Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018
✝ María JolantaPolanska fædd-
ist í Bialystok í Pól-
landi 4. apríl 1959.
Hún lést á heimili
sínu 24. ágúst 2018.
Foreldrar hennar
voru Zbigniew Pol-
anski, f. 19.4. 1931,
d. 26.11. 2003, bygg-
ingaverkfræðingur,
og Wanda Polanska,
f. 12.10. 1937, d. 1.3.
2002, efnaverkfræðingur. Þau
voru búsett í Bialystok í Pól-
landi.
María Jolanta giftist Steinari
Þór Guðjónssyni 6.4. 1984, f.
20.5. 1955, d. 7.7. 2014.
Tengdaforeldrar Maríu Jolöntu
voru Árna Steinunn Rögnvalds-
dóttir, f. 5.5. 1932, og Guðjón
Andrésson, f. 29.3. 1933, d.
13.5. 2011.
Sambýlismaður Maríu Jo-
2015, og Benedikt Logi, f. 4.10.
2015.
Sandra María Steinarsdóttir
Polanska, f. 24.2. 1985, lög-
fræðingur BA, túlkur og þýð-
andi í Reykjavík, maður hennar
er Kjartan Guðjónsson smiður.
María Jolanta flutti til Ís-
lands árið 1983 og bjór hér upp
frá því. Hún lauk stúdentsprófi
í Póllandi og starfaði sem
einkaritari á dagblaði áður en
hún fluttist til Íslands.
María Jolanta vann um skeið
hjá Miðstöð nýbúa við túlka-
störf og um árabil hjá Alþjóða-
húsinu en stofnaði sitt eigið
fyrirtæki árið 2010, Túlkaþjón-
ustuna slf. ásamt dóttur sinni
Söndru Maríu Steinarsdóttur
en fyrirtækið hefur verið leið-
andi og eitt stærsta sinnar teg-
undar á sviði túlkunar.
María Jolanta vann við fyrir-
tækið þar til hún greindist með
alvarlegan sjúkdóm fyrir ári.
Hún sérhæfði sig í túlkun á
heilbrigðissviði en sinnti þó
túlkun á ýmsum öðrum sviðum.
Útför Maríu Jolöntu fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 30.
ágúst 2018, klukkan 15.
löntu var Haf-
steinn Auðunn
Hafsteinsson, fv.
skipstjóri, f.
27.12. 1945.
Dætur Steinars
og Jolöntu eru
María Magdalena
Steinarsdóttir, f.
8.3. 1979, sjúkra-
liði búsett í
Reykjavík, maður
hennar er
Hjörleifur Björnsson, bílasmið-
ur og atvinnurekandi. Börn
Maríu og fyrrverandi sambýlis-
manns hennar, Ólafs Há-
konarsonar, eru Kristófer
Darri Ólafsson, f. 11.9. 2006, d.
17.5. 2010, og Emilía Þóra
Ólafsdóttir, f. 14.4. 2009. Börn
Maríu og Hjörleifs eru Viktoría
Sól Hjörleifsdóttir, f. 12.1.
2013, Alexender Þór, f. 9.1.
2014, Ísabella Nótt, f. 4.10.
Elsku Jólanta, það er engan
veginn hægt að sætta sig við orð-
inn hlut og reyna að brosa í gegn-
um tárin á þessari stundu, þó að
vitað væri hvert stefndi eftir
greiningu á þessum illvíga sjúk-
dómi sem kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti á menningarnótt
fyrir ári. Þetta var mikið áfall fyr-
ir alla nákomna, en þú sýndir
strax hve sterk þú varst við þenn-
an dóm og ákvaðst að berjast með
jákvæðnina að vopni við „Felix“
sem varð gælunafnið á óvininum.
