Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 45

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 45
Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 17:30 verða nokkur hverfafélög Sjálfstæðisflokksins með opna málstofu í Valhöll um væntanlega innleiðingu þriðja orkumála- pakka Evrópusambandsins inn í EES samninginn. Til stendur að taka þriðja orkumarkaðslagabálk ESB inní EES samninginn og með því lúti Íslendingar forsjá ACER (orkustofu ESB) og eftirliti ESA í orkumálum. ACER er stofnun sem ræður orkumálum innan ESB og ganga ákvarðanir stofnunarinnar framar vilja einstakra ríkja í málum er varða sölu og flutningi á orku. Leggja á málið fyrir Alþingi á næstunni. Hvorki eru að fullu séð fyrir áhrif á stjórnun og nýtingu íslenskra orkuauðlinda né á eignarhald. Með þriðja orkulagabálknum hyggst ESB tryggja virka samkeppni á hinum sameiginlega raforkumarkaði ESB, samræma reglur þannig að sérreglur einstakra þjóða hefti ekki sam- keppni og koma sér upp stofnun sem hefur vald til að útkljá deilur um flutning milli ríkja. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherslu á miðstýringu orkumála sem hið „fimmta svið frelsis“ undir yfirstjórn ACER. Að framselja slíkt vald til erlendrar stofnunnar, þar sem Ísland hefði eingöngu rétt sem áheyrnarfulltrúi, telja margir vera stjórnarskrábrot. Málfundur um þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins – Fundarboð Dagskrá: 1. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri • Innleiðing þriðja orkupakka Evrópusambandsins gagnvart fullveldi Íslands. 2. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands • Lagalegir annmarkar á innleiðingu Þriðja orkupakka Evrópusambandsins gagnvart stjórnarskrá. 3. Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur • Áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins á gerð íslenska raforkumarkaðarins. 4. Elías Elíasson, sérfræðingur í orkumálum • Markaðsstýring raforkugeirans. 5. Umræður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.