Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 2
Veður Norðlæg átt, 5-10 en 13-20 suðaustan til og víða vindstrengir við fjöll. Snýst í sunnanátt um landið vestanvert seinnipartinn, þykknar upp og hlýnar, 13-23 vestan til seint í kvöld og rigning eða slydda. sjá síðu 46 Lásu Ríkharð þriðja Samlestur var á Ríkharði þriðja í Borgarleikhúsinu í gær. Leikritið, eitt af þeim fyrstu sem William Shakespeare skrifaði fyrir rúmum fjögur hundruð árum, verður frumsýnt þann 29. desember næstkomandi. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir verkinu og eru Arnar Dan Kristjánsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason og Kristbjörg Kjeld á meðal þeirra sem munu túlka verkið á sviði leikhússins. Fréttablaðið/anton brink stjórnmál „Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisn- ar, en virðist ekki skemmt yfir fram- lagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnu- brögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frum- vörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einka- aðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengis- frumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengis- frumvarpsins; máls sem ungir Sjálf- stæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosning- arnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], Innblásinn af Áslaugu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu. Þorsteinn telur málið eiga uppruna sinn í áfengismálinu og að Áslaug hafi fyrirgefið sér fyrir að hafa lagt málið fram í nýjum búningi á síðasta þingi. fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosn- ingarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu. Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálf- partinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðis- menn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að megin- stefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“ adalheidur@frettabladid.is Það má vel vera að það hafi verið byrjandamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr. Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður trYGGInGAr Dánarbætur ekkju úr fjölskyldutryggingu eftir fráfall eigin- manns hennar voru skertar um helm- ing vegna ölvunarástands mannsins á dánarstundu. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátrygginga- málum (ÚRVá). Maður hennar lést í fyrra vegna heilablæðingar sem hann hlaut eftir fall heima hjá sér. Þegar slysið átti sér stað var maðurinn einn heima og við skál. Vátryggingafélagið féllst á greiðslu bóta en vildi skerða þær um tvo þriðju vegna stórfellds gáleysis mannsins. ÚRVá féllst á það að hluta en dró úr lækkuninni. Slysið hefði orðið á heimili mannsins þar sem hann var öllum hnútum kunnugur. Ekkert bendi til annars en að ölvun mannsins hafi valdið slysinu. - jóe Skertu bætur vegna ölvunar eiginmanns l Ö G r E G l u m á l Maðurinn sem sætti rannsókn í tengslum við andlát ungrar konu um síðast- liðna helgi hefur verið látinn laus úr haldi. Hann var í vikunni úrskurð- aður í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið, en hann er grunaður um að hafa ekki komið konunni til hjálpar og látið sig hverfa þegar föður hennar bar að. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur maðurinn verið sam- starfsfús og staðfest er að hann var á heimili konunnar þegar hún lést. Bráða birgða niður staða krufning- ar liggur fyrir en niður stöður eitur- efna rann sóknar er beðið. Unnið er á fram að rann sókn málsins. – sks Laus úr haldi Dómsmál Landsréttardómaramálið fær flýtimeðferð hjá Mannréttinda- dómstól Evrópu. RÚV greindi frá í gær. Um er að ræða kæru fjögurra umsækjenda sem dómsmálaráð- herra skipaði ekki í Landsrétt þótt þeir hefðu verið á fimmtán manna lista hæfisnefndar yfir umsækj- endur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög- maður, sem sá um að kæra málið til dómstólsins, sagðist hafa frest til 23. nóvember til að gera athugasemdir við málatilbúnað ríkisins í málinu „og koma á framfæri bótakröfu fyrir hönd umbjóðanda míns“. – þea Dómaramálið fær flýtimeðferð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður. 2 7 . o k t ó b E r 2 0 1 8 l A u G A r D A G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A ð I ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -B C C C 2 1 3 3 -B B 9 0 2 1 3 3 -B A 5 4 2 1 3 3 -B 9 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.