Þetta hjálpaði okkur sem nærri
þér voru að fljóta með í bjartsýn-
inni um bata, og við tók lyfjameð-
ferð sem gaf góða raun og jók á
bjartsýnina næsta hálfa árið, en
„Felix“ virtist vera farinn að vinna
á þó engan bilbug væri að sjá hjá
þér, hélst alltaf í vonina að hafa
lengri dvöl hér með okkur og
komast eina ferð enn til Spánar, í
draumaíbúðina á Cabo Roig sem
við eignuðumst fyrir rúmum
tveim árum, og dvöldum mikið
þar í góðu yfirlæti. Okkar sameig-
inlega áhugamál var fyrst af öllu
ferðalög. Vorum með plön um að
keyra um Ítalíu og hafa viðkomu í
litlum sveitaþorpum og sjá landið
með öðrum augum en hefðbund-
inn ferðamaður, og kynnast mat-
armenningu Ítalanna. Jóla var
svolítið Ítölsk í sér, þá sérstaklega
hversu mikið yndi hún hafði af að
halda matarboð með fjölskyldu og
vinum, helst í góðu veðri úti á ver-
önd við stórt borð og eitthvað fyr-
ir alla stóra sem smáa, og borðin
svignuðu undan veitingunum.
Þetta var svo lýsandi fyrir Jólu.
Þessi alltof stutti tími okkar sam-
an var þó notaður eins vel og við
gátum, og komumst til Póllands í
maí á æskuslóðir hennar sem hún
naut mikils, og eina ferð í júní til
Spánar sem hún þráði mjög að
komast í. Það má segja að bjart-
sýnin hafi verið höfð að leiðarljósi
fram eftir öllu og búið var að
áætla borgarferð í ágúst sem varð
þó að hætta við þar sem óvætt-
urinn „Felix“ hafði náð yfirtökum,
en baráttuþrek hennar var samt á
þann veg að hún vildi allt til vinna
að vera sem lengst með okkur þó
að ferðalög væru ekki meira á
dagskrá. Að fá að vera heima til
loka var hennar eindregna ósk, og
með mikilli og góðri aðstoð hjúkr-
unarfræðinga Karítas tókst með
þeirra aðhlynningu, að verða við
þeirri hinstu ósk hennar, og þökk-
um við heilshugar fyrir þá ómet-
anlegu aðstoð. Okkar tími saman
varð alltof stuttur og sakna ég þín
mikið, elsku Jólanta, en söknuður
dætra þinna og þeirra fjölskyldu
er mikill, og votta ég þeim inni-
lega samúð mína.
Hinsta kveðja.
Þinn
Hafsteinn.
Elsku mamma.
Aldrei mun ég gleyma þeim
degi er við fengum þær fregnir að
þú værir orðin alvarlega veik.
Veröld mín hrundi á þeim degi,
aldrei óraði mig fyrir að þú mynd-
ir kveðja okkur 59 ára gömul, á
sama aldri og þegar pabbi kvaddi
þennan heim. Eins og okkur var
líkt vorum við búnar að plana
næstu 30 ár saman, það var alltaf
stutt í grín og glens hjá þér og iðu-
lega grínaðist þú með að ég þyrfti
að passa upp á að þú yrðir ekki
„erfitt gamalmenni“.
Nú sit ég hér við þá staðreynd
að úr því verður ekki. Þú sagðir
við mig fyrir stuttu að þegar ég
fæddist hefðir þú strax fundið
sterka tenginu við mig, þú vildir
ekki sleppa af mér takinu og áttir
erfitt með að leyfa lækninum að
skoða mig. Þetta var lýsandi fyrir
samband okkar, elsku mamma.
Tengingin okkar var svo sterk, við
unnum saman, við ferðuðumst
saman, áttum sameiginlega vini
og vorum umfram allt mikil ein-
ing.
Nú lifi ég við þá staðreynd að
ég verð að sleppa takinu á þér, því
fæ ég víst ekki ráðið sjálf, en ég
mun ávallt búa að minningunni
um mömmu sem var kærleiksrík,
traust, ástrík, góður vinur og um-
hyggjusöm. Veröldin verður aldr-
ei söm án þín.
Þín dóttir
Sandra María.
Elsku Jóla mín.
Ég kveð þig hinstu kveðju með
söknuði og sorg í hjarta.
En minningarnar um yndislega
tengdadóttur og ástríka móður
verða mér huggun harmi gegn.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki –
(Tómas Guðmundsson.)
Þín tengdamóðir
Árna Steinunn
Rögnvaldsdóttir.
Elsku Jolanta.
