Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.01.2009, Qupperneq 115

Jökull - 01.01.2009, Qupperneq 115
Ferðir í Fjöll Suðursveitar stað. Hér kann miklu að ráða að bæði þessi byggð- arlög hafa farið í eyði vegna tíðra eldgosa í og við Öræfajökul á árunum 1332–1362. Svo skelfileg voru áhrif þessara eldgosa og mannfellis af þeirra völdum svo og Plágunnar miklu 1402 og aftur 1495–1496 að nær öruggt má telja að í þessum byggðarlögum hafi lítil sem engin byggð orðið aftur fyrr en um 1500, það er að byggðirnar hafi verið í eyði í nær 170 ár. Þessi eyða í búsetunni skýrir ef til vill að hluta þann óstöðugleika sem fjöllin og dalirnir máttu búa við, en eignakröfur Skálholtsbiskupa vegna Staðarmála má einnig finna í skjölum fram yfir 1850. Þegar blessað- ur biskupinn fór að gera landakröfur samkvæmt ein- hverjum gömlum máldaga, þá gat verið þægilegt að færa fjöllin og dalina svolítið til, jafnvel að skjóta þeim milli sveita ef það mætti bjarga einhverju. Við samanburð heimilda virðist mest hafa verið um flutn- inga fjalla milli sveita eða innan sveita í Öræfum og Suðursveit á árunum 1840–1930. Leiðangurinn 1850 Vorið 1842 kom ungur aðstoðarprestur að Kálfafells- stað, sá hét séra Þorsteinn Einarsson. Prestur sá er fyr- ir var, séra Jón Þorsteinsson var farinn að gamlast og þótti vera heilsudaufur og áhugalítill um kristindóm- inn. Biskupi þótti hann ölkær um of og samþykkti því að hingað kæmi aðstoðarprestur, þó sóknin væri ekki stór. Þessi nýi kapellán var kraftmikill og hugaður, framfarasækinn og sókndjarfur mjög, einkum þegar peningar eða jarðeignir áttu í hlut. Gamli presturinn dó 1848 og tók þá séra Þorsteinn við embættinu að fullu. Færðist nýi presturinn allur í aukana þegar sá gamli dó og sótti mjög að bændum hvar sem peninga eða landskika mætti hafa. Taldi séra Þorsteinn m. a. að landamerki milli Kálfafellsjarða og Borgarhafnar væru ekki á réttum stað og hafði uppi kröfur um breytingar, eins lét hann fara fram rann- sóknir í því hvar Staðará, sem skildi að jarðirnar hefði runnið í fornöld, því þar ættu landamerkin að vera. Í upphafi landvinninga séra Þorsteins kom honum það í hug að Kálfafellsdalur héldi áfram hinu meg- in við Brókarjökul. Þá var Brókarjökull mun stærri en nú er og taldi prestur að jökullinn lokaði dalnum að hluta, en síðan héldi dalurinn áfram hinum megin við jökulinn. Hér var eftir miklu að sækjast og ákvað hann að senda menn á fjöllin til að kanna hinn endann á Kálfafellsdal. Það er svo 8. október 1850 að fjórir menn fara snemma morguns frá bænum Felli sem þá var enn í byggð og héldu inn Breiðamerkurjökul, svo langt sem þeir töldu sig hafa dagsbirtu til að komast aftur að Felli síðar sama dag. Því miður hefur ekki tek- ist að finna heimildir um hverjir þessir menn voru. Það er skemmst frá því að segja að mennirnir komu að stórum dal innarlega í fjöllunum, lá dalur þessi frá vestri til austurs, yfrið stór og með nokkrum gróðri í. Grasbrekku sáu þeir stóra að því að þeir töldu fyr- ir miðjum dal. Fyrir norðurhlíðum dalsins vestur við Breiðamerkurjökul var laglegt fjall sem sendimenn prests þekktu ekki nafnið á. Þótti þeim því tilvalið að gefa því nafn og skírðu fjallið í höfuðið á prestin- um og heitir fjall þetta síðan Prestfell. Séra Þorsteinn taldi fremur líklegt að hér væri kominn hinn endinn á Kálfafellssdal og íhugaði frekari rannsóknir ef aldur og heilsa næðist til, hvatti hann og fleiri til að leggja rannsóknum þessum lið. (Hér er stuðst við frásagn- ir í bókinni, Skaftafellssýsla, sýslu og sóknarlýsingar, bls. 127–128). Ekki verður séð að séra Þorsteinn hafi staðið fyrir fleiri jöklarannsóknaleiðangrum, en rúmlega ári síðar keypti hann hlut í Fellsjörðinni og hefur eflaust þannig talið sig best tryggðan um aðgang að hinum endan- um á Kálfafellsdalnum. Dóttir séra Þorsteins og konu hans frú Guðríðar Torfadóttur, var frú Torfhildur Þor- steinsdóttir Hólm skáldkona, fædd og uppalin á Kálfa- fellsstað í Suðursveit, brautryðjandi í gerð sögulegra skáldsagna og án efa fyrsti alvöru rithöfundur þjóðar- innar á okkar tímum. Draugarnir í Fjöllunum 1928 Næst er gerð tilraun til að rannsaka fjöllin bak við byggðina sumarið 1928. Þá fóru fjórir menn inn úr Reynivallafjalli, þaðan inn á Bríkurjökul og svo áfram þar til þeir sáu ofan í dalinn stóra, þann sama og sendi- menn séra Þorsteins höfðu lýst eftir ferð sína 1850. Þeir menn sem í þennan leiðangur fóru voru, Þor- steinn Guðmundsson bóndi á Reynivöllum, Þórhallur Bjarnason bóndi á Breiðabólsstað, Sveinn Einarsson ráðsmaður á Neðribæ á Reynivöllum og Ingvar Þor- láksson vinnumaður Steinþórs á Hala. (Skaftfellingur 9, árg. 1993). JÖKULL No. 59, 2009 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.