Morgunblaðið - 30.08.2018, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Faraldurópíóðalyfja íBandaríkj-
unum hefur leitt til
þess að Donald
Trump Bandaríkja-
forseti hefur lýst yfir neyðar-
ástandi. Lyf þessi hafa einnig
valdið miklum usla hér á landi
og kostað of mörg mannslíf. Nú
hafa vaknað áhyggjur af því að
amfetamínfaraldur gæti verið í
uppsiglingu og er meðal annars
talað um ofvirknilyfið Adderall
í því sambandi.
Ein af ástæðunum fyrir notk-
un eiturlyfja er ranghugmyndir
um virkni þeirra. Oft eru þau
sveipuð dulúð og því jafnvel
haldið fram að þau geti hjálpað
fólki að standa sig þegar mikið
liggur við. Það er mikilvægt að
slíkar hugmyndir nái ekki fót-
festu.
Bergljót Gyða Guðmunds-
dóttir, doktor í sálfræði, er einn
af höfundum greinar, sem birt-
ist fyrr í sumar um rannsókn á
notkun bandarískra háskóla-
nema á Adderall. Í viðtali um
niðurstöður rannsóknarinnar í
Morgunblaðinu í gær segir hún
að fram hafi komið að skamm-
tíma- og vinnsluminni hefði
hrakað hjá þeim sem fengu lyf-
ið miðað við þá sem fengu lyf-
leysu. Ekki hefði verið sjáan-
legur munur á lestrarfærni eða
langtímaminni þátttakenda.
Um leið hefði sjálfsmati þeirra
á eigin hugarstarfi, athygli,
skipulagningu,
tímastjórnun og
þess háttar hrakað.
Athygli hefði virst
skerpast lítillega.
Samkvæmt
þessu eru þeir, sem taka þetta
tiltekna lyf til þess að bæta
námsárangur, að veikja stöðu
sína, ekki bæta.
„Margt bendir einnig til þess
að lyf sem þróuð hafa verið við
ADHD nýtist síður þeim sem
ekki eru með ADHD, þ.e. þeim
sem eiga auðvelt með að hafa
stjórn á athygli sinni og hegð-
un. Misnotkun á slíkum lyfjum
virðist gera meira ógagn en
gagn fyrir þann hóp,“ segir
Gyða í viðtalinu.
Háskólanemar nota einnig
örvandi lyf hér á landi. Í dokt-
orsritgerð Gyðu frá 2015 kom
fram að 11-13% grunnnema við
Háskóla Íslands hefðu misnot-
að örvandi lyfseðilsskyld lyf
einu sinni eða oftar á námferl-
inum til að bæta námsárangur
og/eða til afþreyingar.
Það er því þarft verk að koll-
varpa ranghugmyndum af
þessu tagi. Þótt önnur örvandi
lyf hafi ekki verið tekin fyrir í
rannsókninni er líklegt að áhrif
þeirra séu svipuð. Hugmyndir
um að þau geti bætt árangur
séu einfaldlega rugl. Notkun
þeirra getur hins vegar dregið
dilk á eftir sér leiðist neytand-
inn út í frekari neyslu og verði
fíkninni að bráð.
Það er ranghug-
mynd að örvandi lyf
bæti námsárangur}
Meira ógagn en gagn
Sérstök rann-sóknarnefnd á
vegum Sameinuðu
þjóðanna hefur
skilað af sér
skýrslu um ásakanir um hrotta-
lega framgöngu hersins í
Búrma gagnvart íslamska
minnihlutahópnum Róhingjum,
sem sögð er hafa hafist fyrir um
ári eftir að aðskilnaðarsinnar
úr hópi Róhingja réðust á
nokkrar herbúðir.
Niðurstaða nefndarinnar var
afdráttarlaus um það að svar
hersins við þeim skæruhernaði
hefði verið úr öllum takti við
það sem ætla hefði mátt, en
hermt er að um 700.000 manns
hafi verið hraktir frá heimilum
sínum og yfir landamærin til
Bangladess. Þá var greint frá
því í skýrslu nefndarinnar að
yfirstjórn hersins hefði skipu-
lagt umtalsverð óhæfuverk
gagnvart Róhingjum þar sem
morð, íkveikjur og nauðganir
væru á meðal þess sem beitt
hefði verið til þess að hrekja
þjóðflokkinn á brott.
Nefndin gekk raunar skref-
inu lengra og mælti með því að
Min Aung Hlaing, æðsti yfir-
stjórnandi hersins, og fimm
helstu næstráð-
endur, yrðu sóttir
til saka fyrir stríðs-
glæpi og glæpi
gegn mannkyni.
Það verður hægara sagt en gert
að draga þá til ábyrgðar.
Fyrir það fyrsta þarf örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna að
samþykkja að ástandinu í
Búrma verði vísað til Alþjóð-
lega sakamáladómstólsins í
Haag. Þar sem bæði Rússar og
Kínverjar telja sig eiga hags-
muna að gæta í Búrma og hjá
núverandi yfirherstjórn lands-
ins er vel hugsanlegt að annað
eða bæði þessara ríkja muni
beita neitunarvaldi sínu til þess
að koma í veg fyrir það. Þó að
aðrar leiðir væru þá færar til
þess að sexmenningarnir verði
ákærðir gætu þær tekið mjög
langan tíma.
