Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Það er von að fólk
furði sig á því í dag
að varla sé hægt að
koma svo inn í versl-
anir að maður sé ekki
beðinn um að tala á
ensku. Ég hugsaði
líka um daginn hvort
við þyrftum kannski
að læra rússnesku
jafnvel eða pólsku til
þess að gera okkur
skiljanleg í búðunum
þar sem stærsti hluti afgreiðslu-
fólks er af erlendum uppruna og
flestir að því er virðist frá hinum
svokölluðu austantjaldslöndum og
það teljanlegt sem eru Íslend-
ingar.
Um daginn fór ég inn í eina af
10-11 búðunum í miðbænum að
versla og datt þá í hug að athuga
hvort það væru ekki til kerti. Þar
sem ég sá þau ekki í fljótu bragði
spurði ég eina stúlkuna um þau.
Hún virtist kunna sæmilega ís-
lensku en skildi ekki meira en svo
hvað ég var að biðja um, að þegar
ég nefndi teljós þá sýndi hún mér
ýmsar tetegundir. Þá nefndi ég
kerti og hefði nú haldið að hún
hafi einhvern tíma kveikt kertaljós
og vissi því, hvað ég væri að tala
um, en nei, hún sýndi
mér þá ljósaperur og
hefur sennilega heyrt
talað um svo og svo
margra kerta perur og
tengt það saman. Ég
hristi bara höfuðið og
gafst upp. Eins var
það í einni af Krónu-
verslununum að ég
vildi vita, hvar hveitið
væri og spurði nær-
stadda afgreiðslu-
stúlku sem sagði
strax: „English,
please“. Þegar ég
nefndi það svo á ensku, þá skildi
hún ekki enskuna betur en svo að
hún sagðist ætla að ná í vinkonu
sína sem mundi skilja betur hvað
ég væri að meina. „English please“
er líka setning sem maður heyrir
oftar en ekki í búðunum og maður
spyr sig á hvaða leið þessi þjóð er
hvað tungumál snertir.
Forðum sagði Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði að ef við hefðum tvenn
þjóðartrúarbrögð í landinu, þá
myndi verða slitinn friðurinn. Ég
held ég yfirfæri þessi orð hins
forna lögspekings yfir á tungu-
málið í landinu. Með þessu áfram-
haldi og ef hvorki eru né verða
gerðar strangari kröfur um að það
fólk sem flyst til landsins og vill
búa þar og starfa læri íslensku og
tali líka almennilega íslensku og
vilji vera eins og við hin, þá finnst
mér það ekkert erindi eiga hérna.
Ég verð að segja alveg eins og er,
og tek undir með hennar hátign,
Margréti Þórhildi Danadrottningu,
sem sagði í nýlegu viðtali um inn-
flytjendur í Danmörku, að það fólk
yrði að átta sig á hvert það væri
komið og það yrði að aðlagast líf-
inu, tungunni og menningunni í því
landi, sem það vildi setjast að í og
vera borgarar í og blandast saman
við þjóðina, sem fyrir væri í land-
inu. Annað gengi ekki. Það er al-
veg rétt hjá henni. Hún hefur oft
talað um þetta í ræðu og riti og
hefur ástæðu til. Við höfum líka
ástæðu til að hafa áhyggjur af því
á hvaða leið íslenska þjóðin er í
þessum efnum. Með þessu áfram-
haldi sem verið hefur verða tvær
þjóðir í landi hér og þá verður
sundur slitinn friðurinn eins og
goðinn sagði um trúna, ef ekki er
ein tunga í landinu og við Íslend-
ingar verðum helst að læra rúss-
nesku jafnvel til þess að geta gert
okkur skiljanleg í verslunum og
gagnvart iðnaðarmönnum sömu-
leiðis. Það er þeirra að aðlagast
okkur en ekki öfugt. Það á að vera
augljóst mál, enda eigum við land-
ið og höfum verið hér í rúm þús-
und ár og megum ekki enda eins
og indíánarnir.
Ég veit að ég er ekki ein um
það að lítast mjög illa á þetta, svo
ekki sé meira sagt. Þetta verður
því að laga og það strax, og ég
skora þar á hæstvirtan mennta-
málaráðherra að taka til sinna
ráða í þessum efnum.
