Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Íslendingar ættu ekki að endurtaka
okkar mistök. Ef Íslendingar vilja
auka umsvif sín í fiskeldi með þátt-
töku Norðmanna, án þess að byggja
á rannsóknum og strangri löggjöf,
gæti þróunin snúist til verri vegar.
Mætti bera hana saman við Síle þar
sem einnig var notað norskt fiskeld-
isfjármagn til uppbyggingar,“ segir
Arve Nilsen, dýralæknir og sérfræð-
ingur hjá norsku dýralæknastofn-
uninni.
Nilsen vinnur við rannsóknir,
meðal annars á velferð fiska og laxa-
lús, við útibú stofnunarinnar í fisk-
eldishéraðinu Brønnøy í Norland-
fylki.
Nilsen segir að sem Norðmaður
eigi hann erfitt með að skilja sjón-
armið stjórnvalda hér um að laxalús
verði ekki til vandræða í íslensku
fiskeldi og vísar til samtala sem
hann átti við embættismenn í ferð
sinni hingað til lands á síðasta ári.
„Sú kenning að lús lifi ekki í sjókví-
um við Ísland er ekki byggð á þekk-
ingu. Engar tölur úr sjókvíaeldi í
Noregi sem rekið er við sama hita-
stig og hér styðja hana,“ segir Nil-
sen. Eldisstöð geti verið laus við lús í
ákveðinn tíma en þegar byggður sé
upp lífmassi og eldið stækkað komi
vandamálin óhjákvæmilega upp. Að
því komi að laxinn þurfi meðhöndlun
við lús, ef ekki séu gerðar fyrir-
byggjandi ráðstafanir.
Vonbrigði með lúsina
Þær hugmyndir voru í upphafi
þeirrar fiskeldisbylgju sem hér er í
gangi að sjórinn væri það kaldur að
laxalús myndi ekki ná að fjölga sér í
kvíunum. Þá hjálpaði kynslóðaskipt
eldi þar sem svæðin eru hvíld eftir
að slátrað hefur verið upp úr kvíun-
um. Laxalús og fiskilús eru í um-
hverfinu, á villtum laxfiskum og öðr-
um fiski og smitast óhjákvæmilega í
eldislaxinn. Spurningin er hversu
mikið hún nær að fjölga sér.
Laxeldismenn á Vestfjörðum, þar
sem eldið er umfangsmest, urðu
fyrst varir við laxalús fyrir sjö árum.
Hún náði þó lítið að fjölga sér og olli
ekki vandræðum fyrr en á síðasta
ári, eftir óvenju hlýjan vetur. Þá fór
tíðni lúsar langt yfir norsk viðmið
svo gripið var til notkunar á lyfjum
til að drepa lúsina í einni eldisstöð
Arnarlax í Arnarfirði. Það tókst en
aftur þurfti að grípa til þessa ráðs í
vor í tveimur öðrum stöðvum fyrir-
tækisins í Arnarfirði og Tálknafirði.
Arnarlax hefur gripið til ýmissa ann-
arra ráða til að halda lúsinni frá.
Baráttan við lúsina er dýr fyrir við-
komandi fiskeldisfyrirtæki og dreg-
ur úr tekjumöguleikum. Lítið eða
ekkert hefur orðið vart við laxalús á
öðrum eldissvæðum, svo sem í Ísa-
fjarðardjúpi og á Austfjörðum, enn
sem komið er. Þótt lúsin drepist ekki
að vetrinum er þó ljóst að vanda-
málið er ekki eins alvarlegt og í Nor-
egi, langt í frá.
Þarf betri vöktun
Í frumvarpi til laga um breytingar
á lögum um fiskeldi eru ákvæði um
innra eftirlit þar sem gerð er krafa
um að telja skuli lús á löxum í sjókví-
um og upplýsa Matvælastofnun
reglulega um niðurstöður. Engar
lögboðnar reglur eru um það nú og
aðferðir fyrirtækjanna mismunandi.
Nái breytingin fram skulu viðkom-
andi stofnanir birta upplýsingar um
lúsatalningar opinberlega sem og
um slysasleppingar og laxadauða.
Reglur um rafræna birtingu á að
setja í reglugerð. Ekki er annað vit-
að en fyrirtækin hafi hingað til unnið
að talningum og haft gögnin opin
fyrir stjórnvöld, í samræmi við leið-
beinandi reglur Matvælastofnunar.
