Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 30
konan hennar var ófrísk og með telpuna á brjósti. „Þetta voru hlutir sem ég þráði að gera og þrái enn,“ segir hún. Þú framleiddir sem sagt það sem þurfti til að verða faðir hennar, segi ég og leyni ekki fávisku minni um undur náttúrunnar. „Já, já, ég á líka sautján ára son.“ Veiga segir fáa hafa vitað hvað hún var að glíma við. „Ég var reyndar búin að eiga tímabil þar sem ég skilgreindi mig sem klæðskipting, fór mikið á djammið um helgar, ég kynntist ákveðnum hópi af fólki í því og var búin að segja vissum vinum það.“ Hún kveðst hafa byrjað ferlið í Noregi, þar sem hún bjó frá 2012 til 2016. „Sálfræðingur minn þar, sem gerir ekkert annað en að sinna fólki í minni stöðu, segir að flestar trans- konur þar fari í herinn til að blekkja sig og þykjast vera eitthvað annað en þær eru. Ég fór ekki í herinn en ég fór á skotvopnanámskeið til að geta farið að veiða í Noregi. Hafði stundað veiðar mikið hér heima og það var mín leið. Það eru til myndir af mér með blóðugar hendur, hrein- dýr á bakinu og étandi lifrina hráa. Þar var ég að ofleika strákahlutverkið og þykjast vera eitthvað annað en ég var. Það fattaði þetta enginn, enda var það auðvitað markmið hjá mér,“ segir Veiga. Sálarástand Veigu var oft slæmt, eins og hún lýsir. „Þetta tók allt svakalega á. Ég get sagt að ég hafi farið til helvítis og til baka. Ég var tvívegis ansi nálægt því að stytta mér aldur og hugsaði oft um það þar fyrir utan. Veit ekki hversu marga daga ég lá uppi í rúmi full angistar, allt var ömurlegt og enginn skildi mig. Konan var farin frá mér. Það var erfiðast af öllu – að missa kon- una. Ég lenti í svakalegri ástarsorg.“ Vissi hún að þú værir í röngum líkama? „Hún vissi að ég hafði verið að klæða mig upp en ekki að ég væri í röngum líkama enda var ég ekki búin að átta mig á því sjálf. Ég eyddi miklum tíma í að sannfæra mig um að ég væri ekki trans. Það endaði með því að konan mín sagði við mig að ég yrði að sætta mig við hver ég væri því ég yrði aldrei hamingju- söm annars. Þannig að ég fékk ofboðslegan stuðning frá henni og er henni ævinlega þakklát. Það var ekkert auðvelt fyrir hana að horfa á manninn sinn í svona miklu þung- lyndi – og breytast í konu.“ En þú fórst að hennar ráðum. „Já, sálfræðingur á norska ríkis- spítalanum, þar sem ég byrjaði ferl- ið, var hræddur um að ég mundi sjá eftir því að fara þessa leið og ég vissi ekki hvernig ég ætti að segja honum það nógu skýrt að ég væri ákveðin. Svo ég sagði honum að ég hefði átt konu sem ég hefði getað dáið fyrir, nú væri hún farin.“ Enn kveðst Veiga bera sterkar til- finningar til fyrrverandi konu sinn- ar. „Hún er besti vinur sem ég hef nokkurn tíma eignast og í dag get ég alltaf leitað til hennar – og öfugt. Ég held að við eigum báðar heiður skilinn fyrir hvað við eigum gott samband í dag og hvað við erum samstiga í uppeldi dóttur okkar.“ Ólík framkoma við kynin Kynleiðréttingarferlið byrjaði í janúar 2014, fyrst hjá sálfræðingi, að sögn Veigu. „Ári síðar fór ég á hormónalyf og í nóvember 2015 í brjóstastækkun en í stóru aðgerð- ina í nóvember 2016. Síðan þá hef ég farið í tvær aðgerðir, þá seinni í desember í fyrra, þannig að það er ekki komið ár síðan,“ lýsir hún og segir aðgerðirnar gerðar hér á landi af tveimur læknum, Hannesi Sigur- jónssyni og Höllu Fróðadóttur. En hvað fannst foreldrum hennar um þetta allt saman? „Þetta var auðvitað sjokk fyrir þau, búin að ala upp og umgangast strák í tæp 40 ár. Í dag finnst mér ég eiga betra samband við þau en áður og ég held að þau séu bara mjög sátt. Ég held að þau finni að þau eigi hamingjusamara barn.“ Það hlýtur að vera lærdómsríkt að upplifa bæði karl- og kvenhlutverk, er það ekki? „Já, bara í samfélaginu. Áður var mér aldrei boðin aðstoð á bensín- stöð þegar ég var að athuga olíuna á bílnum mínum í bænum, eða skipta um ljósaperu, en það eru breyttir tímar! En á Ísafirði get ég labbað inn á verkstæði eins og ég er og farið að tala um að plana hedd og slípa ventla, þeir þekkja mig, gaurarnir þar, og vita um minn bakgrunn. Það eru bæði kostir og gallar við að búa í litlu samfélagi. Mér finnst samfélagið á Ísafirði ofboðslega gott. Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað nokkra fordóma.“ Ertu ekki líka á góðum tíma? Það er dálítið búið að ryðja brautina. „Jú, jú, það vita margir af þessu en flestir sem ég ræði við um ferlið eru samt að tala við manneskju um slíkt í fyrsta skipti. Þeir hafa ekki kynnst því í nærumhverfinu.“ Tungumálið okkar er erfitt trans- fólki, eins og Veiga lýsir. „Það er allt kyngreint í íslenskunni, blessuð – blessaður – hann – hún, þreyttur – þreytt, svangur – svöng. Fólk sem er búið að þekkja mig alla ævi segir stundum „blessaður“. Það er bara vaninn. Ef karlmaður segir „blessaður“ segi ég bara „sæl og blessuð!“. Þá kveikir hann á per- unni og við hlæjum. Það hjálpar að hafa húmor. Ég læt ekkert svona skemma fyrir mér daginn og geri mikið grín að sjálfri mér. Svona mánuði eftir aðgerðina þurfti ég að pissa og fór á klósettið, var eitt- hvað utan við mig, lyfti upp setunni og ætlaði að fara að pissa standandi en greip í tómt! Var búinn að gera þetta í tæp fjörutíu ár. Vaninn kikk- aði inn en þetta gerist ekki lengur. Það er kominn nýr vani. En maður getur ekki búist við að aðrir venjist öllu strax.“ Verður þú ástfangin af strákum núna? „Nei, konum. Það breytist ekk- ert hverjum þú hrífst af við svona ferli. Kynvitund og kynhneigð er ekki að það sama. Fólk fæðist gagn- kynhneigt, samkynhneigt, tvíkyn- hneigt, alla vega og transfólk getur verið hvort sem er samkynhneigt eða gagnkynhneigt, nú eða tvíkyn- hneigt. Þetta er flókinn heimur.“ Finnst þér þú falla inn í kvenna- hópa eða leitar transfólk í félags- skap hvert annars? „Ég á nokkrar transvinkonur hér í Reykjavík en umgengst alls konar fólk af öllum kynjum og hef aldr- ei átt eins margar stelpuvinkonur og núna. Ég lít á mig sem eina af stelpunum, sem ég er. Ein vinkona mín sem var í einhverju basli með manninn sinn spurði mig: „Nú ert þú búin að vera karl, hvernig hugsa karlar?“ Setti upp eitthvert ákveðið dæmi um aðstæður sem hún hafði lent í gagnvart manni. Ég sagði henni mína skoðun og þá kom til baka: „Oh, þú ert svo mikil kerling,“ sem ég auðvitað er, þannig að hún græddi ekkert á mér.“ Ein með selum og fuglum Veiga er nýkomin frá Bretlandi þar sem hún var á kajaknámskeiði til að öðlast réttindi sem leiðsögumaður. „Ég ætla að leggja það fyrir mig sem framtíðarvinnu að vera leiðsögu- maður á kajak en í vetur verð ég í fyrirtækinu Skaginn 3X stál, það framleiðir ýmiss konar búnað fyrir fiskvinnslu og togara. Verð bara að sjóða og smíða, það kann ég,“ segir Veiga sem hefur unnið við renni- smíði í 20 ár. Um skeið kveðst Veiga hafa unnið á elliheimili í Noregi og líkað vel. „Ég prufaði líka, þegar ég lifði sem karl- maður, að læra förðun og vann við það á tímabili í aukavinnu, í Make Up Store, meðal annars. Eins prjóna ég, hjóla og skíða á veturna og ræ kajak allt árið, það jafnast á við góða hugleiðslu þar sem ég er kannski ein með selum, fuglum og stundum hvölum.“ Hún sýnir mér myndir af hvalavöðu sem hún reri innan um út af Ströndunum í sumar. „Þetta voru 30 til 40 stykki. Sá sem kom næst mér var svona hálfan metra frá mér og einn fór undir bátinn.“ Ertu aldrei hrædd? „Nei, ekki get ég sagt það, þó hefur alveg farið um mig en þá þýðir ekk- ert annað en að halda áfram að æfa, það er það sem líf mitt snýst um þessa dagana.“ Líf Veigu snýst aðallega um að æfa sig á kajak þessa dagana og hún ætlar að nýta veturinn vel. Mynd/Pétur HiLMarsson Ég hef aldrei átt eins lítið og þÉnað eins lítið en aldrei verið eins hamingjusöm. BARCELONA REAL MADRID vs KAUPTU STAKAN LEIK: Tryggðu þér áskrift á stod2.is 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -D 5 7 C 2 1 3 3 -D 4 4 0 2 1 3 3 -D 3 0 4 2 1 3 3 -D 1 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.