Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 53
breiðfirðingur
51
inn neyðir fólk til þess að fara í, jafnvel ungar stúlk-
ur. Raunir sínar getur hún þulið upphátt. Fjólurnar
hlusta á sögu hennar, drúpa höfði og væta hvarm-
ana. Þarna er gott að samþýðast heiminum, gefa von-
um framtíðarinnar fyllingu og svífa hindrunarlaust á
draumvængjum. En veruleikinn stelst eigi langt í bui’tu,
og innan stundar ríður ung stúlka leirljósum hesti heim
að bænum, ldædd hringjabrynju hins forherta heims.
Drottins árið 1876 gekk lítil bók út á þrykk á Akur-
eyri. Á titilblaði hennar stendur: Stúlka. Ljóðmæli eft-
ir Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum. Innan á titilblað-
inu er þetta erindi:
Lítil mær heilsar
löndum sínum,
ung og ófróð,
en ekki feimin,
leitar gestrisni
góðra manna
föðurlaust barn
frá fátækri móður.
Einu sinni áður hafði Ijóðabók eftir konu komið út
á íslandi, svo mér sé kunnugt. Nú var það vinnukona
úr Breiðafirði, sem á ný braut ísinn. Fæstar stöllur
hennar liefðu dugað til slíks, jafnvel þótt Pegasus hefði
farið undir þeim á drýgri kostum.
Litla mærin var víða velkominn gestur. Kona í fjósi
og karl á teig rauluðu vísurnar liennar. Víða var brost-
inn strengur. Mörgum var fróun í því að veita þunglyndi
sínu útrás með hendingum Júlíönu:
Held ég götur hófs mjóar,
háll er flötur lukkunnar;
þegar í rötum raunirnar,
rammt mun að sötra dreggjarnar.
4*