Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 6

Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 6
FÉLAGSMÁL „Ég er spennt að takast á við verkefnin sem fram undan eru, þau eru rosalega stór. Þingið okkar setur tóninn fyrir það sem koma skal næstu tvö árin,“ segir Drífa Snæ- dal, nýkjörinn forseti ASÍ. 43. þingi ASÍ lauk í gær og á lokadeginum var kosið í embætti sambandsins og fjöl- margar ályktanir samþykktar. Drífa fékk 192 atkvæði í forseta- kjörinu eða tæp 66 prósent en Sverrir Mar Albertsson, mótframbjóðandi hennar, fékk 100 atkvæði eða rúm 34 prósent. „Veturinn leggst vel í mig. Þetta verður stuð og þetta verður barátta. Við þurfum á allri okkar samstöðu að halda. Við þurfum að hugsa í lausnum og vera svolítið skapandi til að þetta gangi eftir. Vonandi munum við á vormánuðum standa uppi með betri kjör og betra samfélag,“ sagði Drífa um þau verkefni sem fram undan eru en kjaraviðræður hefjast á næstunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kosinn 1. varaforseti en hann hafði betur í kosningu gegn Guðbrandi Einarssyni, formanni Landssambands íslenskra verslunarmanna. Hlaut Vilhjálmur 171 atkvæði eða um 60 prósent en Guðbrandur 115 eða um 40 prósent. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, var sjálfkjörinn í embætti 2. varaforseta. Samstarfið við varaforsetana tvo leggst vel í Drífu. „Ég þekki þá báða að góðu einu. Þeir eru ólíkir og báðir ólíkir mér þannig að þetta er ágætis breidd.“ Aðspurð segir Drífa að hennar fyrsta verk verði að kalla saman forystuna og lesa og fara yfir ályktanir þingsins. Vilhjálmur segist þakklátur fyrir stuðninginn og að sér sýnist ASÍ nú vera að fá nýja ásýnd sem félagsmenn hafi kallað eftir. „Ég hef verið að gagnrýna forystu Alþýðusambandsins í gegnum tíðina og ég held að kjör mitt endurspegli dálítið þessar breytingar sem nú eru að eiga sér stað í íslenskri verkalýðs- hreyfingu. Verkefni okkar nú er að standa undir þessari áskorun sem er fólgin í því að takast af festu, krafti og dugnaði á við það að bæta kjör og réttindi okkar félagsmanna.“ Hann telur ASÍ nú í góðri stöðu gagnvart sínum viðsemjendum. „Við erum með 120 þúsund manna sam- tök á bak við okkur. Ef maður horfir á það hvernig lobbíistar hinna efna- hagslegu forréttindahópa hafa verið í sinni hagsmunagæslu, þá á ASÍ að sjálfsögðu að vera þarna í broddi fylk- ingar með þau mál sem lúta að rétt- indum íslenskrar alþýðu og heimila.“ Vilhjálmur segir að hann hefði getað tekið þann pól í hæðina að skríða undir borð þegar tækifærið gafst, haldið áfram að gagnrýna og verið leiðinlegur. „Ég er bara ekki þannig gerður. Nú fékk ég tækifæri til þess að reyna að sýna og sanna að það sé hægt að gera betur og það verður mitt hlutverk að taka þátt í því með nýrri forystu.“ sighvatur@frettabladid.is Drífa segir stuð og baráttu fram undan Drífa Snædal var í gær kjörin nýr forseti Alþýðusambands Íslands. Hún segist spennt að takast á við verkefnin sem fram undan eru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsti kvenforseti ASÍ Drífa Snædal er fyrsti kvenkyns forseti ASÍ í rúmlega hundrað ára sögu sambandsins. „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig persónulega. Ég held líka að það hafi þýðingu fyrir Alþýðusam- bandið því það endurspeglar fjöl- breytileikann í sambandinu. Konur eru tæpur helmingur félagsmanna og það var svo sannarlega kominn tími til.“ Í framboðsræðu sinni lagði Drífa áherslu á lausn brýnna úrlausnar- efna. „Ég hef lagt áherslu á hús- næðismálin sem allir vita að eru mjög aðkallandi. Einnig baráttuna gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði.“ Það þurfi að auka jöfnuð í sam- félaginu. „Við þurfum að vinda ofan af þeim vaxandi ójöfnuði sem verið hefur hér síðustu ára- tugi. Það gerum við best í gegnum skattkerfið okkar, okkar sameigin- legu sjóði.