Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 78

Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 78
Nú þegar er búið að bóka allar helgar fram í mars og maí er þéttbókaður líka. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Ég er búinn að segja þessa sögu svo rosalega oft,“ segir Haukur og kímir þegar hann er spurður um hvernig Græni hatturinn varð til. „Í stuttu máli sagt þá byrjaði Græni hatturinn sem ballstaður en samkeppnin á þeim tíma var nokkuð mikil svo ég fékk þá fáránlegu hugmynd að einbeita mér að því að vera bara með tónleika. Svo í staðinn fyrir að vera að fá fólk inn eftir miðnætti á dansleik ákveð ég að prófa að hafa tónleika sem byrja klukka átta eða tíu á kvöldin og gekk náttúrlega alveg fáránlega til að byrja með.“ Fyrstu tónleikarnir voru með Jóni Ólafssyni einum árið 2005 og síðan hefur Græni hatturinn blómstrað og þar er alls konar tónlist flutt, allt frá sönglögum yfir í þyngsta rokk. Græni hatturinn er að flestra sögn einn besti tónleika­ staður landsins í dag. „Það var til dæmis hljómsveit frá New York að spila hér á fimmtudagskvöldið,“ segir Haukur. „Þegar ég spurði hvernig þeim hefði dottið í hug að koma hingað sögðu þeir að þeir hefðu flett upp á TripAdvisor og fleiri stöðum og þar hefði Græni hatturinn alls staðar skorað hæst sem besti tónleikastaður á Íslandi.“ Og sá vinsælasti líka en nú þegar er búið að bóka allar helgar fram í mars og maí er þéttbókaður líka. Meðal þeirra sem koma fram á Græna hattinum á næstunni eru Stjórnin, Jólagrautur Baggalúts sem er skemmtun Hjálma, Bagga­ lúts og Memfismafíunnar, Jónas Sig, Moses Hightower, Dúkkulís­ urnar, Lay Low, Ljótu hálfvitarnir og svo mætti lengi telja. Haukur segir að viðskiptavinahópurinn sé mjög fjölbreyttur. „Þetta er allt frá fólki sem rétt sleppur inn vegna aldurs og yfir í ellilífeyrisþega. Og fólk er ekkert alltaf að velta fyrir sér hvað er á dagskránni, langar bara á tónleika á Græna hattinum. Eitt fyrirtæki keypti til dæmis 25 Haukur á Græna hattinum í kvöld Það eru tónleikar á Græna hattinum í kvöld. Haukur Tryggvason, veitingamaður og tónleikahald- ari, verður á staðnum eins og undanfarin sextán ár, að undanskildum tveimur helgum í sumar. Haukur Tryggva- son hefur staðið vaktina á Græna hattinum í sex- tán ár og verður að sjálfsögðu að störfum í kvöld. MYND/SkapTi HallGríMSSoN miða á tónleikana í gær án þess að hafa nokkra hugmynd um hverjir væru að spila. Og þau spurðu ekki einu sinni.“ Haukur hefur staðið vaktina í sextán ár. „Ég er alltaf að vinna þegar opið er,“ segir hann og bætir við: „Ég tók mér sumarfrí í fyrsta sinn á þessum sextán árum í sumar, var frá í tvær helgar. Það var dálítið skrýtið, en líka bara fínt.“ Aðspurður hvaða hljómsveitir honum finnst skemmtilegast að fá svarar hann: „Ég er kominn í þá stöðu að geta valið úr og allt sem ég bóka núna er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“ Græni hatturinn hefur staðið óbreyttur öll þessi ár. „Ég hef eigin­ lega ekki breytt staðnum neitt nema að sviðið hefur stækkað og græjunum fjölgað. Ég á allar græjur sem notaðar eru svo það er auðvelt fyrir stórar hljómsveitir að koma, þurfa bara að mæta með gítarinn undir hendinni.“ Fjöldi tónleika á Græna hatt­ inum nálgast sextán hundruð og í kvöld bætist í þann hóp. „Í kvöld verða það Meistarar dauðans sem stíga á svið, mjög ung hljómsveit sem spilar rokk og þungarokk. Trommarinn er bara fjórtán ára svo þeir koma í fylgd með full­ orðnum.