Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
1. Að komið veröi upp og rekinn af ríkinu vinnu-
skóli, er hafi eftirtalin höfuðmarkmið:
a. Að efla vinnuþekkingu kvenna og kai-la á sviði land-
húnaðar, smærri bátaútvegs og iðnaðar, er grund-
vallar þessar atvinnugreinar.
b. Að veita almenna bóklega alþýðufræðslu í þeim
undirstöðugreinum, sem nauðsynlegar eru fyrir verk-
lega námið.
c. Að reka þann búskap til lands og sjávar á jörðinni
Reykhólum, er þvi höfuðbóli hæfi, og' sem nauð-
synlegur er til að verkkennslan geti farið fram.
Þessu markmiði sé náð með bóklegri og verklegri
fastakennslu, svo og með styttri námskeiðum f>TÍr al-
menning, varðandi atvinnugreinarnar.
2. Heimavistar-barnaskóla verði ætlað land og hita-
afnot. Starfsemi barnaskólans verði samræmd annarri
skólastarfsemi á Reykhólum. Hann hafi afnot af leikr
völlum, sundlaug, vinnustofum og íþróttahúsi sam-
eiginlega með vinnuskólanum.“
Þetta eru helztu atriðin úr tillögum nefndarinnar, en
þeim fylgdi ýtarleg greinargerð ásamt lýsingu á jörðinni.
Þá samdi nefndin einnig frumvarp til laga fyrir stofn-
unina, ásamt langri og rækilegri greinargerð.
Nefndin áleit staðinn mjög vel fallinn til þessara
nota, vegna landgæða, ræktunarskilyrða, jarðliita, hlunn-
inda o. fl., auk þess sem hin stórmerka saga þessa
höfuðbóls lilýtur að krefjast þess, að þessi kynslóð reisi
staðinn úr þvi ófremdarástandi, sem hann nú er i. Eg
hygg að nefndinni liafi tekizt að sameina i tillögunum
flest þau sjónarmið, sem komið hafa fram í þessu máli,
og vonast því eftir, að allir áhugamenn um endur-
reisn Reykhóla geti nú einhuga beitt áhrifum sínum
til framgangs þessa máls.
Jóhann frá Öxney.