Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 86
Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Örn Ingimundarson lést þann 21. október á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. október kl. 15.00. Lóa Ólafsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon Karólína Ólafsdóttir Guðbrandur Einarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Eiríkur Briem hagfræðingur, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 12. október síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Áskirkju þann 29. október nk. klukkan 13. Guðrún Ragnarsdóttir Briem Maj-Britt Hjördís Briem Einar Þorvaldur Eyjólfsson Eiríkur Briem Hanna Kristín Briem Pétursdóttir Katrín Briem Þorvaldur Ólafsson og barnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Okkar kæra Arndís Markúsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 20. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 31. október klukkan 13.00. Kristjana E. Kristjánsdóttir Ingi Gunnar Ingason Sesselja H. Kristjánsdóttir Reynir Markússon Steinunn B. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ásgeir Ásgeirsson lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 23. október. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Hjördís Bergþórsdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir Ásgeir Viðar Ásgeirsson Úlfhildur Hilmarsdóttir Andri Viðar Haraldsson, Erna Sólrún Haraldsdóttir Við erum á lokametrunum að gera og græja,“ segir Böðvar Pétursson, bóndi í Baldurs-heimi í Mývatnssveit og starfsmaður Landsvirkjun- ar, þegar forvitnast er um undirbúning Slægjufundarins 2018. Það er samkoma sem haldin er í Skjólgarði í dag, hefst 14.30 og stendur í tvo til þrjá tíma. Svo er ball í kvöld. Um árlega samkomu Mývetninga er að ræða sem á sér langa sögu. Fyrstu áratug- ina eftir að Skjólbrekka var tekin í notkun og jeppaöldin var gengin í garð voru gullár þessara skemmtana, samkvæmt heimildum. „Slægjuræðan“ – aðalræða dagsins var lengi nokkurs konar annáll árferðis og uppskeru og viðburðum sam- félagsins var fléttað inn í hana. En þýðir það að bændur hafi staðið við slátt fram í október að hátíðin skuli kennd við heyskap en ekki réttir og önnur haustverk? „Nei, ég held það tengist því nú ekki beint. Fólk var bara að gera sér dagamun á skilum sumars og veturs, fagna upp- skeru af öllu tagi og hressa sig fyrir vet- urinn,“ svarar Böðvar sem segir aðeins misjafnt milli ára hversu margir mæti. „Það er opið hús og þeir sveitungar koma sem hafa lausa stund og áhuga. Þarna er fólk á öllum aldri, frá eins árs og yfir nírætt. Reyndar verður að viður- kennast að karlpeningurinn hefur ekki verið eins duglegur að mæta og kven- þjóðin. Karlarnir þykjast sumir hverjir þurfa að nota daginn til að skjóta rjúpu eða fara í eftirleitir,“ segir Böðvar. „Það hallar á þá varðandi mætingu, þar gætu þeir staðið sig betur.“ Síðan Böðvar man eftir sér hefur verið kaffihlaðborð á samkomunni og svo hin ýmsu skemmtiatriði. En hver verður með slægjuræðuna í dag? „Það verður Ásta Kristín Benedikts- dóttir bókmenntafræðingur, hún er búsett í Reykjavík en er frá Arnarvatni. Ólst þar upp.“ Böðvar segir að ýmist íbúar í sveitinni eða brottfluttir haldi hina árlegu ræðu, brottfluttir komi oft með aðeins annan vinkil. Skyldu þeir þá rifja upp eitthvað gam- alt? „Ekkert endilega. Við gáfum Ástu Krist- ínu algerlega frjálsar hendur með það um hvað ræðan snerist, það skiptir meira máli að hún sé skemmtileg og góð!“ Mývetningar eru þekktir fyrir að vera söngelskir og Böðvar segir þá alveg pott- þétt taka lagið í dag. „Það er löng hefð fyrir því að allir standi upp og syngi saman á slægjufundinum. Við tökum örugglega nokkrar tarnir í því.“ Svo er það hljómsveitin Lúxus frá Húsavík sem leikur fyrir dansi á ballinu í kvöld, að sögn Böðvars. „Lúxus er sveit sem var ráðin í fyrra en mætti ekki öll því einn spilari datt úr skaftinu og annar flúði til útlanda. Nú ákváðum við að gefa henni annan séns og eigum von á góðu stuði.“ gun@frettabladid.is Fagna uppskeru af öllu tagi Slægjufundur hefur verið árlegur viðburður í Mývatnssveit fyrsta vetrardag um margra áratuga skeið. Þeirri hefð verður viðhaldið í dag. Böðvar Pétusson er prímus mótor. Það er hefð fyrir almennum söng í Mývatnssveit og frá þeirri hefð verður ekki vikið í dag, að sögn Böðvars. Mynd/Hrefna Skjólbrekka er staðurinn þar sem Slægjufundurinn er ávallt haldinn. Mynd/ÞorSteinn GunnarSSon 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 3 -E E 2 C 2 1 3 3 -E C F 0 2 1 3 3 -E B B 4 2 1 3 3 -E A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.