Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
golunnar í skóginum. Að liorfa á hvernig þær bærast,
þessar fallegu varir, og livernig hin ungu, linöttóttu
brjóst kvika undir þunnu líni kjólsins, þegar hún lilær.
Þau tvö og rökkrið í litlu kvistherhergi, með glugga,
sem horfir út að ánni i dalnum. Það er of dýrmætt fyrir
líf eins einmana farkennara á afskekktum sveitabæ
í skammdegi, til þess að eiga það á hættu að missa
það fyrir eintóman bjánaskap. Ekki i kvöld, liugsar
hann. Ekki í kvöld. Sláðu hægt, mitt hjarta. Hún er
vís til að hlaupa á dyr.
Ef ég væri skáld, segir hún, mikið mundi ég þá yrkja
fallega um tunglið. Er nokkuð yndislegra til en tungl-
ið, þegar það skín inn um glugga?
Inn úm glugga? Hvers vegna inn um glugga?
Tunglskinið er kalt, segir hún og lijúfrar sig lengra
upp í rúmið.
Breiddu þá ofan á þig.
Heyrðu, segir hún. Sérðu hnjúkinn þarna á móti?
Ég hef stundum verið að liugsa um það, segir hann
og liorfir líka út um gluggann, hve gaman það væri
að eiga skíði og renna sér niður þenna hnjúk.
Hinumegin við hann, segir hún, stendur bærinn, sem
þú átt að kenna á þegar þú ferð héðan.
Ætli enginn eigi skíði á þeim hæ? segir hann.
Hann lieitir Múli, segir liún. Ég á þar vinstúlku.
Ég ætla að fá lánuð skíði, segir liann, og lieimsækja
þig eitthvert kvöldið í tunglskininu.
Hún er lagleg, segir hún. Ég er viss um þú verður
lirifinn af henni.
Og þegar ég kem svífandi niður hnjúkinn, segir hann,
með bláa mjöllina fjúkandi kringum mig, þá ætla ég
að lmgsa mér, að þú sitjir hér við gluggann og liorfir
norður yfir dalinn.
Það er alveg satt, segir hún. Hún lieitir Inga og hefir
gengið á kvennaskóla. Þú mátt vara þig á henni.
Og ef ég dett og fóthrotna, segir hann, og hann pabhi