Jökull


Jökull - 01.12.2007, Síða 102

Jökull - 01.12.2007, Síða 102
Það var mikið happ fyrir Raunvísindastofnun að Jón Sveinsson skyldi ráðast þar til starfa árið 1971. Hann hafði öðlast mikla reynslu og færni á sjöunda áratugnum í tækniþjónustu við síldveiðiflotann fyrir Austurlandi, oft við erfiðar aðstæður, vökur og ill veð- ur. Vegna sykursýki vildi hann nú fara í léttara starf með reglu á vinnutíma. Þetta gekk eftir í fyrstu en brátt sótti vinnan á Raunvísindastofnun þó í sama far- ið, langar flugferðir til segulmælinga, uppsetningu og viðhald skjálftamæla um allar sveitir og á hálendinu, og rannsóknarleiðangra á jöklum í rysjóttu veðri. Á þessum árum voru margir ungir rannsakendur að hasla sér völl við Raunvísindastofnun undir hand- leiðslu Þorbjarnar Sigurgeirssonar. Þar sem efni voru lítil þurfti að smíða rannsóknartækin og þar reyndi á færa tæknimenn, svo sem Jón, Martein Sverrisson, Ævar Jóhannesson og Karl Benjamínsson. Menn réð- ust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, heldur voru nýttar nýjustu uppgötvanir í eðlisfræði og tækni. Þar má nefna segulómun,Mössbauerhrif við rannsókn á bergsýnum, staðsetningu með lóran og gervitungl- um fyrir flugsegulmælingar og íssjármælingar á jökl- um, gagnasendingar með örbylgjum frá mælitækjum í óbyggðum og örtölvutækni við skráningu og með- höndlun gagna, sem átti eftir að bylta vinnslu í fisk- iðnaði. Eggert V. Briem studdi flest þessi verkefni með rausnarlegum gjöfum og naut þess að sjá styrki sína ryðja nýjar brautir, enda hugvitsmaður sjálfur. Strax á fyrsta starfsári fékk Jón það hlutverk að koma upp neti skjálftamæla á Reykjanesskaga sem sendu gögnin með fjarskiptatækjum í hús Raunvís- indastofnunar við Dunhaga. Tímamerki voru numin frá erlendum útvarpsklukkum og öll gögnin skráð á segulbönd. Þetta verkefni leysti Jón með prýði og það ruddi brautina fyrir þá tækni skjálftamælinga sem síð- ar hefur verið beitt við vöktun eldfjalla og skjálfta- svæða. Sumarið 1972 þróuðust hugmyndir um landsnet skjálftamæla sem þeir Jón, Marteinn og Karl hönnuðu og smíðuðu. Það kom mest í hlut Jóns að koma þess- um stöðvum upp og semja um gæslu þeirra við bænd- ur. Einn leiðangur til Austfjarða gaf okkur tilefni til að kynnast æskuheimili Jóns á Stöðvarfirði og föður hans Sveini. Hann var allt í senn, smíðaði eldhúsinn- réttingar, afgreiddi bensín staðarins, reri til fiskjar fyr- ir gesti og klippti nágrannana, þegar þeir litu inn. Jón átti greinilega ekki langt að sækja atorku og fjölhæfni. Jón átti drjúgan hlut í íssjármælingum á jöklum og þau hjónin, Helga og Jón, urðu meðal virkustu félaga í Jöklarannsóknafélaginu um hríð. Meðal nýstárlegra verkefna sem Jón átti stóran hlut í var rannsóknastöð á Grímsfjalli, knúin með varmarafstöð. Loftblönduð jarðgufa var einnig leidd í varmaskipta til að hita skála félagsins. Allt verklag Jóns bar vitni um sérstaka hugulsemi og þrautseigju, hugkvæmni og færni sem fáir geta til jafnað. Hans verður lengi minnst á Raunvísindastofnun. Sveinbjörn Björnsson. 100 JÖKULL No. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.