Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 35
breiðfirðingur
33
þinn dregur mig heim á sleða, heldurðu þá að þú vild- i
ir hjúkra mér meðan ég ligg ? 1
Viltu taka fyrir mig bréf til liennar? biður hún.
Heyrirðu ekki, að ég ætla að heimsækja þig á skíð- ;
um yfir hnjúkinn? segir hann.
Þegar þú sérð hana Ingu, segir hún, þá gleymirðu þvi.
Er hún svona falleg? spyr hann. \
Indæl, segir hún. Og svo spilar liún á gitar.
Kannski maður taki þá undir, segir hann.
Það er ekki aðeins það, að hún spili á gítar, heldur i
semur hún lika lög. ;
Nú versnar í því, segir hann.
Það er sagt, segir hún, að eitt sinn hafi verið sel
frammi í heiðinni.
Og þar var selstúlka, segir hann, sem var heilluð af
huldumanni. Ætli maður kannist ekki við þetta gamla
draumarugl. Það byrjar allt saman á ástum og endar
í fljótandi tárum og hjartabilun. j
Það var enginn huldumaður, segir stúlkan. i
Þá var það líka útlagi, með skrattans mikla öxi, sem
kom riðandi út úr þokunni á svörtum hesti, og svaf
hjá lienni um nóttina.
Kjaftæði, segir stúlkan. Hún átti sér hara lamb,
hvítt lamb. Og þú getur ekki ímyndað þér, livað
manni þykir vænt um eitt lítið lamb, sem eltir mann
úti og inni, sefur í eldhúsinu á nóttunni og jarmar eftir i
mjólkinni sinni eins og barn sem grætur. Maður elsk-
ar svoleiðis lamb. Það rekur kalda snoppuna í vanga
manns og horfir á mann stórum, bláum augum, og
grætur.
Og úti i móunum var lind. Og um sólsetrin sat sel-
stúlkan úti við lindina og þvoði sér, en gimbillinn lá
við fætur liennar og svaf. Svo var það eitthvert sinn,
að undarlegur maður kom gangandi lieim fjárslóðana,
sem lágu innan af lieiðinni. Og liann stanzaði i sólar-
geislanum við hliðina á stúlkunni og haðst gistingar.
3