Það er þyngra en tárum taki að
sitja hér og kveðja þig í hinsta
sinn. Ég er ekki einungis að
kveðja tengdamóður mína, heldur
einstakan vin sem hefur ávallt
verið til staðar fyrir mig. Í gegn-
um árin höfum við átt svo margar
góðar stundir bæði hér heima og á
ferðalögum okkar. Því miður náð-
um við ekki að keyra um Alpana
og fara á Vestfirðina eins og við
höfðum planað.
Ég á margar góðar minningar
úr siglingum í Karabíska hafinu
með þér sem ég mun geta brosað
og umfram allt hlegið að um
ókomna framtíð, enda var alltaf
stutt í grínið hjá þér.
Þú varst mikill vinur, traust,
umhyggjusöm, góður kokkur og
það var aldrei lognmolla í kring-
um þig, alltaf fjör, grín og glens.
Veröldin verður tómleg án þín,
elsku vinkona.
Þinn vinur og tengdasonur
Kjartan.
Elsku Jolanta, mágkona okkar,
er fallin frá í blóma lífsins eftir
erfið veikindi sem hún greindist
með fyrir rétt ári. Jóla, eins og
hún var alltaf kölluð, kom til Ís-
lands í byrjun níunda áratugarins
eftir að hún og Steinar bróðir okk-
ar kynntust. Það var gaman að sjá
hvað Jóla varð strax áhugasöm og
hrifin af Íslandi. Hún náði undra
fljótt tökum á íslenskunni og gerði
sér far um það að setja sig inn í ís-
lenskt samfélag og aðlagast
menningunni hér. Okkur fjöl-
skyldunni þótti það aðdáunarvert
hversu mikinn áhuga hún hafði á
því að verða hluti af íslensku sam-
félagi. Á sama tíma nutum við
þess að hún kynnti okkur pólska
menningu og sögu.
Jóla var fljótt kölluð til við að
túlka og aðstoða Pólverja sem
leiddi til þess að hún fór að starfa
alfarið við túlkun og þýðingar,
bæði hjá Miðstöð nýbúa og Al-
þjóðahúsinu.
Síðar stofnaði hún sitt eigið
túlkafyrirtæki ásamt Söndru
dóttur sinni. Jóla var einörð og
dugleg í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur sem sýndi sig einna best í
því hversu vel fyrirtæki hennar óx
og dafnaði. Hún lagði mikinn
metnað í fagleg vinnubrögð í fyr-
irtækinu og sjálf sérhæfði hún sig
í túlkun á heilbrigðissviði og var
eftirsótt og virt á því sviði.
Jóla var félagslynd og þau
Steinar bróðir voru sérstaklega
gestrisin og nutu þess að halda
boð enda höfðu þau bæði mikinn
áhuga á matargerðarlist og voru
góðir kokkar þannig að eftir var
tekið. Nú verða boðin ekki fleiri
en eftir sitja góðar minningar um
gestrisni þeirra og skemmtilegar
stundir.
Síðast en ekki síst var Jóla um-
hyggjusöm og mikil fjölskyldu-
manneskja. Barnabörnin voru líf
hennar og yndi. Stóra reiðarslagið
í lífi hennar og Steinars bróður og
allrar fjölskyldunnar var þegar
María dóttir þeirra missti son sinn
Kristófer Darra, á fjórða ári, í
hörmulegu slysi, árið 2010. Aðeins
fjórum árum síðar varð Steinar
bráðkvaddur. Enn á ný kveður
sorgin dyra í fjölskyldunni. Við
systkinin kveðjum kæra mágkonu
með söknuði en jafnframt miklu
þakklæti fyrir samfylgdina.
Elsku María, Hjörleifur,
Sandra, Kjartan og Hafsteinn,
megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Raggý Björg Guðjóns-
dóttir, Hilmar Guð-
jónsson og fjölskylda.
Tíminn líður – stundum svo
hratt að okkur er nóg um og virð-
ist stundum svo afstæður að ára-
tuga gamlir atburðir gætu vel
hafa gerst í gær. Og það var ein-
mitt eins og það hefði gerst í gær,
þó að nú séu liðin 35 ár, að ung og
glæsileg pólsk stúlka ákvað að
koma hingað til lands og setjast
hér að með íslenskum unnusta
sínum. Þetta var hún María
Jolanta frá Bialystok í Póllandi,
en unnusti hennar og síðar eigin-
maður var Steinar, bróðir minn og
mágur Kjartans Gunnars.
