Jökull - 01.01.2009, Page 142
Múlajökull breiðir úr sér sem fjallsrótarjökull niður í 650 m hæð eftir að hann hefur þrengt sér gegnum 2 km
breiða kverk á milli harðgerðra líparítfjalla vestan við Arnarfell hið mikla (1.137 m). Geislasprungur glennast
eins og spenntir fingur á hendi í stefnu niður blásporðinn, en undan jöklinum koma fram hryggir með sömu
stefnu. Á milli þeirra eru ótal smátjarnir eins og perlur á festi. Þvert yfir hryggina sjást gárur sem ýst hafa upp
við jökuljaðarinn. Framan við Múlajökul eru Arnarfellsmúlar, sem jökullinn er kenndur við, röð margfaldra
skeifulaga jökulalda, sem ýst hafa upp í framhlaupum. Í kverkinni milli Hjartafells og Jökulbrekku hefur 550 m
þykkur jökullinn grafið þröngan dal niður að 500 m y. s. Undir neðstu tungunni fer botnskálin næstum niður
í 450 m, og land er 150 m lægra en framan við jökuljaðarinn. Þar yrði fallegt stöðuvatn, ef jökulinn hyrfi. Í
baksýn eru Arnarfell hið mikla og litla, en handan þeirra er Þjórsárjökull. Hátt uppi í honum eru Hásteinar,
sem marka austurbrún mikillar öskju undir meginjöklinum. Lengst í fjarska sést til Miklafells. – The beautiful
piedmont glacier Múlajökull, draining the ice cap Hofsjökull, is famous for its proglacial landforms. Texti/Text:
Helgi Björnsson. Ljósm./Photo. Snævarr Guðmundsson, July 2007.
142 JÖKULL No. 59, 2009