Jökull - 01.01.2004, Síða 95
ur að fara að gera eitthvað í málinu, þetta getur ekki
gengið svona, eða hvað? Verður eitthvað fútt í þessu
ef draslið hættir að klikka? Staður og stund, Mýrdals-
jökull á páskum 1961. Tilefni, vísindamenn og þeirra
þarfir.
—– —– —– —– —– —–
Gunnar Guðmundsson var fæddur í Reykjavík
26. desember 1924. Foreldrar hans voru Guðmund-
ur Matthíasson, fæddur 22. september 1874 og kona
hans Sigurrós Þorsteinsdóttir, fædd 16. júlí 1896.
Æskuheimili Gunnars var á Lindargötu 23 og skóla-
ganga hans til fullnaðarprófs í Miðbæjarskólanum.
Þar með var þeim kafla lokið því hugur hans stóð ekki
til frekara bóklegs náms heldur framkvæmda. Gunn-
ar fór snemma að vinna, var fylginn sér og duglegur
sem sést best á því að í Bretavinnuna fór hann um leið
og kostur var á en ekki eins og flestir Íslendingar til
þess að styðja sig við skóflu heldur til þess að vinna í
akkorði við skurðgröft með skóflu, það gaf nefnilega
mun meira. Hann varð fljótlega ýtustjóri hjá Almenna
byggingafélaginu og endaði þá vist árið 1949 með því
að kaupa, í félagi við Óla Páls, stóra ýtu sem Gunnar
hafði verið með á Skagaströnd. Ók hann ýtunni suður
og ýtti snjó á Holtavörðuheiðinni í leiðinni. Rétt er
að rifja upp að ýtur þeirra tíma voru hvorki yfirbyggð-
ar né hraðskreiðar og það að handleika stangirnar var
ekki á færi meðalmanna.
Árið eftir, 1950, var tímamótaár í lífi Gunnars,
þá setur hann á laggirnar fyrirtæki utan um rekstur
sinn, Gunnar Guðmundsson hf. og síðla sama árs eru
stofnuð tvö félög, Flugbjörgunarsveitin og Jöklarann-
sóknafélagið, en vettvangur þeirra varð um leið vett-
vangur Gunnars allt til dánardags. Innan Jöklarann-
sóknafélagsins féll eðlilega strax í hans hlut að halda
lífinu í hinum heilsulausu víslum félagsins. Þetta voru
afdönkuð stríðstól, keypt af fjárvana félagi og ætlað
stórt hlutverk, því kom sér vel að til varð harðsnú-
inn kjarni sem mótaðist í fyrstu bílanefnd félagsins.
Gunnar varð þar fljótt í forystu og stýrði nefndinni
um áratuga skeið. Nýttist nú vel sú reynsla sem hann
hafði fengið, við að halda jarðýtunum gangandi, hver
svo sem skilyrðin voru, og það oftast án nýrra vara-
hluta því að ekkert var til í víslana og þurfti því að
beita alls konar óhefðbundnum aðferðum til þess að
halda þeim ökufærum. Þá skipti og sköpum kunnátta
Gunnars við akstur beltatækja því hann lýtur öðrum
lögmálum en akstur bíla og oft má ekki mikið út af
bera.
Þessu linnti að mestu árið 1972 en þá var Gunnar
í framlínu þröngs hóps sem lagði nöfn sín að veði til
þess að félagið gæti fjármagnað kaup á nýjum snjóbíl
af Bombardier gerð. Þá varð til „Bíll númer eitt“ svo
notuð séu orð og áhersla Gunnars. Má af því marka að
eitthvað hafa víslarnir verið búnir að missa glansinn.
Fyrir okkur sem til hliðar stóðu var það alltaf undr-
unarefni að á hverjum aðalfundi félagsins kom í ljós
að engu hafði verið eytt til viðhalds víslunum sem þó
voru alltaf að bila. Ef þetta var fært í tal við Gunn-
ar þá brosti hann og fór að tala um skíðaferðirnar í
gamla daga með félögunum í Ármanni. Hætt er við
að ef grannt yrði skoðað fyndist ýmislegt frá þessum
árum í bókhaldi GG sem hefði átt að eyrnamerkja á
annan veg.
Innan vébanda Jöklarannsóknafélagsins hefur alla
tíð starfað fólk sem hefur verið tilbúið til þess að gefa
af sér ómælt, án þess að krefjast annars endurgjalds en
samverunnar og þeirra hrifa sem náttúruöflin í blíðu
og stríðu veita, en óneitanlega eru skilin eftir misdjúp
spor. Víst er að seint mun fenna í Gunnars.
—– —– —– —– —– —–
Leiftur. Það var verið að syngja um senjoríturnar suður
á Spáni og hópurinn lifði sig virkilega inn í hlutverk-
ið en ég var hættur öllum söng, orðið hálf ómótt og
hafði heldur ekki áhuga á að vökva lífsblómið frek-
ar. Settist niður fyrr um kvöldið of nærri ofninum og
var einfaldlega orðið of heitt. „Í Barcelona var lag-
leg hnyðra með limi netta og svarta brá“ söng fólkið,
ég stóð upp, fór fram og út, stóð fyrir utan gluggann
og andaði að mér svölu næturloftinu. Í gegnum glerið
heyrði ég sönginn „þær syngja um ástir með ljúfum
hreim“ og um leið umgang. Út undan mér sá ég að
hann stóð þarna skáhallt fyrir aftan mig og horfði upp
í himinhvolfið. Við lögðum af stað, ég veit ekki hvor
tók fyrsta skrefið, kannski báðir og fórum hægt því
hraunhellan milli skálanna er ekki slétt. Frá Gamla-
skála heyrðist lágvær hlátur og raddir þeirra sem vildu
fremur sitja og spjalla en syngja. Við gengum fram
hjá tröppunum sem Pétur Sumarliðason á einna flest
JÖKULL No. 54, 2004 95