Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Tölur vikunnar 21.10.2018 - 27.10.2018 14 prósent eru ánægð með störf biskups Íslands. 44 prósent segj- ast óánægð með störf biskups. 42 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. var sigur íslenska karla- landsliðsins í hand- knattleik á Grikklandi í undankeppni EM 2020. UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® jeep.is RENEGADE 2.0 DÍSEL, 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR, HÁTT OG LÁGT DRIF. COMPASS 2.0 DÍSEL, 140/170 HÖ. 2.0 BENSÍN, 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR. CHEROKEE 2.2 DÍSEL, 185 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, 4 DRIFSTILLINGAR. GRAND CHEROKEE 3.0 DÍSEL, 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF. JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU fjársjóðsleiT Leit að gulli í flaki þýska flutningaskipsins SS Minden virðist lokið án þess að leiðangurs- menn hefðu nokkuð upp úr krafsinu. Talsverð athygli beindist að leiðöngrum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services (AMS) að SS Minden sem áhöfnin sökkti í september 1939 um 120 sjómílum undan Íslandi til að forða því frá að falla í hendur Breta. Í erindi til Umhverfisstofnunar í fyrra sagði AMS að gull kynni að leynast í hirslu í Minden og sendi stofnuninni mynd sem tekin var í flakinu og sýndi skáp eða kassa í póstherbergi skipsins. Miðað við málin á skápnum mátti áætla að í honum rúmaðist gull fyrir jafnvirði um tólf milljarða króna. AMS fékk leyfi til að rjúfa gat á Minden og hófst handa í nóvem- ber 2017 en varð frá að hverfa vegna veðurs. Þráðurinn var tekinn upp að nýju 19. júní í sumar. Stóðu aðgerðir við Minden fram til 10. júlí. Minden hvílir á 2.240 metra dýpi og því um flókna og afar dýra aðgerð að ræða. Ef marka má skýrslu sem nú hefur verið skilað til Umhverfisstofnunar gripu útsendarar AMS í tómt í iðrum Minden. „Vinnan hélt áfram til 19.30 þann 10. júlí þegar lokaskoðun var gerð. Það var þá staðfest að engir verðmætir hlutir fundust,“ segir í skýrslunni. „Enginn farmur fannst og ekkert var fjarlægt úr flakinu.“ Í þessu sambandi má benda á að þegar rannsóknarskipinu Seabed Worker var siglt af vettvangi 10. júlí virtist AMS vilja halda þeim möguleika opnum að snúa aftur. „Framkvæmdaraðili segir að gildis- tími starfsleyfisins hafi verið fram- lengdur til 1. október 2018 og gæti því komið til þess að hann óski eftir að snúa aftur á svæðið,“ sagði í svari frá lögmanni Umhverfisstofnunar til Fréttablaðsins þennan dag. Engin til- kynning um slíkt hefur þó verið sett fram, ekki enn að minnta kosti. Gripið í tómt í fjársjóðsskipinu Advanced Marine Services segist engin verðmæti hafa fundið í flaki SS Minden sem liggur undan Íslandi. Umhverfisstofnun telur Landhelgisgæsluna hafa staðfest þetta en Gæslan kveðst ekkert geta fullyrt um það. Varðskipsmenn á Þór fylgdust með upphafi aðgerða rannsóknaskipsins Seabed Worker. MYND/LaNDheLgiSgæSLaN Halla Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir stofnun- ina enga ástæðu hafa til að efast um þá frásögn AMS að ekkert hafi verið tekið úr Minden. „Þar sem við vorum ekki á staðn- um hafði ég sambandi við Landhelg- isgæsluna sem var á vettvangi og fékk staðfestingu á því að þetta myndi samræmast þeirra skráningum,“ segir Halla. „Við tökum þessu alveg trúanlega þar sem við höfum engar forsendur til að rengja það neitt.