Jökull - 01.12.2007, Blaðsíða 102
Það var mikið happ fyrir Raunvísindastofnun að
Jón Sveinsson skyldi ráðast þar til starfa árið 1971.
Hann hafði öðlast mikla reynslu og færni á sjöunda
áratugnum í tækniþjónustu við síldveiðiflotann fyrir
Austurlandi, oft við erfiðar aðstæður, vökur og ill veð-
ur. Vegna sykursýki vildi hann nú fara í léttara starf
með reglu á vinnutíma. Þetta gekk eftir í fyrstu en
brátt sótti vinnan á Raunvísindastofnun þó í sama far-
ið, langar flugferðir til segulmælinga, uppsetningu og
viðhald skjálftamæla um allar sveitir og á hálendinu,
og rannsóknarleiðangra á jöklum í rysjóttu veðri.
Á þessum árum voru margir ungir rannsakendur
að hasla sér völl við Raunvísindastofnun undir hand-
leiðslu Þorbjarnar Sigurgeirssonar. Þar sem efni voru
lítil þurfti að smíða rannsóknartækin og þar reyndi
á færa tæknimenn, svo sem Jón, Martein Sverrisson,
Ævar Jóhannesson og Karl Benjamínsson. Menn réð-
ust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur
voru nýttar nýjustu uppgötvanir í eðlisfræði og tækni.
Þar má nefna segulómun,Mössbauerhrif við rannsókn
á bergsýnum, staðsetningu með lóran og gervitungl-
um fyrir flugsegulmælingar og íssjármælingar á jökl-
um, gagnasendingar með örbylgjum frá mælitækjum
í óbyggðum og örtölvutækni við skráningu og með-
höndlun gagna, sem átti eftir að bylta vinnslu í fisk-
iðnaði. Eggert V. Briem studdi flest þessi verkefni
með rausnarlegum gjöfum og naut þess að sjá styrki
sína ryðja nýjar brautir, enda hugvitsmaður sjálfur.
Strax á fyrsta starfsári fékk Jón það hlutverk að
koma upp neti skjálftamæla á Reykjanesskaga sem
sendu gögnin með fjarskiptatækjum í hús Raunvís-
indastofnunar við Dunhaga. Tímamerki voru numin
frá erlendum útvarpsklukkum og öll gögnin skráð á
segulbönd. Þetta verkefni leysti Jón með prýði og það
ruddi brautina fyrir þá tækni skjálftamælinga sem síð-
ar hefur verið beitt við vöktun eldfjalla og skjálfta-
svæða.
Sumarið 1972 þróuðust hugmyndir um landsnet
skjálftamæla sem þeir Jón, Marteinn og Karl hönnuðu
og smíðuðu. Það kom mest í hlut Jóns að koma þess-
um stöðvum upp og semja um gæslu þeirra við bænd-
ur. Einn leiðangur til Austfjarða gaf okkur tilefni til
að kynnast æskuheimili Jóns á Stöðvarfirði og föður
hans Sveini. Hann var allt í senn, smíðaði eldhúsinn-
réttingar, afgreiddi bensín staðarins, reri til fiskjar fyr-
ir gesti og klippti nágrannana, þegar þeir litu inn. Jón
átti greinilega ekki langt að sækja atorku og fjölhæfni.
Jón átti drjúgan hlut í íssjármælingum á jöklum og
þau hjónin, Helga og Jón, urðu meðal virkustu félaga
í Jöklarannsóknafélaginu um hríð. Meðal nýstárlegra
verkefna sem Jón átti stóran hlut í var rannsóknastöð
á Grímsfjalli, knúin með varmarafstöð. Loftblönduð
jarðgufa var einnig leidd í varmaskipta til að hita skála
félagsins.
Allt verklag Jóns bar vitni um sérstaka hugulsemi
og þrautseigju, hugkvæmni og færni sem fáir geta til
jafnað.
Hans verður lengi minnst á Raunvísindastofnun.
Sveinbjörn Björnsson.
100 JÖKULL No. 57