Jökull


Jökull - 01.12.2007, Side 117

Jökull - 01.12.2007, Side 117
Jöklarannsóknafélag Íslands landið á síðustu árþúsundum. Veður var hagstætt og gisti fólk í tjöldum í Hvanngili. Á sunnudeginum fór- um við austur Mælifellssand og niður Öldufellsleið á Mýrdalssand. Komið var við í Hjörleifshöfða á leið til Reykjavíkur. Guðrún Larsen var leiðsögumaður en þátttakendur voru 52 á 16 jeppum. Seinni ferðin var farin dagana 23.–24. september. Farið var í Jök- ulheima en aldrei þessu vant var ákveðið var að fara hina fornu leið inn með Dyngjum og yfir Tungná á Hófsvaði. Veður var ákaflega gott þennan dag og áin reyndist þægileg yfirferðar fyrir jeppa og aðra bíla á stórum dekkjum. Ferðin eftir þessari fornfrægu leið var töluvert nýnæmi fyrir þá sem ekki upplifðu þá tíma þegar Tungnaá stjórnaði aðgangi að Jökulheim- um. Sérlegur gestur ferðarinnar var Ómar Hafliðason en hann fór Hófsvað margoft með Guðmundi Jónas- syni og fleirum enda einn af þeim sem skipaði fram- varðasveit Jöklarannsóknafélagsins á 6. og 7. tug lið- innar aldar. Þátttakendur voru um 30. SKÁLAMÁL Unnið var í viðhaldi á Grímsfjalli og Jökulheimum og vitjað um flesta hina skálana. Eins og fram kom áð- an var borið á öll hús á Grímsfjalli, þau þrifin en að auki gert við hlera og ljósavél. Í Jökulheimum voru lagnir að borholum lagfærðar og dittað að fleiru. Vitj- að var um Kirkjuból og Kverkfjallaskála og gas flutt í Esjufjöll. Breiðá þarfnast málningar. Skálanefndin hyggur á meiri framkvæmdir á þessu ári, m.a. stækkun og endurbætur á eldhúsinu í nýja skála á Grímsfjalli. Glaðbeittur málari á Grímsfjalli í júlí 2006. – Paint- ing the hut at Grímsvötn. BÍLAMÁL Fordinn fór í fjórar vinnuferðir vegna skála auk vorferðar. Reksturinn gekk ágætlega og skilaði bíll- inn sér alltaf heill heim. Smellir í millikassa valda bílanefndinni þó áhyggjum en ekki hefur tekist að komast fyrir þenn hvimleiða kvilla ennþá. Bíllinn var lengst af hýstur í plássi í Skógarhlíð hjá göml- um bílanefndarmanni, Hafliða Bárði. Ekki er það þó langtímalausn því fyrirtæki Hafliða Bárðar mun þurfa að yfirtaka plássið fljótlega. Bílanefnd vinnur að því að finna hentuga lausn á geymsluhúsnæði fyrir bíl- inn. Dýrt er að leigja geymsluhúsnæði í Reykjavík og nágrannasveitarfélögumallt árið og er bílanefnd að skoða möguleika á ódýrri langtímageymslu í nágrenni höfuðstaðarins til að spara leigukostnað. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð heppnaðist vel að venju. Hún hófst með fordrykk í boði Sportís/Cintamani í Austurhrauni 3 í Garðabæ. Þaðan lá leiðin út í óvissuna og endaði í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar var matur á borð- um, hljómsveit lék fyrir dansi og allir skemmtu sér hið besta. NÝ STEFNA JÖRFÍ Stefnumótunarnefnd lauk störfum á síðasta ári. Lagði hún fram 34 bls. skýrslu með yfirliti um stöðu og starf félagsins hingað til og tillögum um stefnumál sem félagið ætti að vinna að á næstu árum. Var stefnan samþykkt af stjórn félagsins á fundi þann 9. október. Stefnumótunin grundvallaðist að verulegu leyti á nið- urstöðum sérstaks fundar stjórnar og nefnda sem hald- inn var í febrúar. Á fundinn mættu um 20 manns og var farið yfir starfssvið félagsins, styrkleiki, veikleik- ar, ógnanir og tækifæri skilgreind og sett fram drög að framtíðarsýn í rannsóknum, skálamálum, útgáfumál- um og félagsmálum. Síðar var framtíðarsýn í bílamál- um einnig unnin. Skýrslan kom út í nóvember síðast- liðnum og er aðgengileg á vefsíðu félagsins. Stjórnin vinnur nú að því að útfæra stefnuna og hrinda henni í framkvæmd. Magnús Tumi Guðmundsson JÖKULL No. 57 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.