónn, í leikhúsi eða við tónlist  Einangraður og hættur að læra eitthvað nýtt  Foreldrar hafa ekki orku til að berjast Ljósmynd/Helena Stefánsdóttir Gleði Guðbergur Rósi Kristjánsson, fullur tilhlökkunar við úrskrift árið 2015. Í stað þess að vera með í samfélaginu situr hann einangraður heima. Áhugi Pabbi, viltu hjálpa mér að sækja um sumarvinnu, voru skilaboð sem Rósi skrifaði til pabba síns árið 2015. Enn bíður hann eftir vinnu. Morgunblaðið/Eggert Áhyggjur Þórhildur Ída Þórarinsdóttir og Kristján Arnar Kristjánsson, hafa áhyggjur af atvinnumálum, búsetu og einangrun Rósa sonar síns. SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ímyndaðu þér að vera staddur í miðri heimsreisu og njóta þess í botn að læra um nýja staði, ferðast og sjá það sem fyrir augu ber. Þegar ferðin er rétt byrjuð ákveður flugfélagið að henda nokkrum farþegum út á flug- velli í Sahara-eyðimörkinni til að spara eldsneytiskostnað. Málin eru rædd við farþegana sem mótmæla hástöfum en þeir sem ekki geta tjáð sig með góðu móti eru látnir fara frá borði,“ segir Þórhildur Ída Þórarins- dóttir, móðir Guðbergs Rósa Krist- jánssonar. Rósi eins og hann er kallaður er með Down-heilkenni og hefur lítið haft fyrir stafni frá því að hann út- skrifaðist glaður og kátur af starfs- braut FB fyrir þremur árum. Ida er með myndlíkingunni að lýsa þeim veruleika sem bíður of margra ein- staklinga með þroskahömlum þegar framhaldsskóla lýkur. Ída heldur áfram með myndlíkinguna. „Ímyndaðu þér að þú horfir á flug- vélina hefja sig til lofts og þú sérð ekkert nema sandöldur svo langt sem augað eygir og það sem þú veist ekki er að flugrekandinn mun ekki senda aðra flugvél eftir þér.“ Þremur árum eftir að Rósi útskrif- aðist af starfsnámsbraut, fullur sjálfs- trausts, í miklum félagslegum sam- skiptum og tilbúinn að takast á við lífið á vinnumarkaðnum hefur hann einangrast, hefur ofan af fyrir sér í tölvunni, vakir á nóttunni og sefur á daginn. Ida og Kristján Arnar Krist- jánsson, faðir Rósa, segja að tilgangs- leysið sé farið að hafa veruleg áhrif á Rósa. Félagsvera sem situr einn heima „Hreyfingarleysið hjá Rósa kom vel í ljós þegar við hlupum í Reykja- víkurmaraþoninu. Ég tók eftir því að hann var í raun kominn úr þokkalegu formi í afleitt á þremur árum,“ segir Kristján og Ida bætir við „Það fer ekki vel með hann frekar en aðra að vera einn heima. Í FB var Rósi duglegur í líkamsrækt og í mikl- um samskiptum við ófatlaða nem- endur. Hann hélt glærukynningar um James Bond fyrir nemendur, tók þátt í tískusýningu, félagsstarfi og kynntist endalaust af nýju fólki,“ seg- ir Ída. Hún bætir við að Rósi hafi notið góðs af nemendafélaginu og félagið af því að kynnast honum og getu hans sem einstaklingi með Down Synd- rom. Rósi hafi stundum átt erfitt með að mæta í tíma þar sem hann var á Sigurður Skúli Bergsson aðstoðar- tollstjóri hefur verið settur tíma- bundið í embætti tollstjóra frá 1. október þar til skipað hefur ver- ið í stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá fjármála- og efnahagsráðu- neytinu. Sigurður Skúli lauk embættis- prófi í lögfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1984 og B.Sc.-gráðu í rekstrarhagfræði frá Handelshøjskole Syd í Danmörku árið 1990. Hann hóf störf hjá embætti toll- stjóra árið 1998 og hefur gegnt emb- ætti aðstoðartollstjóra frá 2006. Snorri Olsen, sem gegnt hefur emb- ætti tollstjóra frá 1997 tekur 1. októ- ber við embætti ríkisskattstjóra. Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði 21. júní nefnd um aukna skil- virkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Meta breytingar á skipulagi Nefndin á einnig að greina hvaða kostir eru fyrir hendi varðandi breytingar á stofnanaskipulagi og verkaskiptingu. Í því sambandi verði m.a. litið til fyrirkomulags inn- heimtumála í víðara samhengi og þjónustu við gjaldendur og aðila í inn- og útflutningsstarfsemi. Enn fremur skal nefndin meta hvort einhverjar breytingar kunni að vera æskilegar fyrir stofnanir ráðuneytisins sem sinna skyldum eða tengdum verkefnum. Undir þetta fellur víðtæk nýting sjálf- virknivæðingar og gervigreindar, aðlögun að breyttum viðskiptahátt- um, áhættustjórnun innan skatt- kerfisins o.fl., að því er segir í til- kynningunni. Nefndin mun einnig kanna kosti þess að sameina eða samþætta að fullu starfsemi tollstjóra og ríkis- skattstjóra, eftir atvikum með sér- stakri útfærslu er varðar tollaf- greiðslu og eftirlit. Hún lagði til við ráðherra að innheimtumál flytjist frá tollstjóra til ríkisskattstjóra og er gert ráð fyrir að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir Alþingi í októ- ber. Nefndin skal ljúka störfum fyrir 1. mars á næsta ári. Sigurður settur tollstjóri  Kanna á sameiningu embætta tollstjóra og ríkisskattstjóra Sigurður Skúli Bergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.