Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 40
40 FRÉTTIRTónlist
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kíktu á verðið
Tilboðsverð
3.995
verð áður 7.995
stærðir 36-41
Scandi
kvenskór
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Hálf öld er í dag liðin frá því að
Bítlalagið Hey Jude kom út í Bret-
landi. Það varð fljótlega eitt af eftir-
minnilegri lögum Bítlanna, en það
dvaldi í níu vikur á toppi bandaríska
vinsældalistans og í tvær vikur á
toppi þess breska. Það er einnig
lengsta lag Bítlanna sem náði að
verma efsta sæti vinsældalistanna,
en það er rúmlega sjö mínútur að
lengd.
Paul McCartney, bassaleikari
sveitarinnar, samdi lagið þegar hann
var að keyra heim til Cynthiu, eigin-
konu Johns Lennons, sem hafði þá
nýlega tilkynnt henni að hann vildi
skilnað. McCartney samdi lagið upp-
haflega sem nokkurs konar hugg-
unarorð til Julians, sonar þeirra
hjóna, sem var þá fimm ára.
McCartney sagði síðar að hann hefði
viljað gera sitt til þess að hugga
bæði Cynthiu og Julian og hefði
byrjað að raula á leiðinni til þeirra
„Hey Jules“. Paul breytti svo Jules í
Jude, þar sem það var einfaldara að
syngja lagið þannig.
Texti sem höfðar til allra
Endanlegur texti lagsins breyttist
um líkt leyti í nokkurs konar hvatn-
ingu til þessa Jude um að taka gleði
sína á ný og sækjast eftir hinni einu
sönnu ást lífs síns. McCartney spil-
aði lagið svo fyrir Lennon, sem sagði
síðar frá því að hann hefði á einum
tímapunkti stöðvað Paul og sagt:
„Þetta er um mig.“ Paul svaraði þá:
„Nei, þetta er um mig.“
John Lennon sagði í einu af síð-
ustu viðtölunum sem hann fór í að
hann hefði alltaf talið að textinn væri
ómeðvituð hvatning Pauls til sín um
að „fara frá sér“ og byrja samband
með japönsku listakonunni Yoko
Ono.
Þó að Lennon væri ekki höfundur
lagsins hafði hann sín áhrif á endan-
lega mynd þess en McCartney hafði
sett inn á einum stað textalínuna
„The movement you need is on your
shoulder“. Þegar Paul söng hana
fyrir vin sinn sagði hann að hún væri
bara til bráðabirgða og að hann
myndi skipta textanum út fyrir eitt-
hvað annað. Lennon sagði þá: „Nei,
það gerirðu ekki, þetta er besta lín-
an í laginu.“ McCartney sagði síðar
að hann hugsaði alltaf til Lennon
þegar hann syngi þessa laglínu og
ætti það jafnvel til að fá smákökk í
hálsinn þá.
Brestir farnir að myndast
Um þetta leyti voru Bítlarnir að
taka upp samnefnda plötu sína, sem
síðar fékk heitið Hvíta albúmið.
Ljóst var af upptökunum að brestir
voru komnir í samstarf fjórmenning-
anna, og komu þeir berlega í ljós
þegar Bítlarnir æfðu Hey Jude í lok
júlí 1968, þar sem George Harrison,
gítarleikari sveitarinnar, vildi at-
huga hvernig það kæmi út að bæta
gítartónum við laglínuna. McCart-
ney var hins vegar þegar kominn
með nokkuð mótaða hugmynd um
það hvernig lagið ætti að vera og
hafnaði hugmyndum Harrisons, sem
jók ekki kærleika á milli hans og
McCartney.
Lagið var tekið upp í Trident-
upptökuverinu og spilaði Paul þar á
Bechstein-flygil sem var meira en
hundrað ára gamall. Þess má geta að
sami flygill var einnig notaður við
upptökur á nokkrum lögum Davids
Bowie og einnig hinu vel þekkta lagi
rokkhljómsveitarinnar Queen, Bo-
hemian Rhapsody.
Fyrsta upptakan reyndist sú sem
notuð var í endanlegri útgáfu lags-
ins, en McCartney hóf upptökuna án
þess að gæta að því að Ringo Starr,
trommari Bítlanna, hafði laumast á
salernið. „Meðan ég var að spila
fann ég allt í einu Ringo tipla um á
tánum fyrir aftan mig og flýta sér að
trommunum,“ sagði McCartney síð-
ar og bætti við að tímasetningin hjá
Ringo hefði verið óaðfinnanleg.
Hann hefði þá þegar vitað að þetta
væri upptakan sem yrði að nota þeg-
ar lagið væri hljóðblandað.
Niðurlagið ekki allra
Líklega er þekktasti hluti lagsins
niðurlag þess, sem þykir óvenjulega
langt, um fjórar mínútur af þeim sjö
sem lagið tekur. Þar eru sömu þrír
hljómarnir endurteknir í sífellu á
meðan Bítlarnir kyrja í sífellu „na na
na nananana“. Auk Bítlanna spilaði
36 manna sinfóníuhljómsveit undir.
