Jökull


Jökull - 01.01.2009, Side 109

Jökull - 01.01.2009, Side 109
Society report Ferðir í Fjöll Suðursveitar Fjölnir Torfason, Hala í Suðursveit. Leyndardómar Suðursveitar Það var ennþá svarta myrkur 20. september 1985, klukkan var ekki orðin fimm að morgni, en samt voru komin ljós í glugga á bæjunum á Hala. Fólk sást hlaupa milli bæja, bera saman bækur sínar, spá í veðr- ið og veðurspána milli þess sem borðaður var stað- góður og vel útilátinn morgunverður. Tekið var til nesti handa hverjum og einum sem ætla mætti að dygði meðalmanni í tvo daga, fundnir mannbroddar og reynt hvort leðrið í þvengnum dygði nú ekki eina ferðina enn og síðast en ekki síst voru valin bestu og léttustu klettaböndin, þau gerð upp í jafna og fall- ega hringi, síðan bundið vandlega að hringnum og að lokum bundin tvöföld lykkja um vaðinn svo þægilegt væri að bera hann á öxlinni. Þennan dag ætluðu fjórir menn að freista þess að komast að því hvað hefði orðið um fjárhóp sem vit- að var að hafði haldið sig í og við Mávatorfu í Innri Veðurárdal síðasta vetur og jafnframt að kanna betur fjöllin og jöklana á þessum slóðum. Þetta var í fimmta sinn sem lagt var upp í sérstak- an jökla- og landkönnunarleiðangur af bændum í Suð- ursveit á tvö hundruð ára tímabili, sérstaklega til að kanna landvæðið vestan Þverártindseggja og Veðurár- dalsfjöll. Fyrsti leiðangurinn var farinn 1793, annar 1850, þriðji 1928 og sá fjórði 1932. Undirbúningur ferðarinnar hafði tekið marga mánuði, haustið áður höfðu menn farið áleiðis að Mávatorfu, þá upp Miðfell í Veðurárdal og yfir eggj- arnar þar norður af. Komu þeir þá að stórum dal sem lá frá vestri til austurs. Dalur þessi er í daglegu máli kallaður Innri Veðurárdalur. Hlíðar dalsins að sunnanverðu voru hamraflug með djúpum og hrika- legum giljum, að norðanverðu féll skriðjökulstunga niður í hann úr norðaustri, hamraflug gengu frá dal- botni nokkuð upp eftir hlíðum og á einum stað alla leið upp í fjallseggjar í 1000 metra hæð. Dalbotninn sjálfur var fylltur gríðarmiklu jökullóni þar sem ísjak- ar svömluðu um í kolmorauðu jökulvatninu. Miðað við stærð jakanna mætti ætla að vatnið í dalnum væri meira en hundrað metra djúpt og vatnsborðið í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hvítingsdalir liggja í sveig fyrir austurenda Innri Veðurárdals og eru yfir 1000 metra hátt fjallabákn, að norðanverðu eru Þver- ártindseggjar meira en 1500 metra háar, sunnan und- ir Þverártindseggjum er nokkur háslétta í um 1000– 1200 metra hæð, sléttan er þakin jökli sem flæðir á nokkrum stöðum áleiðis niður í dalinn, en nær á ein- um stað alveg niður í dalbotninn eins og áður er lýst. Mávatorfa er í brattri skriðu nokkru austar en fyrir miðjum dal, torfan vísar mót suðri og þar nýtur vel sólar að sumarlagi. Torfan er óreglulega löguð að ofan og vestanverðu, en að austanverðu er eins og skapar- inn hafi fariðmeð stóran hníf og skorið stykki úr daln- um, torfan endar að austanverðu í þverhníptu hamra- stáli, misgengi eða berggöngum, sem engum er fært nema fuglinum fljúgjandi. Vestan við Mávatorfuna taka við brattar skriður með klettabeltum á milli, enn vestar enda skriðurnar og við tekur hamraflug um 500 metra hátt sem nær frá háeggjum í um 1000metra hæð og allt niður að morauðu jökulvatninu í botni dalsins. Breiðamerkurjökull kelfir úr vestri inn í mynni dals- ins og lokar fyrir afrennsli vatnsins úr dalnum. Sjá má að stöku sinnum, ef til vill á nokkurra ára fresti nær vatnið að lyfta jöklinum og þá tæmist vatnið út og inn undir jökulinn. Hvert það fer eða hvað langan tíma það tekur vatnið að tæmast úr dalnum veit eng- inn, þarna kemur enginn nema einstaka smalamenn og þá stundum með nokkurra ára millibili. Ef til vill kemur vatnið úr dalnum fram í Veðurá, Stemmu eða Jökulsá, það skiptir ekki höfuðmáli hver áin það er sem fyrst tekur við vatninu, þær renna allar að lokum út um sama ósinn til sjávar þ.e. Jökulsá. JÖKULL No. 59, 2009 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.