Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
bygging, 6x8 m. að stærð, og sláturhús, sem var not-
að til vörugeymslu þá tíma, sem ekki var unnið þar
að sláturstörfum. Það voru því ekki góðar ástæður til
verzlunarreksturs og litil þægindi fyrir þá, sem að því
unnu. Þetta sarna ár skall á heimsstyrjöldin fyrri með
þeim óþægindum, sem lienni fylgdu, hvað samgöngur
og vöruútvegun snerti. Svo komu harðindaárin 1918—20
og svo liver kreppan á fætur annarri. Þrátt fyrir þetta
þróaðist þessi félagsskapur svo á þeim 28 árum, sem
Jón Þorleifsson liafði forystuna á liendi, að nú er fé-
lagið mjög vel stætt fyrirtæki. Má m. a. sjá það á því,
að verzlunarumsetning jókst úr rúmum 40 þúsund-
um ltr. 1914, í fullar 2 milljónir kr. 1942, og varasjóð-
ur og stofnsjóður úr h.u.b. 12 þús. kr. í 200 þúsundir
króna, og' þess utan hafa myndazt aðrir sjóðir, sem þó
nokkru nema.
Óliætt er að fullyrða, að þetta ávannst mikið fyrir á-
liuga og gætilega fjármálastjórn Jóns Þorleifssonar,
aulc þess sem hann vann alla tið næstum tveggja manna
verk við verzlunina.
Ymsir töldu, að Jón væri nokkuð íhaldssamur, t. d.
að ráðast í framkvæmdir á vegum kaupfélagsins, húsa-
bætur og' þ. h., en hans áhugamál var að koma fyrir-
tækinu á fastan grundvöll fjárhagslega, áður en ráðizt
væri í fjárfrekar framkvæmdir. Hann fann það vel, að
það var ekki hans eigið fé, sem liann fór með, heldur
almennings í héraðinu, og honum var fullkunnugt um
það, að bændur höfðu, yfirleitt, ekki fjármuni aflögu
til að tefla í tvísýnu. Þó er ekki svo að skilja, að ekk-
ert væri gjört til hagsbóta með húsakost, á þess-
um árum, þó að vísu vanti mikið á að enn sé vel við
unandi. Keypt var stórt vörugeymsluhús, sem enn er
notað sem sölubúð, — nokkur hluti þess, — stækkað
allmikið sláturhúsið, hyggt allstórt verkamannahús og
gærugeymsluhús, steinsteypt bátabryggja og sjóvarnar-
garður framan við verzlunarhúsin. Teikningu að mvnd-