Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Qupperneq 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 Ég hef áður nefnt það á þessumvettvangi að mörgum þykirþað gefa höggstað á ráðherra að útgjöld til málaflokka hans standi í stað, hvað þá að þau dragist saman. Og sjái ráðherra tækifæri til að lækka útgjöld á einhverju sviði þyki mörgum að í þeirri stöðu sé klókt og nánast skylda að finna umsvifalaust einhverjar nýjar leiðir til að eyða þeim fjármunum, til að rýra ekki sjóðina sem viðkomandi getur slegið um sig með. Þörf áminning Óli Björn Kárason alþingismaður kom inn á þetta í grein hér í Morg- unblaðinu í vikunni, sem hitti þráð- beint í mark. Hann bendir á að „magn“ er alltof ríkjandi mælikvarði á störf stjórnmálamanna, fremur en að horft sé til gæða og innihalds. Hann vekur athygli á þeim „upp- boðsmarkaði loforða“ sem stjórn- málamenn freistast oft til að taka þátt í af meira kappi en forsjá, í von um að tryggja sér endurkjör. Og hann bendir á hvernig sérhagsmunir valda því að aukin útgjöld vekja alla jafna meiri hrifningu en aðhald og skattalækkanir. Hann skrifar: „Stjórn- málamaður sem lofar auknum út- gjöldum, stór- bættri opinberri þjónustu, fær yf- irleitt hljóðnema fjölmiðlanna og frið til að flytja boð- skapinn. Sá er berst fyrir lækkun skatta er hins vegar krafinn svara við því hvernig hann ætli að „fjár- magna“ lækkun skatta. Og það er eins gott fyrir þingmann sem vill draga úr umsvifum ríkisins – minnka báknið – að vera tilbúinn að svara hvernig í ósköpunum honum komi slíkt til hugar.“ Átak til atvinnusköpunar: 1996-2018 Fyrir alþingiskosningarnar 1995 var mikið rætt um atvinnuleysi og á meðal þeirra loforða sem vöktu mesta athygli var að séð yrði til þess að 12-13 þúsund ný störf yrðu til í landinu til aldamóta. Fljótlega eftir kosningarnar setti viðskiptaráðherra nýrrar rík- isstjórnar á fót verkefnið „Átak til atvinnusköpunar“, væntanlega ekki síst í því augnamiði að efna umrætt kosningaloforð. Á vegum Átaksins var tugum milljóna króna varið á hverju ári til að styrkja ýmis ný- sköpunarverkefni og atvinnuskap- andi framtak. Á árinu 2000 höfðu orðið til næst- um 15 þúsund ný störf á Íslandi samanborið við 1995, eða töluvert fleiri en hafði verið lofað. Nú hafa orðið til vel yfir 50 þúsund ný störf á tímabilinu. Engu að síður hefur Átak til atvinnusköpunar haldið áfram sleitulaust í 22 ár og hefur haft um 70 milljónir króna á ári til ráðstöfunar. Nú er rétt að hafa í huga að þegar verkefnið var stofnað var það meðal annars samsett úr ýmsum eldri styrkjum sem hafði verið úthlutað undir öðrum formerkjum. Það var því ekki sjálfgefið að þeir ættu allir að falla niður þó að atvinnuleysi minnkaði. Ekki verður heldur um það deilt að fjölmörg mjög góð verk- efni hafa notið góðs af Átakinu. Aftur á móti er það einnig stað- reynd að Tækniþróunarsjóður, sem var stofnaður árið 2004, hefur verið stórefldur á undanförnum árum og hlutverk hans aukið. Framlög til sjóðsins hafa meira en tífaldast frá stofnun og hann styrkir mun fjöl- breyttari verkefni en í upphafi. Árið 2008 bættust við tveir nýir styrk- flokkar í þágu sprotafyr- irtækja og frum- kvöðlaverkefna á frumstigi. Þar með hófst tölu- verð skörun við verkefni Átaks til