Þegar fólk kemur til Danmerkur
og hyggst setjast þar að og gerast
borgarar þess lands þá verður það
að gangast undir strangt innflytj-
endapróf bæði um danska sögu,
menningu og þjóðlíf og sömuleiðis
í danskri tungu. Þess er krafist að
fólk verði að lágmarki að svara
helmingnum af þeim fjölmörgu
spurningum í prófinu rétt til þess
að fá innflutningsleyfi. Sama er að
segja um Noreg. Jótlandspóst-
urinn hefur birt þessi próf, sem
eru raunar krossapróf að hluta til,
og boðið lesendum að spreyta sig á
þeim. Ég verð að segja eftir að
hafa litið yfir þau og jafnvel reynt
mig í þeim að gamni mínu að það
er ekki fyrir hvern sem er að gera
það. Nú hef ég talið mig vera
nokkuð vel lesna í danskri sögu og
menningu og vita nokkuð mikið
um danskt þjóðlíf, en þetta eru
það snúin próf og erfið að ég hef
verið á mörkunum að ná tilsettu
marki. Annað var með danska
tungumálið. Ég velti því líka fyrir
mér, þegar ég svaraði spurning-
unum, sem vörðuðu Ísland þar,
hvernig fólk úr fjarlægum heims-
álfum ætti að geta vitað þetta, sem
varla hefði heyrt á landið minnst
hvað þá annað.
Í alvöru talað þá er brýn nauð-
syn á því að við förum að taka
bræðraþjóðir okkar á Norð-
urlöndum okkur til fyrirmyndar í
þessum efnum, og gera strangari
kröfur til þeirra innflytjenda, sem
vilja lifa og starfa á landi hér, og
sérstaklega að þeir læri tungu-
málið þannig, að þeir viti og skilji,
hvað við Íslendingar erum að
segja og meina. Þetta getur ekki
gengið svona lengur, og að í fram-
tíðinni verði hér tvær þjóðir í land-
inu, sem skilja varla hvor aðra,
hvað þá meira, því að þá verður
friðurinn úti. Við þetta verður
tæpast unað lengur. Það er alveg
áreiðanlegt.
Hvaða mál á að tala á Íslandi?
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót
Jónsdóttir
» Þetta getur ekki
gengið svona lengur
og að í framtíðinni verði
hér tvær þjóðir í land-
inu, sem skilja varla
hvor aðra.
Höfundur er guðfræðingur og fræði-
maður.
Fjármálaráðherra
skrifaði nýlega blaða-
grein þar sem hann
fjallar um það að
World Economic
Forum hafi í skýrslu
sinni um samkeppn-
ishæfni ríkja skipað
Sviss í 1. sæti og að
Svíþjóð og Finnland
hafi bæði komizt í
efstu tíu sætin.
Svíþjóð var reyndar í 7. sæti og
Finnland í því 10. Það má líka
nefna, að Noregur var í því 11. og
Danmörk í því 12. Á sama tíma
nefnir ráðherra það réttilega að
Íslandi sé aðeins í 28. sæti.
Í þessu sambandi bendir ráð-
herra á að launakostnaður á Ís-
landi sé með því hæsta í OECD.
Skín í gegn að hann vill gera há
íslenzk laun ábyrg fyrir því að Ís-
land er aftarlega á merinni í sam-
keppnishæfni. Reyndar fer ráð-
herra aðeins út í framleiðni líka
án þess að útskýra á nokkurn hátt
hvernig bæta megi hana. Enda er
hún oftast afleiðing annarra þátta
en ekki sjálf orsakavaldur.
Um gengi krónunnar segir ráð-
herra að „mörgum þyki gengið
fullsterkt“. Hvort það er líka hans
skoðum kemur ekki fram. Vexti
nefnir ráðherra engu orði eða hús-
næðiskostnað. Gjöld og skattar
virðast heldur ekki spila stóra
rullu í samkeppnismálum hjá ráð-
herra sem þó er í forsvari fyrir
skattlagningu og fjármálum rík-
isins.
Fjármálaráðherra er auðvitað
sá sem ætti að vita
mest og bezt um þessi
mál öll og eru þessi
einföldu og fátæklegu
skrif hans um sam-
keppnishæfni lands-
manna því hvorki
gleðileg né gæfuleg.