Fyrir 35 árum hefur það ekki
verið auðveld ákvörðun fyrir 24
ára stúlku að kveðja foreldra sína,
ættingja og uppvaxtarslóðir og
setjast að í fjarlægu landi sem hún
þekkti einungis lítillega af af-
spurn. Ferðalög milli landa voru
þá mun fátíðari og dýrari en síðar
varð og að flytja frá Austur-Evr-
ópu til Vesturlanda var þá líkast
því að skipta um tilverustig. Sov-
étríkin voru enn við lýði, kalda
stríðið olli enn hrolli og alræði
kommúnismans lá yfir Austur-
Evrópu eins og freðmýri þó að
farið væri að hlána, einkum í Pól-
landi.
Hún Jolanta lét hjartað ráða
för, fylgdi ástvini sínum og frels-
isþrá vestur á bóginn og varð svo
sannarlega liðtæk í sinni nýju fjöl-
skyldu og nýja samfélagi. Hún var
alla tíð glaðlynd og brosmild, lipur
og réttsýn í mannlegum sam-
skiptum, bráðskörp og fljót að
setja sig inn í nýjar aðstæður enda
lærði hún íslensku á ótrúlega
skömmum tíma og talaði hana síð-
an lýtalaust.
Þau Steinar hófu búskap í
Vesturbænum en bjuggu lengst af
með dætrum sínum tveimur í
Grafarvoginum.
Það voru ekki margir Pólverjar
á Íslandi þegar Jolanta settist hér
að. En þeim hefur fjölgað mikið
síðan og þeir hafa auðgað íslenskt
samfélag, ekki síst með dugnaði
sínum, samviskusemi og góðu
verklagi. Jolanta fór fljótlega að
aðstoða ýmsa landa sína sem hér
voru að fóta sig. Tungumálafærni
hennar varð til þess að hún fór
brátt að starfa sem túlkur og
starfaði um árabil hjá Alþjóðahús-
inu.
Hún stofnaði síðan, ásamt dótt-
ur sinni, Söndru Maríu lögfræð-
ingi, fyrirtækið Túlkaþjónustuna,
árið 2010, og starfaði þar síðan.
Fyrirtækið varð fljótlega leiðandi
á sviði túlkaþjónustu og er eitt
stærsta og virtasta túlkafyrirtæki
landsins.
Jolanta átti eftir að fara marg-
ar ferðir til síns gamla ættlands,
vitja foreldra sinna meðan þau
lifðu og hitta aðra ættingja og
reyndar ferðast víða um heim.
Hún átti eftir að fylgjast með
dætrum sínum vaxa úr grasi við
allt önnur skilyrði en pólsk stjórn-
völd buðu upp á í hennar uppvaxt-
artíð. Síðast en ekki síst átti hún
eftir að fylgjast með barnabörn-
unum fjölga. En sorgin gleymir
engum. Árið 2010 missti María,
dóttir hennar, kornungan son
sinn, Kristófer Darra, í hörmu-
legu slysi. Steinar varð síðan
bráðkvaddur sumarið 2014, og
fyrir ári greindist Jolanta með
krabbamein. Hún hafði þá fyrir
skömmu kynnst miklum heiðurs-
manni, Hafsteini Auðuni Haf-
steinssyni, fyrrverandi skipstjóra,
sem varð hennar samferðamaður
síðustu misserin og ásamt dætr-
um hennar stoð hennar og stytta í
veikindum hennar.
Elsku Jola. Við þökkum þér
fyrir einlæg, náin og frábær fjöl-
skyldutengsl og vináttu í öll þessi
ár.
Elsku María og Sandra, það er
erfitt að sjá á eftir foreldrum sín-
um með svo stuttu millibili, megi
minningin um ástríki þeirra og
umhyggju styrkja ykkur í sorg-
inni.
Kæri Hafsteinn, megi góður
Guð styrkja þig og fjölskylduna á
þessum erfiðu tímum.
