Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
AndlitiS með fíngerðum roða eftir stranga göngu, tígu-
legt enni, dökkblá, djúp augu, yfirskegg.
Og með honum er annar maður, sem ber tösku. Hann
er minni, hreyfingarnar liprar, svipurinn góðlegur og
hýr.
Þessir menn eru sr. Jón Þorvaldsson á Stað, Reykja-
nesi, og fylgdarmaður hans, Jónas Sveinsson í Borg.
Alltaf þegar fyrstu vorleysingarnar fylltu hjörtun
gleði og vonum, komu þessir tveir menn, eins og sendi-
hoðar vorsins.
Það er síðdegisstund, ómar passíusálmanna fylla hað-
stofuna draumljúfum friði ofar harki dagsins.
Einhver lítur af hendingu út um gluggann og brosir,
en verður svo alvarlegur aftur. Allir vita, að von er á
gestum. Eftirvæntingin geislar úr augum barnanna.
Veturinn er allt í einu liðinn. Presturinn er að koma.
Þetta tvennt var alltaf samferða. Og svo innan stund-
ar: — Litla stofan niðri kvað við af léttum hlátri og
glaðværum röddum. Enn í dag' er mér það leyndar-
dómur, livað olli þeirri glaðværð. Börnin koniu ekki i
návist prestsins fyrr en seinna. Þau læddust inn hljóð-
lát og feimin. Þau stóðu við borðið og lásu söguna um
Jesú, er hann blessar ungbörnin. Svo klappar þessi
mikli og fallegi maður á kollinn á þeim og hrósyrði
hans eru eins og opinberun.
En hátiðlegast er þó, þegar allir koma niður i stofu
til að syngja og hlusta á prédikun. Það er raunar prest-
urinn, sem syngur. Aðrar raddir hverfa, nema rödd
mömmu, hún fléttast fíngerð og blíð um sterku, djúpu
röddina prestsins. Sú rödd er heill heimur út af fvrir
sig. Hann hefir lært að svngja og leika á hljóðfæri i
Danmörku (hjá sjálfum kónginum). Það segir mamma.
Minningin um söng hans fyllir mig enn þá auðmýkt og
lotningu. Mér finnst hann stundum fyrsti maðurinn, sem
ég hef heyrt syngja.