“ Ragnar Þór segir viðsemjendur mega vara sig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ákvað á þinginu að draga fram- boð sitt til 1. varaformanns ASÍ til baka. Gerði hann það í því skyni að auka samstöðu á þinginu en hann studdi Vilhjálm Birgisson gegn Guðbrandi Einarssyni, sem er for- maður Landssambands íslenskra verslunarmanna. Upphaflega voru bæði Ragnar Þór og Vilhjálmur í framboði í sitt hvort varaforsetaembættið en þeir töldu á endanum betra að fulltrúi iðnaðarmanna kæmi inn í forystu- sveitina. „Ég tel mikilvægt að á vettvangi ASÍ komi fleiri raddir að borðinu. Við erum í orðræðustríði, ekki bara við okkar viðsemjendur, heldur líka lobbíista ákveðinna stétta og hagsmunaafla. Okkur veitir ekki af liðsauka í að svara þeirri orðræðu.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að rödd VR heyrist ekki þótt hann sé ekki í forystusveit ASÍ. „Ég er gríðarlega stoltur af hreyfing- unni í dag. Hún tók ákallinu um breytingar með kjörinu á þessari forystu.“ Ragnar Þór segir að þungu fargi sé af sér létt. „Ég held að allt launa- fólk og allir félagsmenn stéttar- félaga geti andað léttar og verið bjartsýnir. Samningsstaða okkar hefur styrkst alveg gríðarlega með því að forystan er að fara óklofin til leiks. Nú mega viðsemjendur okkar fara að vara sig.“ Ný forysta ASÍ var kjörin á þingi sambandsins í gær. Drífa Snædal sem var kjörin forseti segir verkefnin fram undan stór en spennandi. Vil- hjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti. Hann segir kjör sitt endurspegla þær breyt- ingar sem eigi sér nú stað í verkalýðshreyfingunni. Kallað hafi verið eftir nýrri ásýnd ASÍ. Hinn 56 ára Cesar Sayoc var hand- tekinn í gær. NORDICpHOTOS/AFp BAndAríkin Flórídamaðurinn Cesar Sayoc var handtekinn í gær í tengslum við rannsókn á bréf- sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Sayoc er 56 ára, keyrir hvítan sendiferða- bíl þakinn stuðningsyfirlýsingum við Donald Trump forseta og hefur verið virkur í gagnrýni á Demókrata á samfélagsmiðlum. Meðal annars kallað Barack Obama, fyrrverandi forseta, n-orðinu og sagt hann mús- lima sem þurfi að taka af lífi. Fjórar sprengjur til viðbótar upp- götvuðust í gær. Öldungadeildar- þingmaðurinn Cory Booker fékk sprengju og það gerðu James Clapp- er, fyrrverandi yfirmaður upplýs- ingamála, Kamala Harris öldunga- deildarþingmaður og auðjöfurinn Tom Steyer einnig. Áður höfðu fundist tíu sprengjur til átta ein- staklinga en engin hefur sprungið. Að sögn Christophers Wray alríkislögreglustjóra fannst fingra- far Sayocs á einu bréfanna og leiddi það til handtöku hans í varahluta- verslun í borginni Plantation. Sayoc hefur áður komist í kast við lögin, meðal annars fyrir sprengjuhótun og er skráður Repúblikani. Donald Trump forseti þakkaði alríkislögreglunni kærlega fyrir vasklega framgöngu í málinu í gær og kallaði í ávarpi eftir því að Bandaríkjamenn tækju höndum saman og reyndu að brúa bilið sem hefur myndast á milli íhaldsmanna og frjálslyndra. Trump er þó enn gagnrýndur og sagður hafa borið ábyrgð á því hversu hatursfullt andrúmsloft bandarískra stjórnmála er orðið. Meðal annars með því að hafa sagt fjölmiðla óvini fólksins. Einnig hefur verið minnt á að for- setinn hefur ítrekað skotið á fólkið sem fékk sendar sprengjur. Hefur til dæmis kallað Hillary Clinton spillta, sagt Maxine Waters greindarskerta og Barack Obama ekki fæddan í Bandaríkjunum. – þea Handtóku hinn meinta sprengjuvarg Fjögur til viðbótar fengu sendar sprengjur í gær. 2 7 . o k t ó B e r 2 0 1 8 L A U G A r d A G U r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -E 4 4 C 2 1 3 3 -E 3 1 0 2 1 3 3 -E 1 D 4 2 1 3 3 -E 0 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.