Jökull


Jökull - 01.12.2007, Page 92

Jökull - 01.12.2007, Page 92
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2006 Í stjórn Jarðfræðafélagsins störfuðu Andri Stefáns- son (formaður), Børge Johannes Wigum (varaform.), Bjarni Richter (gjaldkeri), Kristín Vogfjörð, Rikke Petersen (vefstjóri), Steinunn Hauksdóttir og Ingi- björg Björnsdóttir (ritari). Alls eru nú um 274 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á ár- inu. Tveir fyrirlestrar voru haldnir á vegum félagsins, Giovanni Chiodini talaði um kolsýruútstreymi frá eld- fjöllum og Tómas Jóhannesson á Veðurstofunni hélt jólaerindi félagsins að þessu sinni. Fyrirlestrahald fé- lagsins hefur minnkað stórum, einkum vegna mikils framboðs fyrirlestra á vegum stofnana og er þetta vís- bending um mikla grósku í faginu. Vorfundur félagsins var haldinn 19. apríl í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Fundinn sóttu um 85 félagar. Alls voru kynntar niðurstöður 34 verk- efna með fyrirlestrum og veggspjöldum. Fundurinn var settur upp í tveimur sölum og tókst í alla staði vel. Haustferð félagsins var farin laugardaginn 21. október og var ferðinni heitið að Heklu og nágrenni. Nánast full rúta lagði af stað og var keyrt sem lá leið austur fyrir fjall. Fararstjórar voru Haukur Jóhannes- son og Árni Hjartarson. Þátttakendur voru almennt ánægðir og fara vinsældir haustferða stöðugt vaxandi og er það ánægjuefni. Haustfundur félagsins var haldinn 27. október og bar heitið: „Landrek og aflögun“. Fundurinn var hald- inn í Orkugarði. Um var að ræða hálfsdagsfund að venju. Á fundinn mættu um 68 félagar. Alls voru flutt 9 erindi. Rikke Pedersen hélt tvö erindi um aflögun jarðskorpu Íslands, tímaskala, ferli ogmælingar og af- lögun eldfjalla í suðurhluta eystra gosbeltisins. Hall- dór Geirsson erindi um landrek og kvikuhreyfingar út frá GPS gögnum og Þóra Árnadóttir hélt erindi um líkangerð af jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Frey- steinn Sigmundsson hélt því næst erindi um aflögun íslenskra eldfjalla með dæmum frá Hengli, Bárðar- bungu og Gjálp og Páll Einarsson tók dæmi af Gríms- vötnum, Öskju og Kröflu. Nefndir Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins á ár- inu 2006. Ritnefnd Jökuls – Fulltrúar félagsins í rit- nefnd Jökuls eru Áslaug Geirsdóttir, ritstjóri, Karl Grönvold og Kristján Sæmundsson. Sigurðarsjóður – Andri Stefánsson (form.), Freysteinn Sigmunds- son og Kristín Vogfjörð. Sigurðarmedalía – Frey- steinn Sigmundsson (form.), Andri Stefánsson og Olgeir Sigmarsson. Orðanefnd – Haukur Jóhann- esson (form.), Freysteinn Sigurðsson og Sigurður Sveinn Jónsson. Siðanefnd – Steinunn Hauksdóttir (form.), Helgi Torfason, Kristján Ágústsson og Þor- valdur Þórðarson. IUGS (nefnd skipuð af umhverfis- ráðherra) – Andri Stefánsson fyrir hönd Jarðfræðafél- ags Íslands. Andri Stefánsson 90 JÖKULL No. 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.