Mögulegt er að það muni
taka mörg ár eða jafnvel ára-
tugi að koma réttvísinni fram,
ef það þá gerist nokkurn tím-
ann. Í millitíðinni er mikilvægt
að sem gleggst mynd fáist af
þeim hörmungum, sem nú eiga
sér stað í Rakhín-héraði, og að
þjóðir heims geri sitt ýtrasta til
að binda enda á þær.
Her Búrma sætir al-
varlegum ásökunum}Kallað eftir réttlæti
N
úverandi og sl. kjörtímabil hófust
bæði á kosningum í lok október. Í
kjölfarið tók við ríkisstjórnar-
myndun og flýtimeðferð á fjár-
lögum ásamt ýmsu öðru. Þingin
sem voru haldin í kjölfar kosninga voru 146. þing
og 148. þing. Þessi þing eru mjög sambærileg að
mörgu leyti á sama tíma og þau eru einnig
óvenjuleg af augljósum ástæðum.
Undanfarin ár hefur Alþingi gefið út töl-
fræðiupplýsingar um störf þingsins. Hversu
margir þingfundir voru haldnir og í hversu marg-
ar klukkustundir. Hversu mörg þingmál voru
lögð fram og samþykkt. Hversu margar fyrir-
spurnir voru, hversu margir nefndarfundir og
þess háttar upplýsingar koma þar fram. Það er
til dæmis áhugavert að sjá að um 50% frumvarpa
voru samþykkt á 144. þingi, um 40% á 146. þingi og rúmlega
50% á 148. þingi. Það er áhugavert að sjá að meðallengd
þingfunda var um 5 klst og 40 mín. á 144. þingi, 4 klst og 50
mín. á 146. þingi og 5 klst. og 10 mín á 148. þingi. Það er
áhugavert að sjá að einungis um 20% þingsályktana voru
samþykkt á 144. þingi, um 25% á 146. þingi og um 35% á
148. þingi. Enn áhugaverðara er að sjá að það eru næstum
því engin frumvörp eða ályktanir sem eru ekki samþykktar.
Hvernig stendur á því?
Ástæðan fyrir því að frumvörpum og tillögum er aldrei
hafnað á þingi er vegna þinglokasamninga. Þeir snúast að-
allega um tvennt; að fá stjórnarandstöðuna til þess að þegja
og til þess að útiloka mál sem verða ekki samþykkt. Hvern-
ig er hægt að útiloka mál frá atkvæðagreiðslu?
Það er gert inni í nefndum. Þar eru mál ann-
aðhvort ekki tekin á dagskrá eða þá að haldnir
eru endalausir fundir í öðrum málum til þess að
fylla dagskrá nefndanna svo önnur mál komist
ekki að. Markmiðið er að nefndir hafi helst ekki
afgreitt nein mál fyrr en við lok þings.
Leikurinn snýst um nokkrar tegundir af
málum. Mál stjórnarandstöðunnar sem stjórn-
arflokkarnir vilja ekki. Mál stjórnarinnar sem
stjórnarandstaðan vill ekki og er tilbúin til
þess að beita málþófi gegn og svo mál sem allir
eru í raun sammála um að megi fara í gegn.
Við þau mál bætist svo við að það er ákveðin
samkeppni um mál milli stjórnarandstöð-
unnar. Ef einn flokkur fær 4 mál í atkvæða-
greiðslu, þá vilja allir hinir líka fá jafn mörg
mál í atkvæðagreiðslu. Þess vegna hefur yfirleitt verið
nokkurs konar kvóti á stjórnarandstöðumál þar sem allir
stjórnarandstöðuflokkarnir velja einhver þrjú forgangs-
mál og fá yfirleitt eitt af þeim samþykkt.
Utanfrá lítur þetta fáránlega út. Fá mál ekki framgang
innan þings á málefnalegum forsendum? Nei, þau gera
það alla jafna ekki. Ekki ef það passar ekki innan þess
kvóta sem stjórnarandstöðunni er úthlutað. Ekki ef nægi-
lega margir beita málþófi. Ekki ef það hentar ekki ein-
hverjum stjórnarflokki. En það einkennir Alþingi, henti-
semi. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Hentisemi á Alþingi
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Utanríkisráðuneytið birti ívikunni á samráðsgáttstjórnvalda tillögu tilþingsályktunar um stefnu
um alþjóðlega þróunarsamvinnu Ís-
lands á árunum 2019 til 2023.