Marta Guðjónsdóttir
og Kjartan Gunnar
Kjartansson.
Elsku Jola okkar.
Orð fá ekki lýst sorginni í hjört-
um okkar. Þegar við vorum litlar
var okkar annað heimili í Vegg-
hömrunum þar sem Tvistur og
Cesar tóku alltaf fagnandi á móti
okkur systrum. Það var alltaf
gleði og hlátur þegar við hittumst.
Við systur ásamt Söndru og
Mögdu elskuðum að skemmta
ykkur fullorðna fólkinu með
dansi, söng og uppistandi. Þú
varst okkur sem móðir frá blautu
barnsbeini og til þín gátum við
alltaf leitað með gleði okkar og
sorgir. Þú varst alltaf svo jákvæð
og hrósaðir okkur í einu og öllu,
við höfum alltaf fundið að þú ert
stolt af okkur.
Það er gott að hugsa til þess í
sorginni að Steinar og Kristófer
Darri hafa tekið á móti þér. Við
munum hugsa vel um „systur okk-
ar“ Söndru og Mögdu fyrir þig.
Þú skilur eftir stórt skarð í hjört-
um okkar en einnig mikið af
dásamlegum og dýrmætum minn-
ingum.
Hvíldu í friði elsku „mamma“.
Karólína, Sara og Linda
Karlsdætur.
Elsku Jola mín.
Mikið er erfitt að sakna þín
svona sárt en ég veit að þú ert
komin á betri stað þar sem þér líð-
ur betur. Ég man þegar við kynn-
umst en þá fór ég með Steinari að
sækja þig á flugvöllinn árið 1983
og við höfum verið eins og systur
síðan. Þú hefur alltaf verið stór
hluti af fjölskyldunni minni og
þegar ég eignaðist tvíbura þá
varðst þú guðmóðir annars þeirra.
Fyrir þremur árum keyptir þú
þér íbúð hérna í Seljahverfinu, ég
man hvað okkur fannst gott að
búa svona nálægt hvor annarri.
Þá gat ég rölt yfir til þín í heim-
sókn eða þú komið í tebolla til mín
eftir vinnu.
Mér finnst eins og það hafi ver-
ið í gær þegar sagðir mér að þú
værir orðin veik, við vorum ný-
komnar heim úr Spánarferðinni
okkar fyrir ári. Það var svo erfitt
að horfa upp á þig svona veika síð-
astliðið ár og svo sárt að þurfa að
leyfa þér að fara frá okkur svona
snemma. Ég vildi óska þess að við
hefðum náð að fara í „skvísu“
Spánarferðina sem við vorum
búnar að plana.
Ég sakna þín svo mikið, Jola
mín, og minning þín mun alltaf lifa
með mér.
Þín vinkona,
Janina Laskowska.
Í dag minnumst við Maríu Jo-
löntu Polanska sem féll frá eftir
hetjulega baráttu langt fyrir aldur
fram. Jolöntu okkar.
Ég get ekki metið hvað fjöl-
skylda hennar hefur misst, dæt-
urnar, barnabörnin og sambýlis-
maðurinn. En ég get minnst á það
mikla skarð sem hún skilur eftir í
íslensku samfélagi.
Jolanta flutti ung til Íslands,
harðákveðin, eins og hún var alla
sína tíð, að skapa sér framtíð í
nýja landinu. Eins og svo margir
innflytjendur þá kom hún hingað
með góða grunnmenntun, tilbúin
að vinna sleitulaust og spennt að
fóta sig í nýjum menningarheimi.
Og það gerði hún. Hún fann ástina
og settist hér að, skapaði sér líf.
Ég kynntist Jolöntu þegar ég
byrjaði að vinna í Alþjóðahúsinu
árið 2005. Allan tímann þar var
Jolanta stoð mín og stytta í túlka-
þjónustunni, ég hefði ekki getað
hugsað mér betri samstarfsmann
á skrifstofunni sem hélt ró sinni
sama hvað gekk á. En Jolanta var
fyrst og fremst túlkur. Af lífi og
sál og öllum kröftum. Samfélags-
túlkun er mjög krefjandi starf, við
deilum aðstæðum með læknum
eða sálfræðingum og byggjum
þar brú sem þarf að standast svo
innflytjendur og íslenskumælandi
viðmælendur þeirra nái saman.
