Jökull - 01.12.2007, Qupperneq 106
Snjórinn var mjúkur og við skildum mannbroddana
eftir í tjaldinu, óforsjálni sem okkur iðraði síðar, því
að ofar í fellinu var snjórinn svo harður að við urðum
að höggva þrep og þá sáum við eftir broddunum. Bún-
aður okkar var léttari en um kvöldið áður, því að við
höfum skilið allt sem við gátum við okkur losað eftir í
tjaldinu. Við fikruðum okkur smám saman ofar og of-
ar og skiptumst á að ganga fremstir. Sá fremsti hafði
broddstaf góðan og langan. Svartamyrkur hlýtur að
hafa verið þegar við lögðum upp frá tjaldinu, þótt eg
muni ekkert eftir því, en myrkrið hefur smám saman
látið undan síga eftir því sem við komum ofar í fjallið
og á morguninn leið.
Og þá gerðist það atvik – eða öllu heldur gerðist
ekki – sem varð Ólafi efni í hugleiðingu sem birtist
í jólablaði Dags á Akureyri nokkrum árum síðar. Eg
man ekki hvort hann kallaði frásögnina „Skammt er
milli lífs og dauða“ eða eitthvað annað, en þetta hefði
verið réttnefni.1
Þegar þetta gerðist – eða öllu heldur gerðist ekki
– var Ólafur fremstur með stafinn góða, en eg næstur
honum. Ögn var farið að birta, komin þessi svikabirta
í snjónum, þar sem manni virðist maður sjá heilmikið
frá sér þegar augun eru orðin vön henni, og gerir það
á vissan hátt, en sú sjón er ákaflega svikul, meðal ann-
ars getur verið erfitt að greina milli þess sem er nálægt
og hins sem er fær.
Við fikrum okkur áfram og Ólafur beitir stafnum
í sífellu til að þreifa fyrir sér. En allt í einu hrekkur
hann við: hann þykist horfa á snjóinn fyrir framan sig,
en stafurinn grípur í tómt. Við snarstönsum og við
nánari athugun kemur í ljós að við erum komnir fram
á brún hengiflugs, höfum verið að smánálgast hana og
komið skáhallt að henni án þess að verða þess varir.
Þetta var þröngur og djúpur dalur í fellið og snjórinn
í hlíðunum handan hans féll svo vel saman við þann
snjó sem við vorum að troða að okkur virtist þetta væri
allt samfelld snjóbreiða í svikabirtunni. Hefði Ólafur
stigið feti framar var ekki að sökum að spyrja, eggin
var hvöss og snarbrött hinum megin, og langt niður.
Þegar upp var komið blasti við okkur stórfeng-
legt útsýni til allra átta. Eg man best eftir Herðubreið
sem blasti við hnarreist lítið eitt sunnan við austur og
Kverkfjöllin sem voru hærri en eg átti von á. Mér er
tvennt minnisstæðast frá dvölinni uppi á fellinu: ann-
ars vegar norðangjólan, hins vegar hásléttan.
Eins og eg er víst búinn að skrifa, hafði veðrið
lægt og við höfðum nokkurn veginn logn á uppleið-
inni. Fellið er nokkuð slétt að ofan, og þegar upp var
komið lentum við í næðingi sem kom að norðan, ekki
mjög hvass en jökulkaldur, eg man enn hvernig hann
nísti merg og bein.
Hitt var það að þegar upp var komið sást landið af
öðrum sjónarhóli en venjulega. Eg man svo vel eftir
því enn, að þegar horft var til norðausturs, norðurs eða
norðvesturs, sást að fjöllin eru yfirleitt jafnhá, þótt það
sjáist ekki þegar horft er á þau af láglendi. Greinilega
sást að landið er þarna mikil háslétta sem vatn og ís
hafa sorfið ótal dali í.
Enn hef eg ekkert minnst á tilgang ferðarinnar:
leitina að eldstöð. Við höfðum allanga viðdvöl uppi
á fellinu, borðuðum nestið okkar í skjóli við vörðu,
gengumvíða um og skimuðummikið, einkum til aust-
urs og suðausturs. Skýjafar var allmikið, en útsýni þó
gott og við sáum nógu vel, austur og um allt og suð-
ur til Vatnajökuls, til þess að fullvissa okkur um að
hvergi var eldur laus á þessu mikla svæði. Við töldum
því líklegast að Mývetningar hefðu villst á eldingum
og eldgosi, eða fundum a.m.k. enga sennilegri skýr-
ingu.2
Ferðin niður gekk tíðindalaust og við komum á
áfangastað niðri í dalnum á undan bílnum frá Akur-
eyri. Ef eg man rétt, fór að snjóa daginn eftir og
kyngdi niður svo miklum snjó að naumast var fært
milli húsa á Akureyri um jólin.
Á leiðinni suður Eyjafjörð í bílnum höfðum við
verið að gamna okkur við að setja saman vísnahelm-
inga handa Ólafi til að botna. En Ólafur var snjall
hagyrðingur, svo snjall að honum veittist létt að hafa
undan okkur báðum.
Milli jóla og nýjárs sátum við svo jólaboð hjá
Ólafi suður á Gróðrarstöð, og þangað var Gunnbirni
1Athugasemdir ritstjóra: Frásögn Ólafs birtist einnig í minningabókinni Á tveim jafnfljótum sem Leiftur gaf út 1972.
2Dagana 14.–24. desember 1938 sáust ýmis leiftur og fyrirbæri sem líktust gosmekki úr Mývatnssveit og Bárðardal. Ólafur Jónsson
(1945) telur að gos hafi orðið í Kverkfjöllum um þetta leyti, sbr. bls. 318 í bók hans Ódáðahraun II. Engin örugg merki um gos þar eða
annars staðar, á þessum tíma, hafa þó fundist.
104 JÖKULL No. 57