Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 65

Morgunblaðið - 30.08.2018, Page 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ræktaðu rómantíkina. Samstarfs- fólki liggur mikið á hjarta og sumir vita ekki hvenær þeir eiga að þegja. Þú veist það hins vegar. 20. apríl - 20. maí  Naut Yfirboðari veitir þér þá viðurkenningu sem þú hefur verið að bíða eftir til þess að setja tiltekið verkefni á laggirnar. Forðastu að vera með stóryrt/ar yfirlýsingar um líf annarra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sérhver manneskja finnur til lík- amlegrar eða andlegrar vangetu á ein- hverjum tímapunkti. Til að verða góð/ur í að biðja um hluti þarf að gera það sem oft- ast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki stórmannlegt að geta ekki beðist afsökunar á mistökum sínum. Vertu til taks fyrir börnin þín og leyfðu hæfileikum þeirra að njóta sín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst hægt miða með starfsfram- ann en vertu róleg/ur. Ekki flýta þér um of og farðu varlega í umferðinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert að hugsa um of mörg mál í einu og missir við það alla starfsorku. Pen- ingar hafa aldrei verið vandamál hjá þér og munu ekki verða það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dómharka er hættuleg. Námskeið gæti hjálpað þér við að tileinka þér nýja færni sem sparar þér tíma. Þér eru allir vegir fær- ir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að vera afbrýðisamur/söm út í vini sem fara í ferðalag og kanna nýja heimshluta. Leggðu áherslu á jákvætt hugarfar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fólkið í kringum þig leggur sitt af mörkum til þess að auka gæfu þína og félagslíf. Nú þarftu að gera það upp við þig hvaða starfi þú vilt sinna næstu árin að minnsta kosti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er margt sem þú getur lært af vinum og kunningjum í dag. Hrapaðu ekki að neinu og hafðu hugfast að þetta er ekki síðasta tækifærið sem þér býðst. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Of mikil áhersla á peningaöflun er þreytandi til lengdar. Farðu í reisu eða sestu aftur á skólabekk. Eitthvað óvenjulegt gerist hjá vini eða í hópi sem þú tilheyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að láta ekki sjást hversu mikið aðfinnslur vinnufélaganna fara í taug- arnar á þér. Þér verður boðið í veislu. Ólafur Stefánsson þýðir margt velog lætur Leirinn njóta þess – og svo á hann það til að koma með orð eða orðasambönd sem sérkennileg eru fyrir Suðurland eins og „gýligjaf- ir“ = „gjafir til að tæla þiggjandann“: „Þá er það Álfakóngurinn sjálfur eft- ir Goethe eða það sem Heinz Erhardt gerir úr honum. Valdimar Briem þýddi Álfakónginn á sínum tíma en það er mjög sorglegt kvæði um föður sem ríður með veikt barn sitt til að reyna að bjarga lífi þess. Barnið er með óráði, sér sýnir og heyrir raddir og segir föðurnum að álfakóngurinn vilji fá það til sín og bjóði allskyns gýligjafir. Erhardt sér þetta allt öðruvísi og ekki eins tragískt. Hver ferðast svo síðla um frosið hjarn, það er faðir á hesti með lítið barn. Í sæng er það dúðað, og sést varla’ í nef, því sonurinn hafði nælt sér í kvef Nóttin hún líður, og loks verður bjart, ljósgráu merinni er riðið enn hart. Til bæjar svo ná þeir með brauki og nauð. Barnið það lifði, en hryssan er dauð.“ Ekki veit ég hvort það samir að fylgja þessu ljóði eftir með Hall- mundi Kristinssyni á Boðnarmiði: Yfir mörgu flestir geta fárast. Fáir eru þeir sem aldrei tárast. Eitt veit ég að sumum þykir sárast; sumarið er um það bil að klárast. Pétur Stefánsson segir að nú líði að hausti: Blíðviðrisdagana þörf er að þakka, þeir voru góðir. Í skýjum ég svíf. Sumarið líður, til haustsins ég hlakka, er helvítis geitungar enda sitt líf. Og yrkir síðan „Haust“: Sumartíðin senn er frá, sólargeislar dofna. Björt og fögur blómin smá blikna nú og sofna. Framundan er frost og hríð, flest vill hrörna og dvína. Loksins hefur haustsins tíð hafið innreið sína. Ingólfur Ómar Ármannsson bregður upp myndum í sínum vís- um: Sumar líður senn á braut sölnar blómaflétta. Roðna brekkur lyng og laut lauf af greinum detta. Þetta endurspeglar þann haust- hug sem verið hefur í hagyrðingum eftir helgina. Helgi Ingólfsson yrkir: Allan daginn eigi þerrði. Árstíð þó á mörgu lumar. Held ég því að haustið verði heldur betra’ en liðið sumar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Álfakóngurinn og geitungarnir „ERTU BÚINN AÐ BÍÐA LENGI?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hún endar stundum í tárum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÉR KEMUR JÓN ÞYKJUMST VERA UPPTEKNIR ÁTTU PANTAÐAN TÍMA? HRÓLFUR, ÍBÚARNIR HAFA SETT UPP VARÚÐARSKILTI! HVERJUM ER EKKI SAMA? FLÝJUM SEM FÆTUR TOGA!! ÉG VAR ALINN UPP SAMKVÆMT BÓKINNI. Nú ber vel í veiði fyrir stuðnings-menn íslensku karla- og kvenna- landsliðanna í knattspyrnu, þar sem fram undan er fjöldi landsleikja hér á Laugardalsvellinum. Víkverja finnst ánægjulegt að heyra að mikill áhugi sé á því að sjá kvennalandsliðið tak- ast á við Þýskaland um helgina, en eins og alþjóð ætti að vita skipta úr- slit leiksins umtalsverðu máli í bar- áttunni um sæti í heimsmeistara- keppninni. Uppselt er á leikinn og er þá ekkert annað í boði en að hrópa „Áfram Ísland“ innan sem utan vall- ar um helgina. x x x Þá er Þjóðadeildin svokallaða aðfara af stað hjá karlalandsliðinu og bíður landsleikur við Belga, sem enduðu í þriðja sæti á HM í sumar, rétt handan við hornið. Nýr þjálfari, Svíinn Erik Hamrén, þreytir þar frumraun sína með liðið. Vonast Vík- verji til þess að leikmenn taki vel á móti nýja þjálfaranum, helst með því að „Hamrén“ í netið ögn oftar en Belgar. x x x Víkverji fagnar þessum miklaáhuga á landsliðunum okkar. Ekki síst vegna þess að hann er nógu gamall til þess að muna eftir þeim tíma þegar það var auðveldara að fá miða á leiki íslenska landsliðsins en að panta sér pizzu. Þegar „gamla“ stúkan á Laugardalsvellinum, með öllum sínum stólpum í sjónlínunni, var málið og þeir sem hrópuðu í stúk- unni liði sínu til stuðnings voru litnir hornauga. x x x Víkverji man til dæmis eftir þvísem kalla mætti fyrsta „Víkinga- klappið“. Og það var sko ekki neitt sem var innflutt frá Skotlandi. Ó nei. Þá sjaldan að fólkið var í stuði til að styðja landsliðið var hægt að fá það til þess að klappa saman í takt eftir- farandi runu: „klapp, klapp, klapp- klapp-klapp, klapp-klapp-klapp- klapp, Ísland!“ Þetta var svo endur- tekið eftir þörfum, og þótti bara býsna gott að þarna væri klappað al- veg níu sinnum í röð. Það kallar Vík- verji sko almennilegan stuðning við sitt lið. Áfram Ísland! vikverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálm: 103.13)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.