Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 40

Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 40
Skagfirski kammerkórinn frumflutti efnisskrána Í takt við tímann í Miðgarði á sunnudaginn var við gríðargóðar undirtektir. MYND/GuðNý AxelSDóttir Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Svanhildur Páls- dóttir, formaður Kammerkórs Skagafjarðar, og Helga rós ingólfsdóttir, kórstjóri og ein- söngvari. Mitt fólk í skagfirska kammerkórnum hafði lengi dreymt um að takast á við krefjandi verk og við fengum ábendingu frá Guðmundi Óla Gunnarssyni, hljómsveitarstjóra Sinfóníettu Vesturlands, um verk eftir John Rutter,“ segir Helga Rós. „John Rutter er núlifandi tónskáld sem útsetur kórverk sín bæði fyrir litla og stóra hljómsveit sem þýðir að það er auðveldara fyrir minni kóra að flytja verkin hans. Ég fór að hlusta á verk eftir hann og meta hvað væri fallegt að taka og þetta verk, Magnificat, varð fyrir valinu.“ Magnificat er marglaga verk sem frumflutt var 1990. „Þetta er gleði­ óður til Maríu Guðsmóður og Rutt­ er sækir innblástur til suðrænna landa enda segir hann Magnificat vera fullt af fögnuði, þar sem sólin skíni frá upphafi til enda. Okkur fannst verkið því eiga vel við á 100 ára afmæli fullveldis Íslands, í landi þar sem sólin gengur aldrei undir á sumrin og vetur eru oft langir og dimmir en ekki síður þar sem erlendir straumar hafa haft mikil áhrif á mótun samfélagsins og á tónlistarlífið síðustu hundrað árin,“ segir Helga og bætir við: „Við vild­ um sýna hvað áhugamanna kórar eru að fást við í dag á hundrað ára afmæli fullveldisins. Fyrstu kórar voru stofnaðir í kringum 1920 og okkur langaði ekki bara að flytja gamla tónlist heldur taka eitthvað svolítið stórt og metnaðarfullt. Við köllum tónleikana Í takt við tímann sem okkur finnst réttnefni.“ Á tónleikunum verður íslenska ein­ söngslaginu einnig gert hátt undir höfði. „Við förum vítt og breitt, með aðeins skagfirska áherslu, erum með lög eftir Eyþór Stefáns­ son og Pétur Sigurðsson í mjög skemmtilegum útsetningum þar sem píanóundirleikurinn er færður út í hljóðfærin, forspil lengd og svo framvegis og má segja að við séum að setja þetta í hátíðarbúning með útsetningum Guðmundar Óla sem margar hverjar komu skemmtilega á óvart.“ Skagfirski kammerkórinn stendur fyrir viðburðinum en hefur fengið til samstarfs við sig hljóm­ sveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson, Sinfóníettu Vestur­ lands, Kammerkór Norðurlands og Kalman listfélag á Akranesi.“ „Við erum í kringum sextíu í allt og það er mjög gott hljóð í öllum ef svo má að orði komast, mjög gefandi og skemmtilegt samstarf,“ segir Helga Rós og nefnir sérstak­ lega hlut formanns Kammerkórs Skagafjarðar, Svanhildar Pálsdótt­ ur, sem hefur verið framkvæmda­ stjóri viðburðarins. „Allir hafa lagt hönd á plóg og við erum loksins að sjá árangur erfiðisins. Við héldum eina tónleika á sunnudaginn fyrir fullu húsi en svo erum við að koma suður yfir, verðum í Bíó­ höllinni á Akranesi klukkan fjögur á laugardaginn og í Langholts­ kirkju í Reykjavík klukkan fjögur á sunnudag.“ Hún segir tilfinninguna við frum­ flutninginn hafa verið magnaða. „Við erum búin að vera að æfa allan síðasta vetur, það starfsár fór meira og minna í það. Það var dásamleg upplifun fyrir mig að hugsa til fyrstu æfingarinnar, sitja þarna og hlusta á þetta verða að veruleika þegar allt small saman.“ Miða á tónleikana er hægt að fá á midi.is. Metnaðarfullt Magnificat skagfirska kammerkórsins Skagfirski kamm- erkórinn ræðst í stórverkefni í til- efni afmælis full- veldis á Íslandi en kórastarf er mikil- vægur hluti af sögu fullveldisins og á sér nokkurn- veginn jafnlanga sögu. Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona er stjórnandi kórsins. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 20% afsláttur af öllum vörum í dag, laugardag 4 KYNNiNGArBlAð FólK 2 7 . o K tó B e r 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 4 -2 E 5 C 2 1 3 4 -2 D 2 0 2 1 3 4 -2 B E 4 2 1 3 4 -2 A A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.