Jökull - 01.01.2009, Side 109
Society report
Ferðir í Fjöll Suðursveitar
Fjölnir Torfason, Hala í Suðursveit.
Leyndardómar Suðursveitar
Það var ennþá svarta myrkur 20. september 1985,
klukkan var ekki orðin fimm að morgni, en samt voru
komin ljós í glugga á bæjunum á Hala. Fólk sást
hlaupa milli bæja, bera saman bækur sínar, spá í veðr-
ið og veðurspána milli þess sem borðaður var stað-
góður og vel útilátinn morgunverður. Tekið var til
nesti handa hverjum og einum sem ætla mætti að
dygði meðalmanni í tvo daga, fundnir mannbroddar
og reynt hvort leðrið í þvengnum dygði nú ekki eina
ferðina enn og síðast en ekki síst voru valin bestu og
léttustu klettaböndin, þau gerð upp í jafna og fall-
ega hringi, síðan bundið vandlega að hringnum og að
lokum bundin tvöföld lykkja um vaðinn svo þægilegt
væri að bera hann á öxlinni.
Þennan dag ætluðu fjórir menn að freista þess að
komast að því hvað hefði orðið um fjárhóp sem vit-
að var að hafði haldið sig í og við Mávatorfu í Innri
Veðurárdal síðasta vetur og jafnframt að kanna betur
fjöllin og jöklana á þessum slóðum.
Þetta var í fimmta sinn sem lagt var upp í sérstak-
an jökla- og landkönnunarleiðangur af bændum í Suð-
ursveit á tvö hundruð ára tímabili, sérstaklega til að
kanna landvæðið vestan Þverártindseggja og Veðurár-
dalsfjöll. Fyrsti leiðangurinn var farinn 1793, annar
1850, þriðji 1928 og sá fjórði 1932.
Undirbúningur ferðarinnar hafði tekið marga
mánuði, haustið áður höfðu menn farið áleiðis að
Mávatorfu, þá upp Miðfell í Veðurárdal og yfir eggj-
arnar þar norður af. Komu þeir þá að stórum dal
sem lá frá vestri til austurs. Dalur þessi er í daglegu
máli kallaður Innri Veðurárdalur. Hlíðar dalsins að
sunnanverðu voru hamraflug með djúpum og hrika-
legum giljum, að norðanverðu féll skriðjökulstunga
niður í hann úr norðaustri, hamraflug gengu frá dal-
botni nokkuð upp eftir hlíðum og á einum stað alla
leið upp í fjallseggjar í 1000 metra hæð. Dalbotninn
sjálfur var fylltur gríðarmiklu jökullóni þar sem ísjak-
ar svömluðu um í kolmorauðu jökulvatninu. Miðað
við stærð jakanna mætti ætla að vatnið í dalnum væri
meira en hundrað metra djúpt og vatnsborðið í um
400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hvítingsdalir liggja
í sveig fyrir austurenda Innri Veðurárdals og eru yfir
1000 metra hátt fjallabákn, að norðanverðu eru Þver-
ártindseggjar meira en 1500 metra háar, sunnan und-
ir Þverártindseggjum er nokkur háslétta í um 1000–
1200 metra hæð, sléttan er þakin jökli sem flæðir á
nokkrum stöðum áleiðis niður í dalinn, en nær á ein-
um stað alveg niður í dalbotninn eins og áður er lýst.
Mávatorfa er í brattri skriðu nokkru austar en fyrir
miðjum dal, torfan vísar mót suðri og þar nýtur vel
sólar að sumarlagi. Torfan er óreglulega löguð að ofan
og vestanverðu, en að austanverðu er eins og skapar-
inn hafi fariðmeð stóran hníf og skorið stykki úr daln-
um, torfan endar að austanverðu í þverhníptu hamra-
stáli, misgengi eða berggöngum, sem engum er fært
nema fuglinum fljúgjandi. Vestan við Mávatorfuna
taka við brattar skriður með klettabeltum á milli, enn
vestar enda skriðurnar og við tekur hamraflug um 500
metra hátt sem nær frá háeggjum í um 1000metra hæð
og allt niður að morauðu jökulvatninu í botni dalsins.
Breiðamerkurjökull kelfir úr vestri inn í mynni dals-
ins og lokar fyrir afrennsli vatnsins úr dalnum. Sjá
má að stöku sinnum, ef til vill á nokkurra ára fresti
nær vatnið að lyfta jöklinum og þá tæmist vatnið út
og inn undir jökulinn. Hvert það fer eða hvað langan
tíma það tekur vatnið að tæmast úr dalnum veit eng-
inn, þarna kemur enginn nema einstaka smalamenn
og þá stundum með nokkurra ára millibili. Ef til vill
kemur vatnið úr dalnum fram í Veðurá, Stemmu eða
Jökulsá, það skiptir ekki höfuðmáli hver áin það er
sem fyrst tekur við vatninu, þær renna allar að lokum
út um sama ósinn til sjávar þ.e. Jökulsá.
JÖKULL No. 59, 2009 109