Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 32
S ilja Hauksdóttir leikstjóri tekur um þessar mundir upp kvikmyndina Hey hó Agnes Cho á Akranesi. Kvikmyndin er grátbrosleg þroskasaga mæðgna. Handrit kvikmyndarinnar skrif- ar Silja ásamt Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Rannveigu Jóns- dóttur sem alltaf er kölluð Gagga. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Akranes frá því í síðustu viku og munu standa yfir til 9. nóvember. „Við stefnum á að frumsýna mynd- ina næsta haust,“ segir Silja um gang framleiðslunnar. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Björn Hlynur Haraldsson. Þá fara með hlutverk í myndinni Donna Cruz og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Jóhanna Friðrika útskrifaðist sem leikari árið 2005 frá Lista háskóla Íslands og hefur starfað við leik- stjórn og leiklist, bæði á sviði og í sjónvarpi. Hún bætti við sig meist- aranámi í ritlist við Háskóla Íslands árið 2016. Silja er reynslumikill leikstjóri og handritshöfundur, landsmenn þekkja vel til verka hennar. Fyrsta kvikmynd hennar, Dís, var í fullri lengd. Þá stýrði hún sjónvarps- þáttaröðinni Ástríður, Stelpunum, Áramótaskaupum og Ríkinu, svo eitthvað sé nefnt. Gagga er sjálfstætt starfandi kvik- myndagerðarkona og hefur starfað við kvikmyndagerð í tvo áratugi, sem framleiðandi kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsinga, en nýverið einnig við handritaskrif og leikstjórn. Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Að skrifa þroskasögu mæðgna? Gagga: Hugmyndin er upphaf- lega frá Mikael Torfasyni. Hann sendi Silju uppkast að handriti að kvikmynd þar sem aðalsöguhetjan var ættleidd og bjó ásamt fjöl- skyldu sinni á Akranesi. Það sem okkur fannst strax spennandi var að þarna var ein aðalsöguhetjan stúlka, útlitslega af erlendum upp- runa. Við tók svo vinna við að finna okkar eigin tón í sögunni, við rifum allt í sundur og fórum að leita að sögunni sem okkur langaði að segja. Það tók töluverðan tíma, mikið röfl og pælingar við hin ýmsu eldhús- borð. Við leigðum skrifstofur víðs vegar um bæinn. Við Silja eignuð- umst líka hvor sína dótturina á meðan á ferlinu stóð, það er hálft ár á milli þeirra. Jósa kom svo inn í samstarfið eins og stormsveipur og í meðförum okkar þriggja varð okkar saga, handritið að myndinni, til. Þroskasaga mæðgna á Akranesi. Silja: Við kveiktum svo mikið á mömmunni. Móðirin varð að vera aðalpersónan. Og það gerðist ein- hvern veginn organískt. Við fundum fljótt að þar var mikill efniviður. Nú erum við allar að færast á þennan aldur sjálfar. Efnið stóð okkur nærri. Við kveiktum svo mikið á mömm- unni. Þegar við leituðum eftir til- vísunum komumst við að því að það eru ekki til margar kvikmyndir sem skarta fimmtugri konu í aðal- hlutverki, sem okkur þykir miður, því þetta er svo ótrúlega spennandi aldur og þroskaskeið. Hvernig þekkist þið? Hafið þið allar unnið saman áður? Silja: Ég og Gagga kynntumst við tökur á Kvikmyndinni Draumadísir. Og við höfum verið vinkonur síðan þá. Gagga: Kvikmyndagerð er fjöl- skyldubransinn. Það var kennara- verkfall og ég var send á sett hjá einni frænku til að hella upp á og smyrja lokur. Amma stjórnaði því af einskærri umhyggjusemi. Hún gat ekki hugsað sér að ég væri aðgerða- laus, það myndi enda illa. Ég hellti því upp á afar vont kaffi og bar fram gamalt rækjusalat og sumir fengu illt í magann. Silja: Ég var