Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 37
breiðfirðingur
35
Hver ert þú? spurði selstúlkan.
Eg er maðurinn, sem ætlar að leggja undir sig heim-
inn, svaraði gesturinn.
Ætli hann sé ekki eitthvað ruglaður í höfðinu? hugs-
aði selstúlkan.
Mikið er þetta blátt vatn, sagði gesturinn og leit horn-
áuga til lindarinnar.
Það er af því það er sólsetur, sagði selstúlkan.
Nei, sagði gesturinn. Þetta er hættuleg uppspretta.
Ég þori ekki að liorfa í þessa lind.
Hann er ábyggilega hringlandi vitlaus, hugsaði sel-
stúlkan. En þér er velkomið að vera, ef þú getur gert
þér að góðu að sofa í eldhúsinu hjá lambinu.
Og liún stóð upp og fylgdi honum heim i selkofann.
Og hún gaf honum skyr og rjóma, bað guð að blessa
honum matinn, kyssli lambið á snoppuna og bauð
góða nótt.
Góða nótt, sagði gesturinn, og liugsaði flátt. Þvi þeg-
ar selstúlkan var um það hil að festa svefninn, var
rjálaði við hurðina. Þar var hann þá kominn, þokka-
pilturinn, og vildi inn til liennar. Og mikið lifandi
ósköp varð hún lirædd. Og liún las allar bænirnar sín-
ar upp á nýjan leik og grúfði sig niður i svæfilinn. Og
viti menn, lokan, sem hún liafði barið i kenginn að inn-
anverðu, hún hélt, og kengurinn liélt, og gesturinn varð
að hundskast til að leggjast niður hjá lambinu og gefa
það upp á hátinn að brjótast inn til selstúlkunnar.
En um morguninn, þegar hún kom á fætur, liafði þessi
undarlegi ferðamaður þakkað fyrir sig með því að skera
rekkjunaut sinn, litla, livíta gimbilinn og éta hann.
Það var mjög sviplegt og ætlaði að ríða selstúlkunni
að fullu. Það var eins og hún hefði séð eftir sínum
eigin hróður niður í gröfina.
Myndin á bls. 34: Snæfellsjökull séður úr suðri. Úr ferðabók
Eggerts ólafssonar og Bjarna Pálssonar.
3*