Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Brösulega virðist ganga fyrir borgarfulltrúa að finna sér eitthvaðuppbyggilegt að gera. Rætt hefur verið um djúpan samskiptavanda,en kannski er málið ekki svo flókið. Ef til vill þurfa borgarfulltrúar bara að hafa meira fyrir stafni og minni tíma til að ulla á hina. Hér eru fjórar hugmyndir að verkefnum fyrir borgarfulltrúa, í engri sérstakri röð: Númer eitt: Laga leikskóla Fjöldi foreldra er í þeirri stöðu að fá leikskólapláss fyrir börn sín, en ekki í þeim leikskóla sem næst er heimili. Þetta kallar á skutl og óþarfa vesen fyrir alla. Borgarfulltrúar gætu látið til sín taka í leikskólamálum og skoðað alla fleti þeirra mála. Númer tvö: Laga strætó Börn og unglingar ættu að eiga auð- velt með að taka strætó í þær frí- stundir sem ekki eru í þeirra hverfi. Svo er hins vegar ekki eins og stað- an er nú. Borgarfulltrúar mættu gjarnan nýta tíma sinn í að stuðla að því að strætó geti staðið undir sínum slagorðum og orðið „besta leiðin“ fyrir alla sem þurfa og vilja nota al- menningssamgöngur. Þannig má minnka skutlið. Númer þrjú: Laga frístundaheimili Ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd að frístundaheimilin eru olnboga- börn í borgarkerfinu. Í mörgum hverfum eru þau í óboðlegu húsnæði og starfsfólk gefst víða upp og hættir vegna þeirra aðstæðna sem börnum og starfsfólki er boðið upp á. Borgarfulltrúar gætu farið í það að skoða stöðu frí- stundaheimila og vinna í að bæta hana. Númer fjögur: Laga göngustíga Mikið hefur verið gert til að bæta hjólastíga víða um borg, sem er gott mál, en göngustígar inni í hverfum hafa orðið út undan. Borgarfulltrúar gætu sett sér markmið um að gera hverfin göngufær, ekki síst eldra fólki, fólki með barnavagna og öðrum sem eiga erfitt með að klöngrast yfir bólgið malbik. Af nógu er að taka og enginn þeirra 23 einstaklinga sem við borgarbúar kusum yfir okkur í vor ætti að þurfa að láta sér leiðast. Enginn ætti heldur að þurfa að verja tímanum í að rægja hina eða væla undan þeim í fjölmiðlum. Morgunblaðið/Valli Fjórar hugmyndir fyrir borgarfulltrúa ’Enginn þeirra 23 einstaklinga sem viðborgarbúar kusum yfirokkur í vor ætti að þurfa að láta sér leiðast. Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Hera Sísí Helgadóttir Ég er að fara að læra spænsku og snyrtifræði í Varmárskóla í Mosó. SPURNING DAGSINS Ætlar þú að læra eitt- hvað nýtt í vetur? Reynaldo Cruz Mig langar að geta klárað klippara- nám, ég fer kannski í það í vetur. Jóhanna Guðrún Gestsdóttir Ég er ekki mikið að pæla í því en örugglega. Jú, lífsleikni er nýtt. Unnar Elí Egilsson Ég ætla halda áfram námi við Menntaskólann við Sund. Þar er ég að fara að byrja að læra frönsku. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvað er Plastlaus september? Plastlaus september er árveknisátak til að draga úr plastnotkun og þá sérstaklega ein- nota plasti, sem er oft algjör óþarfi. Hverjir standa að verkefninu? Það er hópur sjálfboðaliða, allt mjög öflugar konur. Í fyrra tóku sig saman átta konur og undirbjuggu mjög flotta dagskrá með þriggja mánaða fyrirvara. Í ár var auglýst eftir áhugasömu fólki svo að ég og fleiri slógumst í för. Verða einhverjir viðburðir tengdir átakinu? Við verðum með opnunarhátíð í Ráðhúsinu 1. september á milli klukkan 12 og 16 þar sem um- hverfisráðherra mun setja átakið. Meðal gesta verða fulltrúar frá Landspítalanum sem ætla að segja okkur hvernig þeir hafa minnkað plastnotkun, sem er frábært dæmi um vinnustað sem hefur ekki mikinn tíma eða fjármagn til að spila með, en gátu samt gert heilmikið til að minnka plastnotkun. Svo verðum við með markað þar sem fólk getur keypt og kynnt sér vörur sem eru plastlaus- ar og umhverfisvænar. Nota Íslendingar mikið plast? Já, við notum mjög mikið plast. Ég veit til dæmis að nýjar töl- ur frá Sorpu sýna að 50% af ummáli óflokkaðs sorps er plast, og 20% af þyngd óflokkaðs sorps er plast. Þetta er mjög mikið þar sem plast er ekki þungt. Hvernig er einfaldast að byrja að nota minna plast? Það er mikilvægt að muna að það er ekki hægt að gera neitt vit- laust. Svo er bara að byrja að skoða hverju er hægt að breyta og það er gott að byrja á einnota plasti. Notarðu mikið af plaströrum eða einnota filmum og pokum? Svo er mjög mikilvægt að flokka það sem notað er. Morgunblaðið/Hari KOLBRÚN GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Minna plast, takk! Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir er kennari og einn af skipuleggjendum átaksins Plastlaus september. Hægt er að fá nánari upplýsingar á plastlaus- september.is en þar má einnig styrkja átakið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.