Jökull - 01.01.2009, Síða 121
Ferðir í Fjöll Suðursveitar
Lón í Innri Veðurárdal. – Glacial lagoon in Innri Veðurárdalur. Ljósm./Photo. Snævarr Guðmundsson.
hvarvetna mátti sjá loðvíði vera að skjóta rótum. Gul-
víðirinn veitti okkur falskt öryggi í snarbrattri hlíð-
inni, það virtist ekki eins bratt þar sem hann breiddi
úr sér neðan við okkur og morautt jökulvatnið virt-
ist aðeins fjarlægara. Við komum niður á smá snaga
þar sem brattinn var minni og þar sjáum við að ligg-
ur dauð kind, nokkurt umrót var kringum hræið, líkt
og kindin hefði haldið sig þarna í nokkurn tíma. Við
skoðuðum kindahræið betur og komumst að því að
hér hefði Gamla Flekka á Breiðabólsstað borið bein
sín veturinn áður, vitað var að þessi ær var meðal fjár-
ins sem sést hafði í Mávatorfu. Það vissi enginn hvað
þessi ær var gömul í raun, þó var talið að hún væri ein-
hvers staðar á milli þess að vera 12–20 vetra gömul,
hafði slæma sjón á vinstra auga vorið áður en sá ekk-
ert með hægra auga eftir veikindi nokkrum árum fyrr.
Gamla Flekka var höfð í girðingu um sumarið, hafði
komist þaðan út með hrútana sína tvo, einhverjir vildu
meina að hún hefði ekki séð girðinguna, samt hafði
hún ratað í sumarhaga sína í Veðurárdalnum. Því kaus
hún að leita lengra til fjalla í stað þess að koma heim
í öryggi fjárhúsanna? Hafði hún ef til vill ákveðið að
nota síðust krafta sína til að kanna dalinn og fjöllin
sem hún hafði séð í fjarlægð langt í norðri síðan hún
var lamb í Veðurárdal löngu fyrr?
Það hafði valdið okkur svolítilli óvissu hver núver-
andi vatnshæð var í lóninu neðan við okkur miðað við
loftmyndirnar sem við höfðum skoðað veturinn áður.
Ef vatnshæðin væri meiri nú en þegar myndirnar voru
teknar var ekki alveg víst að okkur tækist að komast
niður í Draugagil þessa leiðina. Við höfðum þá gert
ráð fyrir að þurfa að síga í böndum niður í gilið ef
vatnið næði upp í hamraflugið sem áður var lýst. Það
stóð á endum, allt mættist í sama punktinum, vatns-
JÖKULL No. 59, 2009 121