Nilsen undrast þetta. Bendir á að
upplýsingar um fjölda lúsa í löxum í
hverri einustu eldisstöð í Noregi séu
aðgengilegar á netinu. Lúsin skapi
vandamál fyrir fiskeldisfyrirtækin
og dreifist auk þess í villta laxfiska
og því þurfi að vera mjög góð vöktun
á þróun hennar. Hann viðurkennir
að það hafi tekið tíma að koma á
regluverki um eftirlit og ráðstafanir
vegna lúsar í Noregi á sínum tíma.
Það hafi þó verið komið í upphafi tí-
unda áratugarins.
Lyfjagjöf dugar ekki lengur
Norðmenn hafa lent í vandræðum
með meðhöndlun á laxi vegna lúsar.
Bendir Nilsen á að einfaldast sé fyr-
ir fyrirtækin að nota lyf. Þegar
vandræðin aukist dugi þau ekki og
sífellt þurfi að grípa til nýrra og
nýrra ráða til að verjast henni.
Vegna mikillar notkunar lúsalyfja
er lúsin orðin ónæm fyrir mörgum
gerðum lyfja. Gripið hefur verið til
annarra ráða, meðal annars að þvo
fiskinn með köldu og heitu fersk-
vatni. Hafa verið smíðuð stórvirk
tæki til að vinna að því.
Lúsin herjar mismikið á fiskeld-
issvæðin, eins og sjá má að lúsakorti
norsku matvælastofnunarinnar.
Vandamálið er mest á vesturströnd
Noregs og þar hefur orðið að grípa
til þess ráðs að minnka eldið en
minnst eru vandamálin á kaldari
fiskeldissvæðunum, nyrst með
ströndinni.
Nilsen hefur efasemdir um þróun-
ina, verið sé að leysa eitt vandamál
með því að búa til tvö. Lyfin fari út í
umhverfið. Þegar þau hætti að virka
sé farið að þvo fiskinn og jafnvel
„sjóða“ hann. Mikil afföll verði við
það enda slíkar ráðstafanir ekki góð-
ar fyrir velferð fiska. Það sýni nýjar
rannsóknir. Aldrei hafa drepist jafn
margir laxar í kvíum í Noregi og nú,
á annan tug milljóna á ári. Þess má
geta að lúsin er talin valda norsku
fiskeldi hátt í 100 milljarða króna
tjóni á ári. Nilsen segir að í anda
sjálfbærni þurfi lausnirnar að fækka
vandamálunum, ekki færa þau ann-
að.
„Aðgerðirnar þurfa að vera um-
hverfisvænar og góðar fyrir velferð
dýra,“ segir Arve Nilsen. Hann seg-
ir mikilvægt að fyrirbyggja sem
mest lúsasmit í stað þess að reyna að
leysa vandamálin þegar þau koma
upp. Hann heimsótti seiðastöð Arc-
tic Fish í Tálknafirði þegar hann var
á ferð hér með fjölskyldunni í síð-
ustu viku og sagði að framleiðsla á
stórum seiðum, eins og þar er hér á
landi, dragi úr vandamálinu. Fisk-
urinn sé þá ekki eins lengi í sjó. Eigi
að síður smitist lúsin á milli stöðva
innan fjarða og jafnvel fjarðasvæð-
um því straumar bera lúsina langar
leiðir í efstu lögum sjávarins.
Lokaðar kvíar halda
Í Noregi er verið að gera tilraunir
með það að setja dúk í kringum
sjókvíar, að minnsta kosti á hluta
eldistímans, til þess að halda lúsinni
frá. Nilsen hvetur til þess. Hann
segir að notkun á hreinsifiski í
sjókvíum, fiski sem étur lús af laxi,
geti verið hluti af vörnunum. Hér á
landi hefur grásleppa verið ræktuð í
þessum tilgangi og notuð í eldis-
stöðvum og seld til Færeyja og Nor-
egs. Norðmenn nota meira aðrar
tegundir. Nilsen segir þó að það sé
ekki í anda dýravelferðar að setja
þennan fisk í kvíar því dánartíðni sé
mjög há og sjúkdómar grasseri.
Best væri að hætta eldi í heilu
fjörðunum og láta þá hreinsa sig
sjálfa áður en farið er af stað á ný.
Það sé mikil aðgerð enda þurfi ef til
vill að tæma fleiri firði saman því
lúsin fari um stór svæði. Allt eldið á
svæðinui þurfi því að vera samstillt.
Sjálfur hefur Nilsen unnið við þró-
un á lokuðum eldiskvíum. Hann seg-
ir að unnið hafi verið að þessu verk-
efni í sex ár og tæknin virki í Noregi.
Hann segir tankarnir haldi lúsinni
algerlega frá. Reynslan sýni að
minni fiskadauði sé í þessum kvíum
en opnum sjókvíum, sérstaklega
meðal seiða á fyrsta stigi eldisins. Þá
sé hægt að dæla upp hlýrri sjó og
auka vöxt fisksins.
