Jökull - 01.01.2009, Síða 114
Fjölnir Torfason
uðum í flestum árum er talin hafa dregið að fjölda ver-
manna frá Austur- og Norðurlandi til útróðra, bæði að
Horni í Nesjum og einnig að Hálsahöfn í Suðursveit.
Útróðar frá Hálsahöfn fengu slæman endi á góu-
þræl 1573. Þá varð þar eitt mesta sjóslys sem sögur
fara af hér við land. Sagt er að 92 sjómenn sem réru
frá Hálsahöfn þennan dag hefðu farist, sumir telja að
tala þeirra sem fórust hafi verið nokkru hærri.
Þegar Sveinn Pálsson ferðaðist hér um héraðið
1793 þá dvaldi hann að Kálfafellsstað í Suðursveit
dagana 15. og 16. september vegna illviðris sem þá
gekk yfir. Eftir það taldi hann séra Vigfús Benedikts-
son (Galdra-Fúsa) góðvin sinn. Ekki er ólíklegt að
þessa daga hafi þeir, séra Vigfús og Sveinn rætt um
fyrri tíma og þá borið á góma sagnirnar um sjóslysið
mikla frá Hálsahöfn og ferðir Norðlendinga og Aust-
firðinga til sjóróðra í Hornafjörð. Nær öruggt má telja
að séra Vigfús hafi gert út leiðangur í dalinn strax eftir
að Sveinn fór hér um héraðið, en um veturinn 1794
fær Sveinn Pálsson bréf frá þessum góðvini sínum
prestinum, þar sem lýst er í nokkrum atriðum niður-
stöðu leiðangursins.
Guðmundur Jónsson Hoffell lýsir leiðangri þess-
um í bók sinni Skaftfellskar þjóðsögur og sagnir. Þar
eru nafngreindir þeir menn sem séra Vigfús sendi á
jökulinn 1793. Elstur þeirra og eflaust foringi hópsins,
Þorsteinn Vigfússon bóndi á Kálfafelli, oftast kennd-
ur við Fell, fæddur 1756 á Smyrlabjörgum, 37 ára
þegar ferðin er farin. Næstelstur var Kristján Vig-
fússon, síðar sýslumaður Austur-Skaftfellinga, missti
það embætti með skömm, en varð síðar hreppstjóri,
talinn vel gefinn og hraustur með afbrigðum, mikill
söng og gleðimaður. Kristján var fæddur að Stað í
Aðalvík 1765, er því 28 ára þegar ferð þessi er farin.
Þriðji maður er Eiríkur Einarsson fæddur á Kálfafell-
stað 1776. Eiríkur er þarna í ferðinni yngstur leið-
angursmanna, aðeins 17 ára gamall. Stutta frásögn af
ferð þeirra þremenninga er að finna í bók Guðmund-
ar J. Hoffells og eins segir Sveinn Pálsson nokkuð frá
þessari ferð í ferðabók sinni sem kom út í íslenskri
þýðingu árið 1945. Frásögn Guðmundar J. Hoffells
er skráð 150 árum eftir að ferðin var farin, en frá-
sögn Sveins Pálssonar er samtímaheimild, rituð nán-
ast þá daga sem atburðir eiga sér stað. Sá er þetta
ritar hefur alla tíð haft fulla trú á að bréf séra Vigfús-
ar Benediktssonar á Kálfafellsstað til Sveins Pálsson-
ar frá vetrinum 1794 megi enn finna. Ekki er útilok-
að það sé í Kaupmannahöfn ásamt fleiri gögnum sem
tengjasta því merka riti sem Ferðabók Sveins er í ís-
lenskri mannfræði og náttúrusögu.
Hvenær drepur maður mann
En víkjum að leiðangrinum haustið 1793. Leið þeirra
þremenninga lá inn Kálfafellsdal og þar upp til eggja.
Einhver vandræði voru að komast yfir fjöllin en gekk
þó að lokum. Leiðangursmenn lentu í miklum mann-
raunum, að eigin sögn, fundu útilegumannabyggð í
fögrum dal á fjöllum, lentu þar í slagsmálum upp á
líf og dauða, en höfðu betur þá er yfir lauk. Lýstu
þeir á hendur sér manndrápi í sjálfsvörn þegar komið
var til byggða og töldu ekki útilokað að íbúar í fjalla-
byggðinni hyggðu á hefndir.
Þegar Sveinn Pálsson gekk á Öræfajökul sumar-
ið eftir þ. e. 1794 fyrstur manna, þá er hann nokkuð
upptekinn af bréfi prests og er sífellt að horfa eftir
fjöllum í Klofajökli, (þ. e. Vatnajökli) sem hugsan-
legt væri að útilegumenn hefðu sest að í. Sveinn lýsir
umhverfinu allnákvæmlega, meðal annars telur hann
sig vera að lýsa Breiðamerkurfjalli og Mávabyggðum,
sem eru fjöll austan í Öræfajökli, en við nánari athug-
un og yfirlestur má sjá að einhvers misskilnings gætir
í staðsetningu þessara fjalla hjá honum; þó þarf ekki
svo að vera, ef til vill höfðu þeir sem síðar staðsettu
þessi fjöll sett þau niður á röngum stað. Uppdrátt-
ur eða kort af Vatnajökli og næsta nágrenni, frá árinu
1794 og birt er í Ferðabók Sveins staðfestir, að þegar
hann telur sig vera að lýsa Breiðamerkurfjalli, þá er
hann að lýsa þeim Mávabyggðum sem við þekkjum
og þegar hann telur sig vera að lýsa Mávabyggðum þá
er hann að lýsa fjöllum sem við þekkjum sem Esju-
fjöll. Sú nafngift kom þó ekki til fyrr en á 20. öld.
Breiðamerkurfjall sem við nú þekkjum hét fyrr meir
Breiðamerkurmúli, það nafn kemur fyrir í ævagöml-
um kirknamáldaga.
Sá er þetta ritar hefur um langt árabil verið
þeirra skoðunar að Öræfingar og Suðursveitungar eigi
heimsmet í því að færa til fjöll og dali, jafnvel milli
sveita. Þeir voru jú vanir því að jökulárnar flæmdust
sitt á hvað um sandana, ekkert var á þær að treysta um
staðsetningar, jafnvel ekki frá degi til dags, því þurftu
fjöllin eða dalirnir þá endilega að vera alltaf á sama
114 JÖKULL No. 59, 2009