Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Blaðsíða 19
Bræðurnir Róbert, Brynjar og Sævar í berjamó ásamt hvolpinum Tinnu. nokkrum bæjum. „Við þekktum fáa hér, en allir hafa tekið okkur ofboðslega vel. Manni finnst maður svo velkominn og upplifir að maður sé verðmæt viðbót í samfélagið. Fólk er svo ánægt þegar fólk, með börn sérstaklega, kemur og ætl- ar að gera eitthvað og byggja upp starfsemi. Maður upplifir svo mikla samkennd og að hver og einn skipti máli. Ég upplifði mig aldrei þann- ig til dæmis þegar ég bjó í Kópavogi en núna finnst mér ég hluti af samfélaginu hér og vil taka þátt í að byggja það upp.“ Oddný segir að fólk sé í auknum mæli farið að sjá tækifærin úti á landi. Síðastliðin tvö ár hafi í fyrsta sinn síðan 1906 fleiri flutt úr þéttbýli í dreifbýli en öfugt. Og fjarlægðin sé mun minni fyrirstaða en áður. „Það hefur orðið svo mikil bylting í því að þú getur gert nánast hvað sem er – hvar sem er; með internetinu, bættum sam- göngum og svo framvegis. Nú styttist í bæði ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn hér í sveit- inni sem breytir miklu fyrir marga – svona hlut- ir eru oft forsenda fyrir því að fólk hreinlega geti hafið starfsemi í dreifbýli. Fjarvinna er líka orðin viðurkenndari og almennari og vissulega hafi það haft mikið að segja fyrir okkur að geta tekið vinnuna okkar með okkur.“ Lífsgæðin aukast til muna Lífsgæðin við að flytja út á land segir Oddný að aukist á margan hátt. „Kosturinn er meðal ann- ars sá, allavega enn sem komið er, að húsnæðis- og leiguverð sé mun lægra,“ segir Oddný. „Við gátum því lækkað húsnæðislánin, losað fyr- irtækið úr rándýru leiguhúsnæði og átt meiri af- gang eftir mánuðinn til að gera meira fyrir okk- ur sjálf. Það er ömurleg tilfinning að strita stóran hluta mánaðarins fyrir bankann og leigu- salann og ýmislegt sem fylgir því að búa í borg.“ Hún segir að lífið hafi því orðið ódýrara og ein- faldara að mörgu leyti þótt auðvitað hafi tölu- verður kostnaður fylgt þessari lífsstílbreytingu. Til dæmis þurftu þau að kaupa ýmislegt sem þau þurftu ekki að eiga í borginni. Stóran kost við flutninginn segir Oddný vera þann hvað sé stutt í vinnuna. Nú séu til dæmis aðeins örfá skref fyrir börnin í vinnuna til pabba og þau hafi gott og gaman af því að hjálpa honum. „Ég hef alltaf reynt að líta á hindrarnir sem tækifæri; maður gerir bara gott úr því sem mað- ur hefur og skipuleggur sig betur. Ég var til dæmis þessi sem verslaði fimm sinnum í viku í matvöruverslun en nú þarf maður að hugsa að- eins fram í tímann. En við getum ekki kvartað. Það eru aðeins 25 mínútur á Djúpavog sem verða 20 mínútur þegar nýi vegurinn hefur ver- ið tekinn í notkun í haust, sem eru nú engin ósköp í samanburði við þann tíma sem það er farið að taka að komast á milli staða í bænum. Við erum því enn að versla þrisvar í viku; á þriðjudögum og fimmtudögum þegar við förum með sendingar frá Geislum til Flytjanda í Djúpavogi og svo í vikulegum ferðum okkar á Egilsstaði eða Reyðarfjörð til að gera stærri innkaup,“ segir Oddný. „Svo var gaman að kom- ast að því að tannlæknar, hárgreiðslufólk og snyrtifræðingar koma reglulega á litla staði eins og Djúpavog til að bjóða fram þjónustu sína. Á nokkurra vikna fresti mun ég því geta rennt þangað í klippingu, snyrtingu og fleira og þarf því ekki að sækja það langt að.