Jökull - 01.12.2007, Blaðsíða 97
Jöklabreytingar 2005–2006
samviskusaman. Skaftfellingar verða seint sakaðir um
ýkjur og reyndist Guðlaugur samviskusamur í besta
lagi. Hann fór nú í síðustu ferð sína til mælinga með
Ragnari Frank Kristjánssyni og á nú að baki 60 slík-
ar ferðir. Það er án nokkurs vafa heimsmet sem seint
verður slegið. Haf þú heila þökk Guðlaugur fyrir þín-
ar mælingar og samviskusemi.
Helgi Björnsson á Kvískerjum skrifaði bréf 2.
nóvember 2006: „Við bræður Hálfdán og Helgi höf-
um mælt Breiðamerkurjökul og Fjallsjökul í haust
eins og venjulega. Við töldum ekki gerlegt að mæla
hina tvo Hrútárjökul og Kvíárjökul. SporðHrútárjök-
uls töldum við óbreyttan frá fyrra ári því að grjótlag
hylur hann gjörsamlega á þessum slóðum. Hins veg-
ar hefur hann sýnilega þynnst ofar þar sem hann er
hreinn.
Sporður Kvíárjökuls er töluvert breyttur. Jök-
ullónið sunnan við stóru grjótjökulölduna hefur
stækkað mikið í sumar og jökullinn þar uppaf hef-
ur sýnilega lækkað langt uppeftir. Katlarnir, sem sett
hafa svip á hann undanfarið, eru nú lítið áberandi. Lón
er farið aðmyndast meðfram háu grjótjökulöldunni að
austanverðu. Þetta lón er búið að hreinsa ölduna neðst,
töluverður jökulveggur er farinn að myndast þar. Af
því leiðir að þessi bratta og háa alda er farin að missa
af sér grjóthlífina langt upp á austurhlíðinni.
Það vakti athygli okkar að á aurnum semKvíá hef-
ur verið að mynda undanfarna áratugi þarna austan
við jökulsporðinn eru sumstaðar að myndast sigdæld-
ir eða skálar þar sem ís hefur sýnilega bráðnað á tals-
verðu dýpi. Þetta hefur einnig verið að gerast á aurun-
um framan við sporð Hrútárjökuls, en þar eru þessar
dældir venjulega kringlóttar og tiltölulega djúpar og
er þá vatn í þeim.“
Rjúpnabrekkujökull – Smári Sigurðsson getur þess að
snjóað hafi í maí meira en oft áður og fannir í giljum
fram eftir sumri viðGæsavötn. Gróður var aðminnsta
kosti 3 vikum á eftir. Úr því rættist þegar leið á sumar-
ið og túnvingull og vallarsveifgras náðu sér vel á strik.
Jökullinn hopar jafnt og þétt.
SUMMARY
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2005 and 2005–2006
Precipitation during the winter 2005–2006 was well
above average in southern Iceland but below aver-
age in the northern part of the country. The sum-
mer temperature of 2006 was slightly above aver-
age. The mass balance of Hofsjökull was negative by
about half a meter water equivalent. Glacier variations
were measured at 47 locations. Six glacier snouts ad-
vanced, one of them due to a surge, one snout was
stationary, and the rest retreated.
JÖKULL No. 57 95