“ Aðspurð hvort það sé ekki óvænt að ekkert hafi fundist í Minden kveðst Halla engar væntingar hafa haft um það. Áhugi Umhverfisstofn- un hafi beinst að því hvort mengun fylgdi aðgerðunum. „Ég hef bara lagt áherslu á að þeir myndu fylgja sínum skyldum samkvæmt starfsleyfinu,“ segir hún. Og samkvæmt AMS stafaði engin mengun af framkvæmdinni. Varðandi skápinn fyrrnefnda segir Halla leiðangursmenn væntan- lega hafa komið að honum tómum. „Það getur verið að þeir hafi opnað skápinn og séð að það var ekkert til að taka úr honum,“ segir hún. Ásgeir Erlendsson, upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að varðskipið Þór hafi verið á fram- kvæmdasvæðinu til að byrja með í sumar og fylgst með Seabed Worker, sem AMS var með á leigu. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hafi sinnt eftirliti úr lofti. „Landhelgisgæslan getur ekki fullyrt að Seabed Worker hafi ekki fundið nein verðmæti við vinnu sína við flak þýska skipsins SS Minden. Aftur á móti höfum við enga ástæðu til að efast um svör Advanced Marine Services þess efnis enda hafði fyrir- tækið leyfi til þess að ná verðmætum úr flakinu,“ segir Ásgeir. Þá segir Ásgeir að Landhelgis- gæslan hafi verið að gæta þess að tímarammi starfsleyfisins frá Umhverfisstofnun yrði virtur og að ekki yrði umhverfistjón vegna fram- kvæmdanna. „Löggæslumenn frá varðskipinu Þór fóru einu sinni um borð í Seabed Worker og fengu upplýsingar um framvindu aðgerðanna,“ segir Ásgeir. „Samkvæmt starfsleyfinu var Sea- bed Worker bundið af því að veita Landhelgisgæslunni upplýsingar um staðsetningu og framvindu tvisvar á sólarhring. Áhöfnin veitti allar upp- lýsingar sem óskað var eftir,“ bætir Ásgeir enn fremur við. gar@frettabladid.is Landhelgisgæslan getur ekki fullyrt að Seabed Worker hafi ekki fundið nein verðmæti við vinnu sína við flak þýska skipsins SS Minden. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafull- trúi Landhelgis- gæslunnar Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar sagði dómsmála- ráðherra hætta sér út á hálan ís í umræðum um launamun kynjanna. Sigríður Á. Andersen sagði að þegar leið rétt væri fyrir ýmsum mælan legum þáttum stæði eftir innan við 5 pró- senta launa munur á milli kynjanna. Þorsteinn sagði marga þætti fjarri því að vera mál efna lega. Jón Kaldal talsmaður Ice­ land ic Wildlife Fund sagði að sér fyndist það snúast um tjáningarfrelsi að fá að hengja upp nýtt og breytt auglýsingaskilti í Leifsstöð um íslenska laxastofninn. Isavia bannar skiltið. Skúli Magnússon héraðsdómari sagði að ungum mönnum, sem væru sviptir lög- ræði og nauðungar- vistaðir vegna geðsjúkdóma, hefði fjölgað. Þeir ættu það sameiginlegt að hafa byrjað reglulega neyslu kannabis ungir, yfirleitt 12-14 ára. Þrír í fréttum Laun, skilti og kannabis 6,5 milljónir hafa verið dæmdar í skaða- og miskabætur vegna skip- unar dómara við Landsrétt. 83 þúsundum tilfellum af krabbameini væri hægt að fækka á Norðurlöndum á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju hefði í för með sér fækkun um 21 þúsund tilfelli. bílferðir verða farnar með 270 þúsund rúm- metra af lóð Landspítalans vegna framkvæmda við byggingu nýs spítala. mældist atvinnu- leysi í september. Atvinnuleysi hefur lækkað um 0,2 prósentustig á síðastliðnum 6 mánuðum og um 0,4 prósentustig á síðustu 12 mán- uðum. 35-21 18.000 1,5% 2 7 . o k T ó b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -D 0 8 C 2 1 3 3 -C F 5 0 2 1 3 3 -C E 1 4 2 1 3 3 -C C D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.