Þegar meðlimir sveitarinnar höfðu
lokið hljóðfæraleik sínum af var
þeim boðið að tvöfalda laun sín með
því að taka undir með Bítlunum í
niðurlaginu. Flestir þáðu boðið,
nema einn sem strunsaði út og sagði
reiðilega: „Ég ætla ekki að klappa
og syngja þetta bölvaða lag Pauls
McCartney!“
Þegar upptökum var lokið var
einn þröskuldur eftir að mati George
Martin, upptökustjóra Bítlanna.
Lagið væri allt of langt til þess að
verða vinsælt. „Ég sagði að enginn
plötusnúður í útvarpi myndi spila
lagið ef það væri svona langt,“ rifjaði
Martin síðar upp. John Lennon
svaraði hins vegar um hæl: „Þeir
munu gera það ef það erum við.“
Lennon reyndist þar sannspár, enda
voru Bítlarnir þá löngu búnir að
sanna sig sem vinsælasta rokk-
hljómsveit sjöunda áratugarins, ef
ekki allrar 20. aldarinnar.
Reiði nágrannanna vakin
Hey Jude var fyrsta smáskífan
sem hið nýja fyrirtæki Bítlanna,
Apple, gaf út undir sínum merkjum,
en á B-hliðinni var lag Lennons, Re-
volution, sem talaði beint til tíðar-
andans árið 1968. Smáskífan seldist
vel en eftir að Bítlarnir birtust
óvænt í skemmtiþætti Davids Frost
í byrjun september og fluttu lagið
þaut það í efsta sæti vinsældalistans
beggja vegna Atlantsála. Sat Hey
Jude á toppi vinsældalista Billboard-
tímaritsins í Bandaríkjunum í níu
vikur samfleytt, lengur en nokkurt
annað Bítlalag.
Það var þó ekki eintóm gleði sem
fylgdi útgáfu lagsins, því að McCart-
ney reitti óvart nágranna Apple til
reiði með því að mála með stórum
stöfum HEY JUDE/REVOLU-
TION á verslunarglugga fatabúðar
Apple í Baker Street, en búðin var
þá nýlega búin að loka dyrum sínum
fyrir fullt og allt. Það uppátæki tókst
ekki betur til en svo að einhver
þeytti múrsteini í gegnum gluggann
og minntust einhverjir þess að út-
sendarar Þriðja ríkisins hefðu merkt
búðir gyðinga á sínum tíma með því
að mála þýska orðið fyrir gyðing,
Jude, á gluggana. McCartney baðst
afsökunar og viðurkenndi síðar að
hann hefði ekki haft hugmynd um
þessi tengsl.
Vinsælt lokalag
Á þeim fimmtíu árum sem liðin
eru frá útgáfu Hey Jude hefur það
fengið sífellt meiri sess í hugum al-
mennings. Lengd lagsins, niðurlagið
fræga og skilaboð textans, sem flest-
ir geta tengt við einhvern tímann á
lífsleiðinni, hafa gert lagið að einu
vinsælasta lagi Bítlanna. Paul
McCartney notar lagið óspart sjálf-
ur til þess að ljúka tónleikum sínum.
Þegar opnunarhátíð Ólympíu-
leikanna í Lundúnum árið 2012 lauk
kom ekkert annað til greina en að
McCartney sjálfur mætti þar og
tæki Hey Jude til þess að „loka“ há-
tíðinni. Þó að söngurinn færi brösug-
lega af stað var það löngu gleymt
þegar um 10.000 íþróttamenn frá um
200 löndum hófu að kyrja „na na
na“-stefið sem einn maður.
Líklega gaf Lennon laginu bestu
einkunn sem Paul McCartney gat
óskað sér, en hann sagði einfaldlega:
„Hey Jude er besta lagið hans.“
Skjáskot/Youtube
Gleðigjafi Bítlarnir tóku upp sérstakt kynningarmyndband fyrir Hey Jude, sem birtist í þætti Davids Frost í
september 1968. Það var þá fyrsti opinberi flutningur Bítlanna frá því að þeir hættu tónleikaferðum árið 1966.
„Hey Jude“ hálfrar aldar gamalt um þetta leyti Lengd lagsins sat illa í George Martin Sú smá-
skífa Bítlanna sem sat lengst á toppnum í Bandaríkjunum Brestir voru komnir í samstöðu Bítlanna
Hreyfingin sem þarf er á öxlinni
AFP
Dýrmætur texti Árið 2002 ætlaði Christie’s að selja handskrifaðan texta
lagsins, og var hann verðmetinn á um 80.000 pund á þávirði. Ekkert varð
hins vegar af uppboðinu, þar sem Paul McCartney kom í veg fyrir það.