Fram kemur í greinargerð tillög-
unnar að Ísland styður framtíðarsýn
Heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna og leitast við að uppfylla
pólitískar, lagalegar og siðferðislegar
skyldur sínar sem ábyrg þjóð í sam-
félagi þjóðanna með virkri þátttöku í
alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Stefnt
er að því að Ísland auki framlög til
þróunarsamvinnu á næstu árum og að
þau verði 0,35% af VÞT (vergum
þjóðartekjum) árið 2022. Í stefnunni
er sett í öndvegi að draga úr fátækt á
grundvelli jafnréttis og sjálfbærni og
er sérstök áhersla lögð á berskjaldaða
hópa, þar á meðal börn.
Í greinargerðinni segir að þróunar-
samvinna Íslands endurspegli jafn-
framt þau gildi sem íslenskt samfélag
hafi í heiðri; virðingu fyrir lýðræði,
mannréttindum, fjölbreytileika og
umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu.
Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki skuli
höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands
á þessu sviði.
Einblínt á fátæk og óstöðug ríki
Þá segir að í framkvæmd stefn-
unnar verði lögð áhersla á svið þar
sem sérþekking Íslands geti nýst í
baráttunni gegn fátækt og fyrir fram-
gangi Heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna. „Unnið verður að einu yfir-
markmiði og tveimur meginmark-
miðum. Yfirmarkmið stefnunnar er
að draga úr fátækt og hungri og
stuðla að almennri velferð á grund-
velli mannréttinda, kynjajafnréttis og
sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmið
lúta annars vegar að 1) uppbyggingu
félagslegra innviða og starfa í þágu
friðar, og hins vegar að 2) verndun
jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda. Níu undirmarkmið
eru sett fram til að vinna að þessum
meginmarkmiðum, og eru jafnframt
þrjú þverlæg áhersluatriði sett fram í
stefnunni. Þau eru mannréttindi,
kynjajafnrétti og umhverfismál sem
verða höfð að leiðarljósi í öllu starfi ís-
lenskra stjórnvalda á sviði þróunar-
samvinnu.
Sjónum í þróunarsamvinnu Íslands
á einkum að beina að fátækum og
óstöðugum ríkjum og er áhersla lögð
á samvirkni og tengsl mannúðar-
aðstoðar og þróunarsamvinnu.
Kveðið er á um að ná til þeirra sem
búa við bág kjör, náttúruvá, ógn af
mannavöldum eða hvers kyns mis-
munun. Mannúð, virðing fyrir mann-
réttindum og óhlutdrægni liggi til
grundvallar öllu starfi og sérstök
áhersla verði lögð á berskjaldaða
hópa, þar á meðal börn. Ábyrgðar-
skylda gagnvart viðtakendum skuli
höfð að leiðarljósi og stutt skuli við
samræmdar og skilvirkar aðgerðir
þróunarstofnana, m.a. með markviss-
um framlögum til fjölþjóðlegra stofn-
ana og borgarasamtaka, útsendum
sérfræðingum og aukinni samhæf-
ingu og samlegð verkefna í tvíhliða
þróunarsamvinnu Íslands til að auka
slagkraft stuðningsins. Unnið verði
samkvæmt samstarfsáætlunum við
tvíhliða samstarfslönd Íslands, Malaví
og Úganda, og áfram lögð áhersla á
samstarf við héraðsstjórnir þar til að
tryggja skilvirka grunnþjónustu við
fátækt fólk. Íslensk stjórnvöld styðji
jafnframt uppbyggingarstarf í öðrum
ríkjum í gegnum fjölþjóðastofnanir og
borgaralegt samfélag, m.a. í Mósam-
bík, Palestínu og Afganistan, og ríkj-
um þar sem áhrifa flóttamannavand-
ans gætir hvað mest. Stuðningur við
Palestínu takmarkist ekki við landa-
mæri heldur taki einnig til palest-
ínskra flóttamanna í nágrannaríkj-
unum Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon.
Fimm ára stefna um
þróunarsamvinnu
Ljósmynd/Af vef sendiráðs Íslands í Úganda
Aðstoð Skólapiltar í Úganda. Ísland á í beinu samstarfi við stjórnvöld þar í
landi um þróunarsamvinnu og heldur þar úti sendiráði.
Íslensk stjórnvöld styðja
markmið Sameinuðu þjóðanna
um að iðnríki skuli veita sem
nemur 0,7% af vergum þjóð-
artekjum (VÞT) til þróunar-
samvinnu, en framlög aðildar-
ríkja þróunarsamvinnunefndar
OECD/DAC námu 0,31% af
VÞT að meðaltali árið 2017.
Íslensk stjórnvöld styðja jafn-
framt áfram markmið Samein-
uðu þjóðanna um að veita í
það minnsta 0,2% af VÞT til
fátækustu þróunarlandanna.
Veruleg hækkun varð á fram-
lögum til þróunarsamvinnu á
tímabilinu frá 2013 til 2017.
Árið 2013 námu þau rúmlega
4,26 milljörðum króna, eða
0,23% af VÞT, árið 2015 voru
framlög komin í 5,26 milljarða
króna, sem svarar til 0,24%
af VÞT, og árið 2017 voru
framlögin tæplega 7,3 millj-
arðar króna, eða 0,28% af
VÞT.
Framlögin
7,3 milljarðar
ÞRÓUNARSAMVINNA