nítján ára. Mér fannst Gagga vera skemmtileg lítil stúlka sem gaman væri að fylgjast með í framtíðinni. Það voru heil tvö ár á milli okkar. Þarna varstu leikkona, vildir þú þá verða leikstjóri? Silja: Ég var þá ekki komin í nokkrar pælingar um hvað ég ætlaði að verða. Það var röð af tilviljunum sem réð því að ég fékk hlutverk í þessari kvik- mynd. En þarna fékk ég skýra innsýn í kvikmyndagerð. Beint í æð og mjög óvænt. Jóhanna: Ég kynnist þeim báðum í kringum handritaskrifin. Við höfum hins vegar lengi vitað hver af annarri. Ég hef ekki mikið verið í heimi kvikmyndagerðar. Ég hef mest verið í hlutverki leikkonu og að elda mat. Og hvernig líkar þér? Jóhanna: Ég kem inn í þennan heim í gegnum skrifin. Það er ofsa- lega skemmtilegt. Mér líður svolítið eins og ég hafi bankað upp á bak- dyramegin. Það er góð leið inn í þennan iðnað. Tókuð þið ykkar eigin sambönd við mæður ykkar í handritaskrifin? Jóhanna: Ég held að það sé nán- ast ómögulegt að skrifa án þess að nýta eitthvað af eigin reynsluheimi. Að því sögðu er þessi mynd samt alls ekki um samband okkar við mæður okkar. Mæðgnasambönd eru oft og tíðum tilfinningalega flókin og þar af leiðandi agalega spennandi viðfangsefni. Gagga: Myndin fjallar mikið um samskipti. Ekki bara mæðgna. Líka hjóna og vina. Doðann í hversdeg- inum og vanann. Óheilbrigð sam- skipti sem erfast. Umhyggjusemi sem verður að sjúklegri afskipta- semi. Stjórnlausa stjórnsemi sem eyðileggjandi afl. Okkar kona á erfitt með að sleppa tökunum. Hún er svo hrædd við að missa stjórnina. Og hvað gerist þá? Við erum alltaf í einhverjum stellingum út á við, Langar alltaf að vera einhvers staðar annars staðar og erum alltaf að hugsa um næsta áfanga sem á að breyta öllu. Silja: Stjórnsemi er svo flókin í foreldrasamböndum, þegar rótin er ást og umhyggja sem afvegaleið- ist og verður jafnvel takmarkandi. En hún er líka svo skiljanleg, þótt hún geti sannarlega verið alveg óþolandi. Gagga: Mömmur þurfa svo oft að vera leiðinlegar, maður heyrir í sjálfri sér eins og ókunnugri rödd að handan. Mig langar oft að segja við eldri dóttur mína: Ég er ekki svona hræðilega leiðinleg, ég er mjög skemmtileg, í alvöru. Silja: Sambönd stelpna við mæður sínar hafa miklu oftar verið rædd í mín eyru en sambönd þeirra við feður sína og mögulega fá mömmurnar minni afslátt frá dætrum sínum en feðurnir. Það er þessi sterka nánd og þessar kröfur. Mæður óttast fyrir hönd dætra sinna. Þær eyða mikilli orku í að koma í veg fyrir að dætur þeirra þurfi að reka sig á sömu veggi og þær sjálfar eða lenda í sömu ógnum og hafa orðið á vegi þeirra. Og það er dáldið vanþakklátt verk og ansi mikil vinna og kannski alveg vonlaust bara. Mömmur þurfa oft að vera leiðinlegar Silja Hauksdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Rannveig Jónsdóttir ræða efni nýrrar kvikmyndar sem ber vinnutitilinn Hey hó Agnes Cho og er í tökum þessa dagana á Akranesi. Rannveig Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Gagga, Jóhanna Friðrika og Silja við tökur á Akranesi í vikunni. FRéttAblAðið/ERniR í aðalhlutverkum eru Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn bachmann. Ítarlegra viðtal og myndir frá tökum á +Plús síðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PlúS Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -C 1 B C 2 1 3 3 -C 0 8 0 2 1 3 3 -B F 4 4 2 1 3 3 -B E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.