atvinnusköpunar; skörun sem hefur síðan aukist. Enda sýnir reynslan að töluvert er um að sótt sé um styrki á báðum stöðum samtímis. Í þessari stöðu þurfum við að geta endurmetið nálgun okkar. Það er mitt mat að það fari betur á því að eftirláta Tækniþróunarsjóði umfjöllun um styrkumsóknir á þessu sviði. Sjóðurinn starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tækni- rannsóknir, nýsköpun og at- vinnuþróun og hefur því lögbundið hlutverk sem samræmist vel stuðn- ingi við verkefni af því tagi sem Átak til atvinnusköpunar hefur helst stutt við. Auk þess stendur umsækj- endum eftir sem áður til boða leið- sögn og ráðgjöf af hálfu Nýsköp- unarmiðstöðvar, sem hefur sinnt því hlutverki vel. Skilað (að mestu) til skatt- greiðenda Ég boðaði í vor endurskoðun á ráð- stöfun þessara fjármuna og stöðvaði styrkveitingar á meðan. Eftir þá at- hugun er það niðurstaða mín að setja punkt aftan við Átakið. Í endurskoðunarferlinu komu fram ýmsar áhugaverðar hugmyndir um hvernig verja mætti þessum fjármunum með öðrum hætti og jafnvel fá meiri ávinning fyrir minna fé. Líklegt er að einhverjum þeirra verði hrint í framkvæmd. Meirihluta fjármunanna verður hins vegar ekki eytt, og þar með í raun skilað til skattgreiðenda. Mér segir svo hugur að í kerfinu finnist fleiri útgjaldaliðir sem óhætt væri að setja punkt aftan við með hliðsjón af því hvernig umhverfið hefur breyst frá því að upphaflega var stofnað til þeirra. Það mætti jafnvel gera átak í því. Lítið skref en táknrænt ’Nú hafa orðið til velyfir 50 þúsund nýstörf á tímabilinu. Enguað síður hefur Átak til at- vinnusköpunar haldið áfram sleitulaust í 22 ár. Úr ólíkum áttum Þordís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/Eggert Edda Björgvinsdóttir leikkona er ein af þeim fjölmörgu vinum Stefáns Karls Stefánssonar sem tjáðu sig á Facebook í vikunni: Ein- stakur í heiminum. Fallegur, góður, fyndinn og engum líkur. Heimurinn hefur misst stórkostlegan lista- mann með gullhjarta. Margir fleiri minntust Stefáns Karls á samfélags- miðlunum. Leikarinn Gói Karlsson ritar um vin sinn: Stefán Karl var vanur að vitna í dr Seuss: „Don’t cry because it’s over. Smile because it happen- ed.“ Ég mun ávalt brosa vegna þess að ég fékk að kynnast, vinna með og vera nálægt Stebba. Guð geymi minninguna um dásamlegan vin og félaga. Séra Hildur Eir Bolladóttir þakk- ar Stefáni fyrir að tala um dauðann af hreinskilni: Í veik- indunum gaf hann okkur sem álengdar stóðum dýr- mæta gjöf, hann talaði nefnilega um dauðann eins og dauðinn á skilið, af hispursleysi og húmor og þannig setti hann lífið og vonina í forgang okkur til huggunar og blessunar. Takk Stefán Karl. Alþingismað- urinn Helga Vala Helgadóttir sendir líka kveðju: Blessuð sé minning þín elsku Stebbi. Takk fyrir allt þitt örlæti og enda- lausa mannúð sem þú sýndir á svo mörgum sviðum. Takk fyrir listina og húmorinn. AF NETINU Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Fullkominn ferðafélagi Ástralía og Nýja Sjáland Sigling fráSydney til Auckland | 2. - 24.nóvember | 2 sæti laus Verð frá:879.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í Concierge klefa með svölum. Verð án Vildarpunkta: 889.900 kr. Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.