“ Synirnir eru nú byrjaðir í skóla og leikskóla á Djúpavogi og fara með skólabílnum á milli. Oddný segir leikskólabörn mega fara með skólabílnum ef það er líka skólabarn á bænum. „Skólabíllinn keyrir krakkana síðan heim upp úr klukkan þrjú en þá eiga íþróttir og tónlistarnám að vera búið. Þannig að þetta er hugsað þannig að þá eigi allir að vera búnir með sitt; hvort sem það er skóli, tónlistarnám eða íþróttir,“ segir Oddný og segist ánægð með það fyrirkomulag. Hún bætir við að auðvitað verði þetta dálítið flókið fyrir strákana; þeir búi núna á sveitabæ og ef þeir eignist vini á Djúpavogi hlaupi þeir ekki á milli eins og þeir gerðu í bænum. „En með tækninni er heimurinn að minnka og öll samskipti orðin svo einföld. Þeir spjalla til dæm- is mikið við vini sína í gegnum Skype og spila tölvuleiki með þeim í gegnum netið.“ Byggja upp draumaveröld Oddný vinnur að alls konar verkefnum sem ráð- gjafi á sviði matvæla og landbúnaðar og segist skjótast í bæinn þegar þess þurfi. „Meðal ann- ars til að sinna verslununum sem selja vörurnar okkar. Pálmi sér að mestu um Geisla og getur ekki beðið eftir því að fara að byggja upp draumaveröldina okkar hér samhliða því.“ Oddný segir að hugmyndin sé að verða sem mest sjálfbær í grænmeti, fiski, lambakjöti og eggjum og kaupa það sem þau rækti ekki af bændum á svæðinu. „Ég hef um árabil reynt að kaupa sem mest beint frá býli og er almennt mjög hlynnt því að reyna að versla sem mest á staðnum til að styrkja samfélagið sem maður býr í. Stóra málið er þó að einfalda lífið. Geta átt meiri tíma saman og geta meira um frjálst höfuð strokið.“ Fjölskyldan er búin að fá sér hvolp og með haustinu verða keypt líflömb og landnáms- hænur. Oddný segir Pálma þegar búinn að velja mark fyrir búið „Síðan ætlum við að planta fullt af trjám og ætlum að undirbúa matjurtagarða fyrir næsta vor. Við erum með stóra þurr- heyshlöðu, fjárhús, hesthús og gamalt fjós sem okkur langar að nýta einnig fyrir inniræktun og einhvers konar gistiaðstöðu. Við erum ekkert að fara í neinn stórfelldan búskap; heldur hugsum þetta bara fyrst og fremst fyrir okkur og selja svo það sem umfram er beint frá býli.“ Oddný segir að þau ætli að nota veturinn til að plana framhaldið en í augnablikinu snúist allt fyrst og fremst um að koma sér fyrir og sinna núverandi störfum. Að lokum segist Oddný finna fyrir auknum áhuga fólks á höfuðborgarsvæðinu á að flytja út á land. „Fyrir tíu árum hefði fólk líklega sýnt þessari lífsstílsbreytingu okkar tak- markaðri skilning og áhuga. En núna finnst mér allir sem ég tala við líta þetta jákvæðum augum, sérstaklega auðvitað þeir sem þekkja okkur. Ég held að svolítið margir séu orðnir þreyttir á umferðinni og menguninni í bæn- um; stressinu og skutlinu, hvað þá húsnæðis- og leiguverðinu og gætu alveg hugsað sér að gera eitthvað svipað. En það eru auðvitað alls ekki allir til í að vera svona einangraðir og langt frá ys og þys borgarlífsins. En þegar ég geng út um dyrnar hérna heima hjá mér og við mér blasa þessi háu og tignarlegu fjöll og þetta dásamlega umhverfi, þá hugsa ég: Getur þetta verið? Á ég í alvöru heima hérna? Er draumurinn virkilega orðinn að veruleika? “Blaðamanni sýnist að svarið við þeirri spurn- ingu sé já. Af vinnustaðnum. Geislar hönnunarhús. Oddný segir að Gautavík hafi allt sem þau Pálmi leituðu að: Há og tignarleg fjöll, ár, læki og fossa, stór og vel hirt tún og fallega náttúru allt í kring. Fyrir utan fyrirtækið. Stutt er að labba úr íbúðarhúsinu yfir í vinnuna. Gamla fjósið er steinhúsið sem er sambyggt vélaskemmunni. Sævar Kári í siglingu á bæj- arlæknum. 26.8. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.