“ Og þá vitum við það: Meistarar dauðans eru á Græna hattinum í kvöld og Haukur auðvitað líka. Hrísey, sem oft er kölluð perla Eyjafjarðar, er önnur stærsta eyja landsins á eftir Heimaey og vinsæll viðkomustað­ ur ferðamanna yfir sumartímann. Eyjan er þó ekki síður skemmtileg yfir vetrartímann þegar snjórinn hylur hana og notalegt myrkrið tekur við af miðnætursólinni segir Linda María Ásgeirsdóttir, for­ maður Ferðamálafélags Hríseyjar. „Yfir vetrartímann tekur við annars konar afþreying hér í Hrísey sem er vel sótt af íbúum og ferðamönnum. Ferðamálafélag Hríseyjar hefur t.d. frá árinu 2008 boðið upp á grjóna­ graut og slátur fyrsta laugardag í mánuði yfir veturinn. Þetta er mjög vinsæll viðburður og fjölsóttur.“ Margt í boði Sundlaug eyjunnar er alltaf jafn vinsæl enda frábær sundlaug segir Linda María og er opin allt árið. „Síðan má nefna að gamli skólinn í Hrísey hýsir nú vinnustofur lista­ manna og þar dvelja listamenn hvaðanæva úr heiminum allt árið. Sú hefð hefur myndast að lista­ menn halda sýningu á afrakstri dvalarinnar áður en þeir fara héðan þannig að við erum með skemmtilegar sýningar allt árið um kring. Fyrr í vikunni hélt t.d. lista­ maður októbermánaðar, Amanda Maciel Antunes frá Brasilíu, sýningu og gjörning í Sæborg sem er gamla félagsheimilið í Hrísey.“ Þessa helgi verður rithöfundurinn Hallgrímur Helgason með upp­ lestur úr nýju bókinni sinni í Ver­ búðinni 66 en hann á hús í Hrísey og dvelur þar í fríum og í vinnu­ törnum að sögn Lindu Maríu. „Fram undan í eyjunni eru síðan jólahlaðborð, konukvöld, karla­ kvöld, kótelettukvöld og árleg og ómissandi Þorláksmessuskata en þessir viðburðir verða haldnir í Verbúðinni 66 sem er veitingahús í eyjunni sem var opnað snemma árs 2016 og er opið um helgar yfir veturinn. Það má því sannarlega segja að við njótum lífsins fjarri stressi og umferð.“ Náttúran breytist Eðlilega fer allt í vetrargírinn í svona fámennu samfélagi yfir háveturinn og opnunar­ tíminn styttist víða. „Hús Hákarla Jörundar og Holt – hús Öldu Hall­ dórsdóttur eru opin þegar þess er óskað, verslunin í Hrísey er opin alla daga nema sunnudaga og veitingastaðir eru opnir um helgar. Opnunartíminn styttist líka víða, eins og t.d. í sundlauginni.“ Náttúran breytir líka um svip yfir veturinn og verður dásamleg með sínum norðurljósum, kyrrð og orku segir Linda María. „Ýmsar gönguleiðir eru í boði um eyjuna og er frábært að ganga á meðan fært er. Mikið er um rjúpu hér en hún er mjög gæf og hópast í garðana þar sem hún fær að éta. Einnig er gott að ganga á göngu­ skíðum um eyjuna og frábært að fara að vitanum og sjá yfir allan fjörðinn. Síðastliðinn mánuð hefur líka verið hægt að sjá fullt af hval austan megin á eyjunni. Þá hefur hreinlega verið hægt að setjast á næsta stein og upplifa ókeypis hvalaskoðun. Því er óhætt að segja að Hrísey bjóði upp á fjölbreytta skemmtun við allra hæfi.“ Hægt er að kynna sér Hrísey og hvað er í boði þar á vef Ferðamála­ félags Hríseyjar (hrisey.is) og á Facebook­síðu Ferðamálafélagsins. Hríseyjarferjan Sævar gengur eins allt árið eða 7­9 ferðir á dag. perlan er falleg yfir veturinn Hrísey er skemmtileg heim að sækja yfir veturinn. Eyjan býður upp á fallegar gönguleiðir, vinsæla sundlaug og söfnin eru opin sé þess óskað. Veitingahúsin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar. Hrísey skartar sínu fegursta yfir vetrartímann og þá er dásamlegt að heimsækja eyjuna. MYND/FErÐaMÁlaFÉlaG HríSEYJar Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 6 kYNNiNGarBlaÐ 2 7 . o k Tó B E r 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RNorÐurlaND 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 4 -1 A 9 C 2 1 3 4 -1 9 6 0 2 1 3 4 -1 8 2 4 2 1 3 4 -1 6 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.