Búnaðurinn kostar mun meira en
hefðbundnar eldiskvíar en Nilsen
bendir á að á móti sparist kostnaður
við meðhöndlun við lús og tekjur
aukist vegna minni laxadauða og
hraðari vaxtar. Tekur hann fram að
gera þurfi tilraunir með búnaðinn
við íslenskar aðstæður sem geti ver-
ið aðrar en í Noregi.
Þá nefnir hann að ef til vill mætti
nýta betur möguleika til landeldis
hér þar sem hægt sé að stýra hit-
anum með jarðhita.
Mistökin í Síle
Í ljósi reynslu sinnar telur Arve
Nielsen að huga þurfi betur að
skipulagi fiskeldisins í heild hér á
landi og samspili rannsókna, grein-
arinnar sjálfrar og stjórnvalda.
Miðlun þekkingar þar á milli strax í
upphafi hafi verið grundvöllur þess
árangurs sem Norðmenn hafa náð í
laxeldi þó þar hafi einnig orðið mikil
áföll.
Hann segir að mistökin í Síle þeg-
ar laxeldið hrundi á skömmum tíma
vegna sjúkdóma sé dæmi um hið
gagnstæða. Síle byggði upp fiskeldi
á árunum fyrir aldamót og var orðið
næst stærsta framleiðsluland á laxi,
á eftir Noregi. Norsk fiskeldisfyrir-
tæki fjárfestu þar og gerðu kröfu um
betri vinnubrögð. Slök lagaumgjörð
og ónóg samvinna á milli rannsókna,
iðnaðarins sjálfs og stjórnmálanna
hafi orðið þeim á falli. Ekki var hug-
að nægjanlega að vörnum gegn sjúk-
dómum og lús og hrundi eldið á ár-
unum 2009 til 2010 með slæmum
félagslegum afleiðingum fyrir við-
komandi byggðarlög. Stjórnvöld
juku kröfur og eftirlit og eldið náði
sér á strik en hefur þó ekki náð
þeirri aukningu sem orðið hefur í
laxeldi í Noregi.
„Ef Ísland hugar ekki að skipulagi
uppbyggingarinnar get ég séð það
sama gerast hér, að fiskeldið lendi í
neikvæðri hringrás að óþörfu,“ segir
Arve Nilsen. Endurtekur hann að
gera þurfi kröfur um góða vöktun og
upplýsingagjöf vegna lúsar, sjúk-
dóma og fiskadauða og huga betur
að skipulagi og regluverki. Nefnir
hann að setja þurfi reglur um flutn-
ing seiða og sláturfisks. „Ég veit
ekki hvernig íslensk stjórnvöld
hugsa málið og hvernig rannsóknar-
og eftirlitsstofnanir koma þar að.
Dreifa þarf áhættunni vegna smit-
sjúkdóma og lúsar þannig að skipu-
lagið haldi. Til lengri tíma borgar
það sig fyrir alla,“ segir Arve Nilsen.
Arve Nilsen útskrifaðist sem dýralæknir frá Dýralæknaháskóla Noregs
árið 1991. Hann starfaði fyrst við rannsóknir en síðan sem almennur
dýralæknir, lengst af í heimahéraði sínu, Brønnøy í Norland. Hann vann
um tíma sem dýralæknir hjá stórum fiskeldisfyrirtækjum en hefur ver-
ið sérfræðingur hjá norsku dýralæknastofnuninni frá árinu 2007. Þar
vinnur hann að rannsóknum á dýravelferð, eldistækni, heilbrigði
hreinsifiska og brunnbátum. Hann hefur einnig unnið að rannsóknum á
laxalús. Doktorsverkefni sem hann vinnur að er um það hvort lokaðar
sjókvíar veiti vernd gegn laxaalús án þess að hafa neikvæðar afleið-
ingar fyrir heilbrigði fisks og velferð.
Rannsakar velferð laxa og laxalús
ARVE NILSEN
Gæti snúist til verri vegar
Norskur sérfræðingur í fisksjúkdómum ráðleggur Íslendingum að byggja á rannsóknum og
strangri löggjöf um vöktun fiskeldis Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn laxalús í stað meðhöndlunar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Arnarfjörður Sjókvíar eru í fjölda fallegra víka og fjarða á Vestfjörðum og Austfjörðum. Lúsin hefur reynst meira vandamál en reiknað var með í upphafi.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sérfræðingur Arve Nilsen vill að Íslendingar læri af mistökum annarra.