Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
legust, að hér sjái merki einhverrar farsóttar, er gengið
hafi í Eyjunum milli 1660 og 1670, er þessi aldursflokk-
ur var á æskuskeiði, og orðið einkum skæð börnum.
Fleiri skýringar eru þó liugsanlegar, svo sem það, að
ósamræmi það, sem er milli aldursflokkanna, stafi að
einliverju leyti af mismunandi innflutningi eða útflutn-
ingi fólks í sveitina eða úr á mismunandi tímum. Mann-
talið segir því miður ekki frá fæðingarstað fólksins.
y,ér vitum því hvorki, live margir af íbúum lireppsins
voru barnfæddir í honnm né live margt fóllc úr Eyj-
unum átti þá heima utan sveitar.
Þá er það enn eftirtektarvert, live fátt var um gamalt
fólk i Eyjunum. Aðeins þrjár manneskjur voru þar 71
árs og eldri, og voru þær allar konur. Elzt var Sigríður
Jónsdóttir i Skáleyjum, móðir Jóns Árnasonar bónda
þar. IJún var 80 ára. Næst henni var Helga Eyvindar-
dóttir í Flatey, 78 árá, og er þess getið í manntalinu
að liún sé „uppgefin“. IJin þriðja var Guðríður Magnús-
dóttir i Flatey, dóttir Magnúsar sýslnmanns Jónssonar
í Miðlilíð og' ekkja Jóns Torfasonar í Flatey. Hún var
77 ára og hjó enn búi sínu. Yfir scxtugt voru aðeins 17
manns, að þessum þremur konum meðtöldum.
Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar var nærri þriðj-
ungur landsmanna (32,5%) á barnsaldri, þ. e. yngri en
15 ára, árið 1930. Árið 1703 var aðeins liðugur fjórðung-
ur (26,6%) fólksins í Flateyjarlireppi á þeim aldri. 1930
v,ar liðugur tíundi hluti (10,2%) landsmanna yfir sex-
tugt, en 4,0% yfir sjötugt. í Flateyjarhreppi voru nærri
helmingi færri hlutfallslega j’fir sextugt 1703 (5,8%), og
yfir sjötugt var þá aðeins einn af hverju hundraði sveit-
armanna. Þessar tölur sýna tvennt, að örðugt liefir ver-
ið að komast yfir uppvaxtarárin og að fólkið liefnr enzt
illa, fáir náð háum aldri. Hvorutveggja segir sína sögu
um aðbúð fólksins og hollustuhætti.
Um atvinnuvegi sveitarinnar má fá ýmsa fræðslu í
jarðabókinni. Af þeim 51 lieimilisfeðrum, sem í sveit-