Og til þess þarf brúarsmiðurinn
svo miklu meira en tungumálin
ein. Það einkennir Jolöntu
kannski hvað mest að helsta sviðið
sem hún vildi vinna á, og þar sem
hún var einnig ávallt að mennta
sig frekar, var túlkun í heilbrigð-
iskerfinu. Djúpur skilningur á
málefnum og menningarmun, al-
ger trúnaður og fagmennska ein-
kenndi hana undir oft mjög krefj-
andi kringumstæðum. Miklar
gleðistundir voru þegar hún fékk
að vera viðstödd fæðingar en svo
fylgdi hún einnig ófáum sjúkling-
um á erfiðri vegferð, stundum
þeim erfiðustu, sem hún gekk á
endanum sjálf. Óöryggi sjúklings
við erfiðar aðstæður getur verið
mikið og sjúklingar eru ekki alltaf
með hlutverk túlks á hreinu. Yf-
irvegun og fagmennska Jolöntu
voru hins vegar svo yfirgripsmikil
að ósjaldan gleymdu skjólstæð-
ingarnir manneskjunni í hvíta
sloppnum og leituðu beint til Jo-
löntu um læknisfræðileg ráð eða
jafnvel með beiðni um frekari
skoðun.
Þegar ég er hætt að vera leið
yfir hvað lífið getur verið ósann-
gjarnt, þá vil ég minnast hennar
fyrir þetta mikla framlag en ekki
síður dásamlegan húmor hennar
og yndislegu nærveru. Hvíldu í
friði, kæra vinkona.
Sabine Leskopf.
Ég kynntist Jolöntu fyrst á
Miðstöð nýbúa á tíunda áratugn-
um þegar hún byrjaði að túlka. Ég
rakst svo á hana í matvörubúð, og
gat ekki annað en hugsað hversu
mikill nagli hún væri að fara
versla með glænýtt gifs á fætin-
um. Ég hef alltaf átt erfitt með að
muna nöfn en hún tók eftir mér og
sagði: Hæ Barbara, með sínu
bjarta, fallega brosi. Hún var
virkilega glöð að sjá mig og ég var
allan tímann að reyna eftir bestu
getu að muna hvað hún héti og
hvaðan ég þekkti hana. Hún var
ekki móðguð og þrátt fyrir þetta
atvik urðum við vinkonur.
Í gegnum árin okkar hjá Al-
þjóðahúsi og mörg sameiginleg
verkefni tengdumst við enn meira
og urðum góðar vinkonur. Eins og
vinir gera töluðum við oft um allt
það sem okkur langaði að gera í
lífinu og staðina sem við vildum
heimsækja. Við höfðum alltaf ætl-
að að heimsækja heimaland hvor
annarrar, en tíminn rann út. Sem
betur fer náðum ég og Jolanta að
fara í nokkrar ferðir til Flórída
ásamt Söndru og Kjartani og fór-
um tvisvar á skemmtiferðaskip.
Þær minningar verða mér
ávallt dýrmætar. Við héldum allt-
af að við hefðum svo mikinn tíma
eftir ólifaðan, að við myndum
verða gamlar saman, og verða
eins og fyndnu gömlu konurnar
með hattana sína sem maður sér
svo oft í „memes“ og myndbönd-
um á netinu.
Ég mun aldrei gleyma því
hversu mikið hún elskaði vini sína
og fjölskyldu, og hvernig augun
hennar glitruðu þegar hún sagði
sögur af barnabörnum sínum. Ég
mun að eilífu muna það að þrátt
fyrir allt og jafnvel á erfiðustu
stundunum tapaði hún aldrei
kímnigáfunni og barðist við veik-
indi sín eins og hetja.
Minningin um okkur á rúntin-
um um Flórída með toppinn niðri
á pínulitla blæjubílnum sem við
leigðum og fjórar risastórar
ferðatöskur sem stóðu upp úr aft-
ursætinu mun alltaf verða ein af
mínum uppáhalds.Við Höskuldur
sendum Hafsteini og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Barbara Jean Kristvinsson.
María Jolanta
Polanska