Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
tilraun til að fara lítilsháttar á fjörurnar við þessa blá-
eygu, ljóshærðu mey?
Venjulega finnur hann hana niðri i eldhúsinu, þar
sem hún er að þvo upp diska eða bolla eða strjúka
af borðunum, eða brenna kaffi. Eða hún situr bara
á stól og þvkist vera að stoppa í sokka við flöktandi
ljós frá rauðu jólakerti, meðan eitthvað sýður i potti
á eldavélinni. Og hann tyllir sér á borðsröndina, blæs
út úr sér reyknum, eins og nef horfir, og síterar skáldið:
Ein er, veit ég, uppi i sveit, ekki þreyti neina leit,
æskuteit og hjartaheit, hökufeit og undirleit. En stúlk-
an skellir liara í góm, brosir niður á hendur sínar og
heldur áfram að dunda.
Já, segir hann, það liefur margt verið fallega sagt
um kvenfólkið.
Eins og þetta sé nokkuð falleg't, segir stúlkan.
Finnst þér það ekki? segir hann og ber öskuna úr
pípukónginum, svo að hún sáldrast niður á trýnið á
mórauðum hundi, sem liggur á gólfinu.
Nei, segir stúlkan.
IJvað finnst þér fallegt?
Margt, segir stúlkan.
Eins og livað?
Ég man það ekki, segir stúlkan.
Kolbrún, mín einasta ástfólgna hlín. — Finnst þér
það fallegt?
Ó, það er draumur, segir stúlkan.
Mér finnst eiginlega, þú hefðir átt að vera dökkliærð,
segir hann.
Dökkliærð, segir stúlkan. Ég held nú ekki.
Það er bara vegna ljóðsins, segir hann. Annars er
hárið á þér yndislegt. Það er mjög yndislegt. Það minn-
ir mig á sólskin og líparít.
Ég anza þér ekki, segir stúlkan, og fer að hræra í
pottinum. Mikið vildi ég hann færi nú að soðna, þessi
skrambans ekki sinn grautur.