Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.08.2018, Síða 34
Verk Steinunnar Önnudóttur; „The boudoir“. Steinunn fæst fyrst og fremst við málverk og skúlptúra sem renna gjarnan saman og eru skilin oft óljós. Ljósmynd/Hrafnhildur Gissurardóttir Þrír af fjórum listamönnum sem eiga verk á sýningunni í Gerðarsafni, þar sem myndverk þeirra eru sett upp samhliða sýningu á verkum Gerðar sjálfrar. Frá vinstri: Áslaug Íris Friðjónsdóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir. Á myndina vantar Steinunni Önnudóttur. Morgunblaðið/Eggert Sýningin Skúlptúr / Skúlptúrhefur verið opnuð í Gerðar-safni í Kópavogi. Fjórir samtímalistamenn eiga verk á sýn- ingunni sem er sett upp samhliða yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Sýn- ingin var opnuð formlega á föstu- dagskvöldið var með viðhöfn og flutti einn listamannanna, Styrmir Örn Guðmundsson, m.a. gjörning- inn „Organ Orchestra“ við tilefnið. Titill sýningarinnar vísar til ann- arrar sýningar, Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem sett var upp á Kjarvalsstöðum árið 1994, sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar voru sýnd verk eftir á þriðja tug listamanna en sýning- unni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Heiðra listamanninn Gerði Sýningin er sú þriðja í sýningaröð sem Gerðarsafn hefur staðið fyrir undanfarin ár. Sýningaröðinni er ætlað að heiðra Gerði Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregn- ar eru saman tengingar við ís- lenska listasögu og hreyfingar í samtímaskúlptúr. Að sögn Klöru Þórhallsdóttur, sýningarstjóra í Gerðarsafni, er leitast við að draga upp mynd af því sem er að gerast í samtímalist og varpa jafnframt ljósi á þrívíða listsköpun í samtímanum. „Svo er- um við að bregða aðeins út af van- anum og setjum saman tvær sýn- ingar, en fyrr í sumar var opnuð stór og vönduð yfirlitssýning á verkum Gerðar. Við buðum fjórum listamönnum að stíga inn í þá sýn- ingu, alveg óháð verkum Gerðar. Þeir fá því sitt pláss en við tökum Gerði með að þessu sinni. Við höf- um fengið til liðs við okkur lista- menn sem hafa verið duglegir við að sýna undanfarin og fást við þrí- víða myndsköpun með ólíkum hætti,“ útskýrir Klara. Gerðarsafn kallaði eftir umsókn- um myndlistarmanna til þátttöku fyrr á árinu. Þátttakendur í sýn- ingaröðinni í ár voru valdir úr yfir 100 manna hópi listamanna. Fortíðin mætir framtíðinni Hún segir að þótt listamennirnir vinni með ólíka miðla eigi þeir það sameiginlegt að vinna þrívíð mynd- verk. „Við erum t.d. með einn listamann, Styrmi Örn, sem er þekktari fyrir gjörningalist en not- ast við skúlptúra í gjörningunum sínum. Nálgunin er því mjög ólík.“ Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnu- dóttir og Styrmir Örn Guðmunds- son, auk Gerðar Helgadóttur. „Það er gaman að sjá þessi verk Gerðar við hlið þessara nýrri verka en hún átti fjölbreytt tímabil á sínum 30 ára ferli. Koma má auga á ýmis líkindi í því hvernig listamenn sá hugmyndum inn í framtíðina og svo hvernig þær hugmyndir birtast aftur í samtím- anum,“ segir Klara. Í tengslum við sýninguna verða samræður við listamennina í Gerðarsafni í haust, þar sem að kafað verður í hugar- heiminn bakvið verkin. Jóhanna Kristbjörg mun hefja leikinn og ræða um sitt verk næsta sunnudag og halda samræðurnar áfram ann- an hvern sunnudag út sýninga- tímabilið. Mun Styrmir Örn end- urtaka gjörning sinn þegar hann verður með listamannaspjall. Sýningin Skúlptúr / Skúlptúr stendur til 7. október. Skúlptúralist í nútíð og þátíð Sýningin Skúlptúr / Skúlptúr hefur verið opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar má sjá fjölbreytileg þrívíð listaverk fjögurra ungra listamanna samhliða sýningu á verkum brautryðjandans Gerðar Helgadóttur. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Verk eftir Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur; „afstand maakt de bergen“. Í verkum sínum leitast Jóhanna við að samþætta ólíka miðla. Ljósmynd/Hrafnhildur Gissurardóttir 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.8. 2018 LESBÓK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.