Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Side 10
Ég er ekki mikið í lífsstílsbransanum. Það er ólíklegtað sjá mig rölta um í bókabúð og skoða sjálfs-hjálparbækur. Ekki búast við því að heyra mig
tala um að ég ætli að verða besta útgáfan af sjálfum mér
eða að það þurfi þorp til að ala upp barn eða laga hjóna-
band eða gera við bíl. Að minnsta kosti ekki í alvöru.
En í þessari viku hef ég aftur og aftur hugsað: Lífið er
núna. Sem ætti ekki, ef maður hugsar rökrétt, að koma á
óvart. Auðvitað er það núna! En ekki hvað? Og flesta
daga væri ég líklegur til að gera svolítið grín að svona
frösum.
Þegar fólk í blóma lífsins fellur frá verður samhengið
annað og augljósara. Í þessari viku hefur andlát Stefáns
Karls orðið til að minna mig á hvað raunverulega skiptir
máli. Út á hvað þessi tilvera gengur.
Stefán Karl var ekkert venjulegur maður. Fyrir þá
sem ekki þekktu hann nægir að líta á samfélagsmiðlana
til að sjá hvaða áhrif hann hafði. Úti um allan heim er
fólk að kveðja hann með fallegum orðum. Sumir þakka
honum fyrir að hafa hjálpað sér að takast á við einelti og
afleiðingar þess. Foreldrar þakka honum fyrir að hafa
hjálpað börnum þeirra og glatt þau í Latabæ. Einhverjir
þakka honum fyrir að hafa vakið áhuga á leiklist, aðrir
bara fyrir að hafa verið til og verið svona svakalega
skemmtilegur.
Ég man eftir því þegar ég hitti Stefán Karl fyrst og
hugsaði: Á hverju er þessi maður? Orkan og gleðin var
algjörlega á yfirsnúningi. Sögur og eftirhermur til skipt-
is og aldrei stoppað. Allt líf hans var eins og fullt starf við
að dreifa hlátri, gleði og góðmennsku. Ég man líka eftir
að hafa setið með honum eftir að hann veiktist, einn
ógleymanlegan laugardagsmorgun í útvarpinu, og velt
því fyrir mér hvernig hægt væri að koma fyrir svona
miklu æðruleysi í einum manni.
Þegar hann var ekki að grínast var hann að hjálpa
börnum að takast á við einelti. Gaf sér tíma til að fara út
um allt land til að setja
plástra á sár og gera sitt
til að breyta heiminum.
Það er meira en að segja
það.
Og eftir sitjum við,
eins og fólk gerir þegar
lífið sýnir hvað það getur
verið ósanngjarnt. En
við getum líka tekið Stef-
án Karl okkur til fyrir-
myndar og lifað lífinu til
fulls meðan við getum. Af því að lífið er núna. Við fáum
bara eitt tækifæri og það er um að gera að nýta það.
Faðma börnin okkar, fagna gleðinni og reyna að láta gott
af okkur leiða. Munum það.
Lífið er núna
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Ég man eftir því þegar ég hittiStefán Karl fyrst og hugsaði: Áhverju er þessi maður? Orkan oggleðin var algjörlega á yfirsnún-
ingi. Sögur og eftirhermur til
skiptis og aldrei stoppað. Allt líf
hans var eins og fullt starf við að
dreifa hlátri, gleði og góðmennsku.
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018
VETTVANGUR
Langisjór er eitt af fallegustu stöðuvötnum landsins; fagurblátt og birtan leikur við það allan daginn. Fyrir vikið er vatnið í margbreytileika sínum yndi ljósmyndarans en þessi mynd var
tekin á dögunum skömmu eftir Skaftárhlaup. Langisjór er í Vestur-Skaftafellssýslu, suðvestan við Tungnár- og Skaftárjökul, og er 27 km². Vatnið er í 670 metra hæð og mesta vatnsdýpi er
75 metrar. Sunnan við Langasjó er Sveinstindur en austan hans eru Fögrufjöll. Þau ganga víða með þverhníptum klettahöfðum fram í Langasjó.
RAX