Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 53
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við Sæbrautina í Reykjavík, rétt austan við hið sögufræga hús Höfða. Þar hefur verið mótað umhverfi fyrir nýjan innsiglingarvita fyrir Reykjavíkur- höfn. Innsiglingarviti við Sæbraut hef- ur verið lengi á áætlun Faxaflóa- hafna. Hann kemur í stað vita í turni Sjómannaskólans sem þjónaði hlut- verkinu allt fram á síðustu ár, eða þar til háhýsin við Höfðatún fóru að skyggja á hann. Þrátt fyrir að skip og bátar séu í dag með full- komnustu siglingatæki þykir hafn- aryfirvöldum samt sem áður þörf á að hafa innsiglingarvita til að vísa leiðina inn Engeyjarsund. Þá hafi vitinn einnig þýðingu fyrir umferð um Sundahöfn. Áður en Sjómannaskólinn var byggður var notaður viti við Vita- stíg, skammt frá Vitatorgi. Á stjórnarfundi Faxaflóahafna í febrúar voru kynntar tillögur Yrkis arkitekta að umhverfi innsigling- arvita við Sæbraut. Hafnarstjórn bókaði að hún óskaði eftir því að Reykjavíkurborg lyki gerð deili- skipulags vegna vitans sem fyrst og varð borgin við því. Spöng ehf. hefur séð um að færa út sjóvarnargarð og laga að steypt- um palli þar sem vitanum verður komið fyrir. Stefnt er að því að koma vitanum fyrir í lok sept- ember. Gert er ráð fyrir u.þ.b. mánuði í frágang og að allt verði tilbúið í lok október. Tillaga Yrkis arkitekta byggist á því að vitinn verði með sama útliti og innsiglingarvitarnir í Gömlu höfninni, sem hafa litið eins út frá byggingu hafnarinnar á árunum 1913 til 1917. Vitinn er tilbúinn og er í geymslu í bækistöð Faxaflóa- hafna í Örfirisey. Áætlaður kostn- aður við verkið er 75 milljónir króna og þar af mun borgin greiða 50 milljónir og Faxaflóahafnir 25 milljónir. Reiknað er með að þessi staður við Sæbraut verði fjölsóttur af ferðamönnum, líkt og listaverkið Sólfarið er í dag. Sólfarið, verk Jóns Gunnars Árnasonar, hefur lengi fangað athygli ferðamanna og er vel sóttur viðkomustaður í borg- inni. „Þegar verkinu lýkur verður leiðarmerkingin í innsiglingunni til Reykjavíkur aftur eins og á að vera,“ segir Gísli Gíslason hafnar- stjóri.. Morgunblaðið/Eggert Nýr áfangastaður Verk- takar hafa unnið að því í vor og sumar að færa grjótgarðinn og gera undirstöður fyrir nýja vitann, sem settur verður upp í haust. Hið fræga hús Höfði er efst til vinstri. Ljósin brátt tendruð á nýjum vita Tölvumynd/Yrki arkitektar Innsiglingarvitinn Svona mun vitinn líta út þegar hann verður kominn á sinn stað, væntanlega í októberlok. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólfarið á sólardegi Stanslaus straumar ferðamann er að hinu þekkta listaverki alla daga ársins. Nýi vitinn mun eflaust draga að sér ferðamenn. Nú styttist í það að ljós- in verði kveikt á nýjum vita í Reykjavík. Það er innsiglingarviti fyrir skip sem koma til hafnar, en hann verður staðsettur við Sæbrautina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.