Jökull - 01.12.2007, Blaðsíða 109
Bréf Guðmundar Arnlaugssonar til Trausta Einarssonar
FJALLGÖNGURÍMA
Torfafellsför 22.–23. desember 1938
Mansöngur
1. Unga sprund á Ísagrund,
á þinn fund ef mætti
fara lund um litla stund,
er ljóða grunda hætti.
2. Skyldi eg emja söngva són
og saman lemja myndir,
engan fremja falskan tón,
en flestar hemja syndir.
3. Söngva fjöld í svölum þey
eg sendi á kvöldin lengi,
bara ef gjöldin, blíða mey,
eg bak við tjöldin fengi.
4. Viltu hlýða á minn óð,
yndisblíði svanni.
Ei skal kvíða, elskan góð,
þótt eitthvað stríði manni.
5. Allvel hætta á það má,
– ef aðeins sætt er lagi –
að lokur gættum lífsins frá
ljóðahættir dragi.
6. Hljómi sætt mín harpan sterk,
hjartað kætt skal vinna.
En áður gætt er undir serk,
eg vil þætti tvinna.
Ríma
1. Sagan fyrst því segir frá,
að sveinar list umsnúnir,
fóru að gista fjöllin há,
föngum vista búnir.
2. Fjall eitt Ítar fóru að sjá,
en fáum hlíta mundi.
Vildu líta eldgos á,
sem upp úr víti drundi.
3. Kennt við Torfa er fjallið frítt,
af flestum sorfið vindum.
Þaðan horfa hugðust vítt
hlynir orfs af tindum.
4. Báru mæki, teppi og tjöld
upp traðir klækivega,
mælitækja mikinn fjöld,
mjög svo fræðilega.
5. Heit var önd af hetjuþrótt,
héldu bönd þeim eigi.
Loks að höndum heldur nótt,
hverfur rönd af degi.
6. Hlóðu virki á náum tind
höndum styrkum sveinar.
Móti þyrkings vetrarvind
vermdu ei birkigreinar.
7. Þar á víðavangi menn
vetrarhríð ei kvíða.
Tjaldsmíði sóttist senn,
svo í híðið skríða.
8. Eg vil kynna íta þrjá,
sem engum sinna þrautum,
en þætti spinna orku á
ísa tinnubrautum.
9. Gastronomi gaddur einn,
gætti í tómi að eldi.
Þessi frómi sómasveinn
söngs á rómaveldi.
JÖKULL No. 57 107