Um launastöðuna er
það að segja að laun
eru skv. síðustu al-
þjóðlegum skýrslum
miklu hærri í Sviss en
á Íslandi, eða tæplega
33% hærri. Meðallaun
í Sviss 2016 voru 5.943 evrur á
mánuði eða um 740.000 kr.; í Nor-
egi voru þau 5.605 evrur eða
700.000 kr.; í Danmörku 4.073 eða
evrur, 510.000 kr. og í Svíþjóð
3.879 evrur eða 485.000 kr.
Á Íslandi voru meðallaun 4.487
evrur, eða 560.000 kr., á mánuði.
Þar sem Sviss og Noregur, sem
eru í 1. sæti og 11. sæti sam-
keppnishæfustu þjóða Evrópu, eru
með 33% og 25% hærri laun en Ís-
land verður skortur á samkeppn-
ishæfni Íslands vart skýrður með
háum launum.
Jafn undarlegt og það er virðist
fjármálaráðherra og ýmsir aðrir
ráðamenn – svo að ekki sé nú tal-
að um höfuðpaurinn óforbetr-
anlega, seðlabankastjóra – vera
blindur fyrir því að það eru vext-
irnir, ekki launin, sem eru að sliga
íslenzkan atvinnurekstur og sam-
keppnishæfni íslenzkra fyrirtækja.
Beint og óbeint
Beint horfir dæmið svona við:
Stýrivextir í Sviss eru -0,75%, í
Svíþjóð -0,5%, í evrulöndum 0,0%,
í Danmörku 0,05% og í Noregi
0,5%. Hér á Íslandi eru stýrivextir
hins vegar 4,25%. Mörgum sinnum
hærri en í þeim löndunum, sem
samkeppnishæfust eru.
Eins og við sjáum eru stýrivext-
ir á Íslandi 5% hærri en í Sviss og
4,75% hærri en í Svíþjóð. Stýri-
vextir gilda milli seðlabanka og
viðskiptabanka. Vextir og vaxta-
munur milli viðskipabanka og al-
mennings eða fyrirtækja eru
miklu hærri. Ganga má út frá því
að vextir viðskiptabanka hér séu
að meðaltali 5% hærri, en í þeim
löndum, sem samkeppnishæfust
eru.
Hvað þýðir það?
Húskaupandi kaupir íbúð á 60
milljónir. Fær 50 milljónir lán-
aðar. Umframvextir hér, miðað við
nefnd lönd, 2,5 milljónir á ári.
Þessi húskaupandi er að borga
200.000 kr. meira á mánuði í vexti
en Svisslendingur eða Svíi gerir
fyrir samskonar lán.
Það sama gildir um fyrirtæki.
Ef við tökum fyrirtæki sem er
með 100 milljónir í reksturs- og
fjárfestingarfjármögnun, með-
alfyrirtæki, þarf það að borga 5
milljónum meira í vexti á ári, en
keppinautar þeirra í nefndum
löndum.
Og hvað með óbeinu vaxtaá-
hrifin? Þessir hávextir hér leiða
auðvitað til þess að fjármagn leit-
ar í íslenzku krónuna sem aftur
spennir upp og afskræmir gengi
hennar, uppdópar hana með þeim
afleiðingum að hún er minnst 10-
20% of sterk, miðað við efnahags-
legt skilyrði og það gengi sem
væri ef ekki væru hávextir hér.
Mat undirritaðs er að hið raun-
verulega efnahagsvandamál sem
leysa verður fljótt og vel sé glóru-
lausir vextir og uppdópað gengi.
Leiðrétting þessa myndi hafa í för
með sér meiri kjarabætur en
nokkurn verkalýðsleiðtoga dreym-
ir um.
Við kæmumst þá eflaust líka í
hóp 10-12 efstu ríkja í samkeppn-
ishæfni, eins og hin Norð-
urlandaríkin.
Að lokum verður að minna á
það lífs- og starfsumhverfi, sem
ríkið skapar. Í Sviss er söluskatt-
ur 7,7 %, en virðisaukaskatturinn
hér er 24%.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
»Ráðherrann er sá
sem ætti að vita
mest um þessi mál öll.
Einföld og fátækleg
skrif hans um sam-
keppnishæfni lands-
manna eru því hvorki
gleðileg né gæfuleg.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Heldur fjármálaráðherra
að málið snúist bara um launin?
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU