Jökull - 01.12.2007, Blaðsíða 117
Jöklarannsóknafélag Íslands
landið á síðustu árþúsundum. Veður var hagstætt og
gisti fólk í tjöldum í Hvanngili. Á sunnudeginum fór-
um við austur Mælifellssand og niður Öldufellsleið á
Mýrdalssand. Komið var við í Hjörleifshöfða á leið
til Reykjavíkur. Guðrún Larsen var leiðsögumaður
en þátttakendur voru 52 á 16 jeppum. Seinni ferðin
var farin dagana 23.–24. september. Farið var í Jök-
ulheima en aldrei þessu vant var ákveðið var að fara
hina fornu leið inn með Dyngjum og yfir Tungná á
Hófsvaði. Veður var ákaflega gott þennan dag og áin
reyndist þægileg yfirferðar fyrir jeppa og aðra bíla á
stórum dekkjum. Ferðin eftir þessari fornfrægu leið
var töluvert nýnæmi fyrir þá sem ekki upplifðu þá
tíma þegar Tungnaá stjórnaði aðgangi að Jökulheim-
um. Sérlegur gestur ferðarinnar var Ómar Hafliðason
en hann fór Hófsvað margoft með Guðmundi Jónas-
syni og fleirum enda einn af þeim sem skipaði fram-
varðasveit Jöklarannsóknafélagsins á 6. og 7. tug lið-
innar aldar. Þátttakendur voru um 30.
SKÁLAMÁL
Unnið var í viðhaldi á Grímsfjalli og Jökulheimum og
vitjað um flesta hina skálana. Eins og fram kom áð-
an var borið á öll hús á Grímsfjalli, þau þrifin en að
auki gert við hlera og ljósavél. Í Jökulheimum voru
lagnir að borholum lagfærðar og dittað að fleiru. Vitj-
að var um Kirkjuból og Kverkfjallaskála og gas flutt
í Esjufjöll. Breiðá þarfnast málningar. Skálanefndin
hyggur á meiri framkvæmdir á þessu ári, m.a. stækkun
og endurbætur á eldhúsinu í nýja skála á Grímsfjalli.
Glaðbeittur málari á Grímsfjalli í júlí 2006. – Paint-
ing the hut at Grímsvötn.
BÍLAMÁL
Fordinn fór í fjórar vinnuferðir vegna skála auk
vorferðar. Reksturinn gekk ágætlega og skilaði bíll-
inn sér alltaf heill heim. Smellir í millikassa valda
bílanefndinni þó áhyggjum en ekki hefur tekist að
komast fyrir þenn hvimleiða kvilla ennþá. Bíllinn
var lengst af hýstur í plássi í Skógarhlíð hjá göml-
um bílanefndarmanni, Hafliða Bárði. Ekki er það þó
langtímalausn því fyrirtæki Hafliða Bárðar mun þurfa
að yfirtaka plássið fljótlega. Bílanefnd vinnur að því
að finna hentuga lausn á geymsluhúsnæði fyrir bíl-
inn. Dýrt er að leigja geymsluhúsnæði í Reykjavík
og nágrannasveitarfélögumallt árið og er bílanefnd að
skoða möguleika á ódýrri langtímageymslu í nágrenni
höfuðstaðarins til að spara leigukostnað.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíð heppnaðist vel að venju. Hún hófst með
fordrykk í boði Sportís/Cintamani í Austurhrauni 3 í
Garðabæ. Þaðan lá leiðin út í óvissuna og endaði í
Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar var matur á borð-
um, hljómsveit lék fyrir dansi og allir skemmtu sér hið
besta.
NÝ STEFNA JÖRFÍ
Stefnumótunarnefnd lauk störfum á síðasta ári. Lagði
hún fram 34 bls. skýrslu með yfirliti um stöðu og starf
félagsins hingað til og tillögum um stefnumál sem
félagið ætti að vinna að á næstu árum. Var stefnan
samþykkt af stjórn félagsins á fundi þann 9. október.
Stefnumótunin grundvallaðist að verulegu leyti á nið-
urstöðum sérstaks fundar stjórnar og nefnda sem hald-
inn var í febrúar. Á fundinn mættu um 20 manns og
var farið yfir starfssvið félagsins, styrkleiki, veikleik-
ar, ógnanir og tækifæri skilgreind og sett fram drög að
framtíðarsýn í rannsóknum, skálamálum, útgáfumál-
um og félagsmálum. Síðar var framtíðarsýn í bílamál-
um einnig unnin. Skýrslan kom út í nóvember síðast-
liðnum og er aðgengileg á vefsíðu félagsins. Stjórnin
vinnur nú að því að útfæra stefnuna og hrinda henni í
framkvæmd.
Magnús Tumi Guðmundsson
JÖKULL No. 57 115